„Mikil vonbrigði hvernig þessi leikur spilaðist“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 26. október 2023 22:09 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Diego Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka í handbolta, var að vonum svekktur með tap á móti Val í 8. umferð Olís-deild karla. Valsmenn náðu forystu snemma leiks og andlausir Haukarnir sáu vart til sólar. Lokatölur 31-25. „Ég er svekktur. Mikil vonbrigði hvernig þessi leikur spilaðist, hvað við vorum að gera í leiknum. Hvernig við deal-um við mótlætið inn í leiknum var líka vonbrigði og það gekk ekkert upp.“ Leikurinn fór hægt af stað en þegar að tíu mínútur voru liðnar voru Valsmenn hrokknir í gang og þá fór að halla undan fæti hjá Haukum. „Þeir voru kannski líka hægir í gang alveg eins og við. Það sem að kick-startar þessu hjá þeim er að þeir fara að skora tiltölulega auðveld mörk. Þeir fara að keyra á okkur og það eru þessi mörk sem að skapa þetta forskot sem að þeir mynda í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir sóknarlega, ekki bara þarna, allan leikinn, nánast. Í seinni hálfleik vorum við búnir að fara nokkuð vel yfir þetta, hvað við ætluðum að gera, en þá erum við ekki þarna. Við erum ekki tilbúnir í þessa baráttu, við töpuðum þessum maður á mann einvígum varnarlega og sóknarlega út um allan völl.“ Haukarnir fengu aðeins eitt mark af línunni í kvöld og örfá mörk úr hornunum. Það voru aðeins útileikmenn liðsins sem reyndu að koma boltanum í netið með misjöfnum árangri. „Ég hef áhyggjur af því. Þetta er það sem að við höfum verið að gera vel undafarna leiki, þetta hefur dreifst vel og við höfum fengið mörg mörk dreift á allar stöðurnar á vellinum. Við höfum fengið framlag frá þeim sem að koma inn af bekknum en það var ekki í dag. Það eru kannski einhver taktísk mistök hjá okkur sem vorum að leggja upp leikinn.“ Ásgeir vill að strákarnir mæti með meira sjálfstraust í næsta leik. „Ég vill fá stríðsmenn inn á völlinn í næsta leik, eins og grenjandi ljón, selja sig dýrt. Við þurfum að vera agaðri og með meira sjálfstraust. Þegar að við erum on it þá erum við helvíti góðir.“ Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 31-25| Valur með góðan sigur á andlausum Haukum Valur, sem er á toppi Olís-deildar karla, fékkHauka í heimsókn í stórleik 8. umferðar. Valsmenn náðu forystu á 10. mínútu og stjórnuðu leiknum til leiksloka. Lokatölur 31-25. 26. október 2023 18:46 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Fleiri fréttir Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Sjá meira
„Ég er svekktur. Mikil vonbrigði hvernig þessi leikur spilaðist, hvað við vorum að gera í leiknum. Hvernig við deal-um við mótlætið inn í leiknum var líka vonbrigði og það gekk ekkert upp.“ Leikurinn fór hægt af stað en þegar að tíu mínútur voru liðnar voru Valsmenn hrokknir í gang og þá fór að halla undan fæti hjá Haukum. „Þeir voru kannski líka hægir í gang alveg eins og við. Það sem að kick-startar þessu hjá þeim er að þeir fara að skora tiltölulega auðveld mörk. Þeir fara að keyra á okkur og það eru þessi mörk sem að skapa þetta forskot sem að þeir mynda í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir sóknarlega, ekki bara þarna, allan leikinn, nánast. Í seinni hálfleik vorum við búnir að fara nokkuð vel yfir þetta, hvað við ætluðum að gera, en þá erum við ekki þarna. Við erum ekki tilbúnir í þessa baráttu, við töpuðum þessum maður á mann einvígum varnarlega og sóknarlega út um allan völl.“ Haukarnir fengu aðeins eitt mark af línunni í kvöld og örfá mörk úr hornunum. Það voru aðeins útileikmenn liðsins sem reyndu að koma boltanum í netið með misjöfnum árangri. „Ég hef áhyggjur af því. Þetta er það sem að við höfum verið að gera vel undafarna leiki, þetta hefur dreifst vel og við höfum fengið mörg mörk dreift á allar stöðurnar á vellinum. Við höfum fengið framlag frá þeim sem að koma inn af bekknum en það var ekki í dag. Það eru kannski einhver taktísk mistök hjá okkur sem vorum að leggja upp leikinn.“ Ásgeir vill að strákarnir mæti með meira sjálfstraust í næsta leik. „Ég vill fá stríðsmenn inn á völlinn í næsta leik, eins og grenjandi ljón, selja sig dýrt. Við þurfum að vera agaðri og með meira sjálfstraust. Þegar að við erum on it þá erum við helvíti góðir.“
Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 31-25| Valur með góðan sigur á andlausum Haukum Valur, sem er á toppi Olís-deildar karla, fékkHauka í heimsókn í stórleik 8. umferðar. Valsmenn náðu forystu á 10. mínútu og stjórnuðu leiknum til leiksloka. Lokatölur 31-25. 26. október 2023 18:46 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Fleiri fréttir Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 31-25| Valur með góðan sigur á andlausum Haukum Valur, sem er á toppi Olís-deildar karla, fékkHauka í heimsókn í stórleik 8. umferðar. Valsmenn náðu forystu á 10. mínútu og stjórnuðu leiknum til leiksloka. Lokatölur 31-25. 26. október 2023 18:46