Lillard sjóðandi heitur í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 06:31 Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo á ferðinni með Milwaukee Bucks liðinu í nótt. AP/Morry Gash Damian Lillard byrjar feril sinn vel með Milwaukee Bucks og liðið þurfti á öllum hans stigum að halda í naumum sigri í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni. Lillard skoraði 39 stig þegar Milwaukee Bucks vann 118-117 sigur á Philadelphia 76ers sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í fyrsta leik með Bucks. Metið var 34 stig hjá Terry Cummings frá 1984. Dame Lillard put on a show (39 PTS, 8 REB) and secured a W in his @Bucks debut! pic.twitter.com/iFKrSEwTMx— NBA (@NBA) October 27, 2023 Lillard spilaði fyrstu ellefu árin sín í Portland en kom til Milwaukee í stærstu leikmannaskiptum sumarsins. Hann hitti úr öllum sautján vítaskotum sínum í leiknum. Bucks liðið var reyndar næstum því búið að henda frá sér sigrinum en liðið missti niður nítján stiga forystu. Lillard skoraði fjórtán stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og sá til þess að liðið vann leikinn. Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. Hjá 76ers var Tyrese Maxey með 31 stig, Kelly Oubre Jr. skoraði 27 stig og Joel Embiid bætti við 24 stigum. LeBron James and Kevin Durant dueled off in a #KiaTipOff23 thriller, with the Lakers coming out on top LeBron: 21 PTS, 8 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STLKD: 39 PTS, 11 REB pic.twitter.com/yZXUwdXjXG— NBA (@NBA) October 27, 2023 Anthony Davis var með 30 stig og 13 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 100-95 sigur á Phoenix Suns og LeBron James skoraði 10 af 21 stigi sínum í fjórða leikhlutanum. James var einnig með 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 39 stig og tók 11 fráköst fyrir Suns en liðið lék án stórstjarnanna Devin Booker og Bradley Beal. Phoenix var 84-72 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana en Lakers vann lokaleikhlutann 28-11. Þá fór allt í baklás hjá Suns sem klikkaði á 13 af fyrstu 14 skotum fjórða leikhlutans og tapaði alls tíu boltum á síðustu tólf mínútum leiksins. THESE ANGLES of the Dame clincher pic.twitter.com/UXHa7YvHq7— NBA (@NBA) October 27, 2023 NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Lillard skoraði 39 stig þegar Milwaukee Bucks vann 118-117 sigur á Philadelphia 76ers sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í fyrsta leik með Bucks. Metið var 34 stig hjá Terry Cummings frá 1984. Dame Lillard put on a show (39 PTS, 8 REB) and secured a W in his @Bucks debut! pic.twitter.com/iFKrSEwTMx— NBA (@NBA) October 27, 2023 Lillard spilaði fyrstu ellefu árin sín í Portland en kom til Milwaukee í stærstu leikmannaskiptum sumarsins. Hann hitti úr öllum sautján vítaskotum sínum í leiknum. Bucks liðið var reyndar næstum því búið að henda frá sér sigrinum en liðið missti niður nítján stiga forystu. Lillard skoraði fjórtán stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og sá til þess að liðið vann leikinn. Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. Hjá 76ers var Tyrese Maxey með 31 stig, Kelly Oubre Jr. skoraði 27 stig og Joel Embiid bætti við 24 stigum. LeBron James and Kevin Durant dueled off in a #KiaTipOff23 thriller, with the Lakers coming out on top LeBron: 21 PTS, 8 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STLKD: 39 PTS, 11 REB pic.twitter.com/yZXUwdXjXG— NBA (@NBA) October 27, 2023 Anthony Davis var með 30 stig og 13 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 100-95 sigur á Phoenix Suns og LeBron James skoraði 10 af 21 stigi sínum í fjórða leikhlutanum. James var einnig með 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 39 stig og tók 11 fráköst fyrir Suns en liðið lék án stórstjarnanna Devin Booker og Bradley Beal. Phoenix var 84-72 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana en Lakers vann lokaleikhlutann 28-11. Þá fór allt í baklás hjá Suns sem klikkaði á 13 af fyrstu 14 skotum fjórða leikhlutans og tapaði alls tíu boltum á síðustu tólf mínútum leiksins. THESE ANGLES of the Dame clincher pic.twitter.com/UXHa7YvHq7— NBA (@NBA) October 27, 2023
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira