Þriðji besti CrossFit kappi landsins óttast það að vera rekinn úr landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 08:01 Carlos Fernandez varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í CrossFit á dögunum. S2 Sport Carlos Fernandez hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í Crossfit á dögunum en hann bíður nú eftir niðurstöðum frá Útlendingastofnun og óttast að hann verði rekinn úr landi. Carlos hefur nú verið búsettur í Keflavík í tæplega ár. Carlos sem er frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í opnu flokki sem haldið var í Crossfit Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hann var á eftir þeim Bjarna Leifi og Frederik Ægidius. Hann segist hafa fallið fyrir íþróttinni um leið. „Þegar ég æfi geri ég það alltaf til að vinna. Ég keppti á móti ótrúlega góðum íþróttamönnum á mjög háu plani,“ sagði Carlos í samtali við Stefán Árni Pálsson. Mjög slæmt ástand í Venesúela Hann kom frá Venesúela en hvernig er ástandið þar? „Í augnablikinu er það mjög slæmt ef satt skal segja. Íslensk stjórnvöld segja að ástandið fari batnandi en það er ekki rétt. Allir sem eru hér og eiga fjölskyldu þar vita hvernig ástandið er. Við erum erum virkilega hrædd við að fara þangað af þeim ástæðum,“ sagði Carlos. „Ég vil vera hér og byggja upp líf mitt hér sem CrossFit íþróttamaður og sem manneskja. Ísland er mjög fallegt land til að eiga líf og það allt,“ sagði Carlos. Kom hingað fyrir ellefu mánuðum Carlos kom til landsins fyrir ellefu mánuðum sem flóttamaður. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum fólks frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelja hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu í málum sínum hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Er Carlos hræddur um að verða vísað úr landi núna? „Svo sannarlega. Mér líður vel í landinu og ég er ánægður hérna. Ég er þakklátur stjórnvöldum og fólkinu og þá sérstaklega í bænum mínum Keflavík. Fólkið hjá CrossFit Suðurnes kemur fram við mig eins og annað fólk hérna. Eins og ég sé einn af fjölskyldunni,“ sagði Carlos. Hefur áfrýjað Carlos hefur áfrýjað ákvörðun útlendingarstofnunnar um að senda hann úr landi og bíður nú eftir niðurstöðu. Ef ákvörðunin verður ekki honum hagstæð gæti hann þurft að fara úr landi strax næsta dag. „Ef ég fæ svarið á morgun verð ég sennilega að yfirgefa landið innan fimmtán daga eða eitthvað. Ég hef þegar fengið fyrsta svarið í mínu máli. Ég áfrýjaði ákvörðuninni eins og ég sagði þér áðan en ef ég fær svarið á morgun eða hvenær sem þau vilja þá þarf ég að fara úr landi,“ sagði Carlos. Er hann bjartsýnn um að vera hér áfram? „Já hundrað prósent. Alltaf,“ sagði Carlos. CrossFit Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Sjá meira
Carlos sem er frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í opnu flokki sem haldið var í Crossfit Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hann var á eftir þeim Bjarna Leifi og Frederik Ægidius. Hann segist hafa fallið fyrir íþróttinni um leið. „Þegar ég æfi geri ég það alltaf til að vinna. Ég keppti á móti ótrúlega góðum íþróttamönnum á mjög háu plani,“ sagði Carlos í samtali við Stefán Árni Pálsson. Mjög slæmt ástand í Venesúela Hann kom frá Venesúela en hvernig er ástandið þar? „Í augnablikinu er það mjög slæmt ef satt skal segja. Íslensk stjórnvöld segja að ástandið fari batnandi en það er ekki rétt. Allir sem eru hér og eiga fjölskyldu þar vita hvernig ástandið er. Við erum erum virkilega hrædd við að fara þangað af þeim ástæðum,“ sagði Carlos. „Ég vil vera hér og byggja upp líf mitt hér sem CrossFit íþróttamaður og sem manneskja. Ísland er mjög fallegt land til að eiga líf og það allt,“ sagði Carlos. Kom hingað fyrir ellefu mánuðum Carlos kom til landsins fyrir ellefu mánuðum sem flóttamaður. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum fólks frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelja hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu í málum sínum hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Er Carlos hræddur um að verða vísað úr landi núna? „Svo sannarlega. Mér líður vel í landinu og ég er ánægður hérna. Ég er þakklátur stjórnvöldum og fólkinu og þá sérstaklega í bænum mínum Keflavík. Fólkið hjá CrossFit Suðurnes kemur fram við mig eins og annað fólk hérna. Eins og ég sé einn af fjölskyldunni,“ sagði Carlos. Hefur áfrýjað Carlos hefur áfrýjað ákvörðun útlendingarstofnunnar um að senda hann úr landi og bíður nú eftir niðurstöðu. Ef ákvörðunin verður ekki honum hagstæð gæti hann þurft að fara úr landi strax næsta dag. „Ef ég fæ svarið á morgun verð ég sennilega að yfirgefa landið innan fimmtán daga eða eitthvað. Ég hef þegar fengið fyrsta svarið í mínu máli. Ég áfrýjaði ákvörðuninni eins og ég sagði þér áðan en ef ég fær svarið á morgun eða hvenær sem þau vilja þá þarf ég að fara úr landi,“ sagði Carlos. Er hann bjartsýnn um að vera hér áfram? „Já hundrað prósent. Alltaf,“ sagði Carlos.
CrossFit Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Sjá meira