Stefán ætlar að verða betri en Gunnar Nelson: „Ég held með honum“ Aron Guðmundsson skrifar 30. október 2023 08:00 Gunnar Nelson og Stefán Fannar í Mjölni Vísir/Sigurjón Ólason Stefán Fannar Hallgrímsson er einn efnilegasti glímumaður landsins um þessar mundir. Hann setur markið hátt, ætlar sér að verða betri glímumaður en brautryðjandinn Gunnar Nelson, ætlar sér að verða með þeim bestu í heimi. Undanfarin þrjú ár hefur hinn 18 ára gamli Stefán Fannar æft brasilískt jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík þar hefur hann stimplað sig rækilega inn í uppgjafarglímuna. „Hér var tekið ótrúlega vel á móti mér í unglingastarfinu. Ég kom hingað í covid árið 2020 og hef síðan þá verið að æfa á fullu.“ Uppgjafarfglíman er langt í frá fyrsta íþróttin sem reynir fyrir sér í en eftir að hann hóf að æfa hjá Mjölni hefur glíman átt hug hans allan. „Ég prófaði MMA-ið hérna, elskaði glímuna sem boðið er upp á hér hjá Mjölni og fann strax að þetta var eitthvað sem ég vildi leggja fyrir mig. Maður er alltaf að læra fleiri hluti í tengslum við þetta. Maður getur aldrei fullkomnað glímuna sína. Það er snilldin við þetta.“ Stefán Fannar stefnir háttVísir/Sigurjón Ólason Og í Mjölni hefur hann verið mikið í kringum UFC bardagakappann Gunnar Nelson „Hann er allt það sem maður vill sjá hjá bardagamanni. Rólegur, flottur, yfirvegaður og býr yfir geggjaðri tækni. Þá er hann líka frábær manneskja. Fyndinn og skemmtilegur náungi sem tekur hlutunum ekki of alvarlega. Það skín í gegn hjá honum hvað hann hefur gaman að þessari íþrótt.“ Stefán Fannar hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að verða betri glímumaður en Gunnar. „Til lengri tíma litið langar mig að vera meðal bestu glímumanna í heiminum. Verða einn af aðal mönnunum hér í Mjölni. Ég er rólega að vinna mig í áttina að því. Á næstunni held ég út og tek þátt í undankeppni stærsta glímumót í heiminum, ADCC. Mig langar að fara þangað út, vinna þessa undankeppni og komast á ADCC það er það sem er fyrir stafni hjá mér númer eitt, tvö og þrjú.“ Stefán Fannar ætlar ekki að halda í sömu átt og Gunnar Nelson. Hann hefur ekki áhuga á því að berjast á vegum bardagasamtaka eins og UFC og Bellator. „Ég er nú bara voða sáttur með heilann minn. Ég nenni ekki að fara rugla í því og ber mikla virðingu fyrir því að halda mér góðum. Leyfi frekar mönnum eins og Gunnari, sem eru góðir í þessari deild, um það.“ „Ég held með honum“ Og Gunnar Nelson sjálfur hefur mikla trú á þessum efnilega glímumanni. „Ég trúi á hann alla leið,“ segir Gunnar um Stefán. „Ég vona innilega að hann verði miklu betri en ég og sagði einmitt við hann að hann ætti að miða miklu hærra en að verða bara betri en ég. Hann á bara að verða bestur í heimi. Verða eins góður og hann getur mögulega orðið. Ég held með honum.“ Ýmsir góðir kostir prýði Stefán sem séu þess valdandi að hann hefur möguleika á því að ná langt. „Hann er í grunninn náttúrulega bara hrikalega duglegur. Það er það sem skiptir mestu máli. Stefán er hérna alla daga, alltaf, og missir ekki af neinu tækifæri til þess að bæta sig. Auðvitað er hann mjög hæfileikaríkur, líkt og margir ungir iðkendur hjá okkur, en það skiptir svo miklu máli að eyða öllum sínum tíma sem maður mögulega hefur hérna. Stefán er alltaf að glíma, tuskast í öllum og er ekki hræddur við að misstíga sig. Þetta er rétta uppskriftin.“ MMA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur hinn 18 ára gamli Stefán Fannar æft brasilískt jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík þar hefur hann stimplað sig rækilega inn í uppgjafarglímuna. „Hér var tekið ótrúlega vel á móti mér í unglingastarfinu. Ég kom hingað í covid árið 2020 og hef síðan þá verið að æfa á fullu.“ Uppgjafarfglíman er langt í frá fyrsta íþróttin sem reynir fyrir sér í en eftir að hann hóf að æfa hjá Mjölni hefur glíman átt hug hans allan. „Ég prófaði MMA-ið hérna, elskaði glímuna sem boðið er upp á hér hjá Mjölni og fann strax að þetta var eitthvað sem ég vildi leggja fyrir mig. Maður er alltaf að læra fleiri hluti í tengslum við þetta. Maður getur aldrei fullkomnað glímuna sína. Það er snilldin við þetta.“ Stefán Fannar stefnir háttVísir/Sigurjón Ólason Og í Mjölni hefur hann verið mikið í kringum UFC bardagakappann Gunnar Nelson „Hann er allt það sem maður vill sjá hjá bardagamanni. Rólegur, flottur, yfirvegaður og býr yfir geggjaðri tækni. Þá er hann líka frábær manneskja. Fyndinn og skemmtilegur náungi sem tekur hlutunum ekki of alvarlega. Það skín í gegn hjá honum hvað hann hefur gaman að þessari íþrótt.“ Stefán Fannar hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að verða betri glímumaður en Gunnar. „Til lengri tíma litið langar mig að vera meðal bestu glímumanna í heiminum. Verða einn af aðal mönnunum hér í Mjölni. Ég er rólega að vinna mig í áttina að því. Á næstunni held ég út og tek þátt í undankeppni stærsta glímumót í heiminum, ADCC. Mig langar að fara þangað út, vinna þessa undankeppni og komast á ADCC það er það sem er fyrir stafni hjá mér númer eitt, tvö og þrjú.“ Stefán Fannar ætlar ekki að halda í sömu átt og Gunnar Nelson. Hann hefur ekki áhuga á því að berjast á vegum bardagasamtaka eins og UFC og Bellator. „Ég er nú bara voða sáttur með heilann minn. Ég nenni ekki að fara rugla í því og ber mikla virðingu fyrir því að halda mér góðum. Leyfi frekar mönnum eins og Gunnari, sem eru góðir í þessari deild, um það.“ „Ég held með honum“ Og Gunnar Nelson sjálfur hefur mikla trú á þessum efnilega glímumanni. „Ég trúi á hann alla leið,“ segir Gunnar um Stefán. „Ég vona innilega að hann verði miklu betri en ég og sagði einmitt við hann að hann ætti að miða miklu hærra en að verða bara betri en ég. Hann á bara að verða bestur í heimi. Verða eins góður og hann getur mögulega orðið. Ég held með honum.“ Ýmsir góðir kostir prýði Stefán sem séu þess valdandi að hann hefur möguleika á því að ná langt. „Hann er í grunninn náttúrulega bara hrikalega duglegur. Það er það sem skiptir mestu máli. Stefán er hérna alla daga, alltaf, og missir ekki af neinu tækifæri til þess að bæta sig. Auðvitað er hann mjög hæfileikaríkur, líkt og margir ungir iðkendur hjá okkur, en það skiptir svo miklu máli að eyða öllum sínum tíma sem maður mögulega hefur hérna. Stefán er alltaf að glíma, tuskast í öllum og er ekki hræddur við að misstíga sig. Þetta er rétta uppskriftin.“
MMA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira