Hefur tálgað þúsundir jólasveina úr alaskavíði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2023 20:16 Hrefna er við sýningarskápinn sinn þar sem má sjá jólasveinana og annað sem hún er að tálga. Allt mjög, mjög flott hjá henni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó það séu enn um tveir mánuðir til jóla þá situr handverkskona í Kópavogi ekki auðum höndum enda tálgar hún út jólasveina og málar þá eins og engin sé morgundagurinn fyrir jólin. Hún hefur tálgað mörg þúsund slíka sveina í gegnum árin. Hrefna Aradóttir, sem er frá Neskaupstað en býr í dag í Kópavogi er með fína aðstöðu heima hjá sér fyrir handverkið sitt en hún er ansi lunkinn með tálguhnífinn sinn við að útbúa allskonar fígúrur. Nú eru það jólasveinarnir, sem eiga hug hennar allan en þá tálgar hún úr greinum af alaskavíði. „Ég er alltaf með blautan við, ég er með ferskan við, þannig að hann er blautur þegar ég vinn hann. Ég leyfi þessu að þorna, kannski 20 til 50 stykki, misjafnt og svo tek ég pásu og fer að mála. Það er kannski ein vika, sem ég er bara að mála, þá er ég ekki að tálga. Það er léttara fyrir hendurnar,” segir Hrefna. En hvað tekur það langan tíma að tálga einn jólasvein? „Það eru um þrír á klukkutíma. Það er svona það sem ég vil að sé ásættanlegt en um leið og þeir verða með miklum greinum í miklum hnútum í, þá er ég lengur.” Og þá á hún eftir að þurrka þá, lakka og svo mála, ásamt því að setja bönd í þá. „Þetta er heilmikil vinna en mjög skemmtileg,” segir Hrefna. Jólasveinarnir hennar Hrefnu hafa slegið í gegn enda hefur hún varla undan að tálga og mála þá áður en þeir fara inn á nýju heimilin sín hér heima eða í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna segist útbúa jólasveina allt árið um kring þó það sé alltaf mjög mikið að gera í aðdraganda jóla. Hún segir erlenda ferðamenn mjög hrifna af sveinunum hennar enda um íslenskt handverk að ræða, sem er létt í ferðatöskur. „Ég veit af sveinunum út um allan heim, til dæmis í Kanada, Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku,” segir hún. Talar þú við jólasveinana þegar þú ert að búa þá til? „Nei, ég geri nú ekki mikið af því, nei, en þegar ég er að gera þá er ég alveg búin að ákveða sjálf hverja mér líkar við. Já, þessi verður flottur, þessi er allt í lagi, þessi er svona, þannig að ég er, já, þegar ég er búin að mála þá, þá eru þeir allir eins þó þeir séu ekki allir eins,” segir Hrefna og hlær. En er Hrefna ekki orðin leið á jólunum fyrst hún er alltaf að búa til jólasveina? „Nei, nei, mér finnast jólin mjög skemmtileg og ég væri alveg til í að hafa þau lengi.” En veit Hrefna hvað hún hefur tálgað marga jólasveina í gegnum árin? „Nei, þeir eru mörg þúsund, það veit ég,” segir hún og heldur áfram að tálga. Heimasíða Hrefnu Facebooksíða Hrefnu með jólasveinunum Kópavogur Jól Handverk Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hrefna Aradóttir, sem er frá Neskaupstað en býr í dag í Kópavogi er með fína aðstöðu heima hjá sér fyrir handverkið sitt en hún er ansi lunkinn með tálguhnífinn sinn við að útbúa allskonar fígúrur. Nú eru það jólasveinarnir, sem eiga hug hennar allan en þá tálgar hún úr greinum af alaskavíði. „Ég er alltaf með blautan við, ég er með ferskan við, þannig að hann er blautur þegar ég vinn hann. Ég leyfi þessu að þorna, kannski 20 til 50 stykki, misjafnt og svo tek ég pásu og fer að mála. Það er kannski ein vika, sem ég er bara að mála, þá er ég ekki að tálga. Það er léttara fyrir hendurnar,” segir Hrefna. En hvað tekur það langan tíma að tálga einn jólasvein? „Það eru um þrír á klukkutíma. Það er svona það sem ég vil að sé ásættanlegt en um leið og þeir verða með miklum greinum í miklum hnútum í, þá er ég lengur.” Og þá á hún eftir að þurrka þá, lakka og svo mála, ásamt því að setja bönd í þá. „Þetta er heilmikil vinna en mjög skemmtileg,” segir Hrefna. Jólasveinarnir hennar Hrefnu hafa slegið í gegn enda hefur hún varla undan að tálga og mála þá áður en þeir fara inn á nýju heimilin sín hér heima eða í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna segist útbúa jólasveina allt árið um kring þó það sé alltaf mjög mikið að gera í aðdraganda jóla. Hún segir erlenda ferðamenn mjög hrifna af sveinunum hennar enda um íslenskt handverk að ræða, sem er létt í ferðatöskur. „Ég veit af sveinunum út um allan heim, til dæmis í Kanada, Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku,” segir hún. Talar þú við jólasveinana þegar þú ert að búa þá til? „Nei, ég geri nú ekki mikið af því, nei, en þegar ég er að gera þá er ég alveg búin að ákveða sjálf hverja mér líkar við. Já, þessi verður flottur, þessi er allt í lagi, þessi er svona, þannig að ég er, já, þegar ég er búin að mála þá, þá eru þeir allir eins þó þeir séu ekki allir eins,” segir Hrefna og hlær. En er Hrefna ekki orðin leið á jólunum fyrst hún er alltaf að búa til jólasveina? „Nei, nei, mér finnast jólin mjög skemmtileg og ég væri alveg til í að hafa þau lengi.” En veit Hrefna hvað hún hefur tálgað marga jólasveina í gegnum árin? „Nei, þeir eru mörg þúsund, það veit ég,” segir hún og heldur áfram að tálga. Heimasíða Hrefnu Facebooksíða Hrefnu með jólasveinunum
Kópavogur Jól Handverk Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira