Skjálfti upp á 4,5 fannst víða Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 30. október 2023 12:28 Skjálftinn var 2,5 kílómetra norðaustur af Þorbirni við Grindavík. vísir/Egill Fólk á suðvesturhorninu fann margt hvert vel fyrir jarðskjálfta nærri Grindavík um klukkan nítján mínútur yfir tólf. Íbúar á Akranesi voru á meðal þeirra sem fundu fyrir skjálftanum sem reyndist 4,5 að stærð. Þær upplýsingar fengust frá Veðurstofu Íslands upptök skjálftans hefðu verið um 2,5 kílómetra norðaustur af fjallinu Þorbirni. Þar hefur mælst ört landris undanfarið. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ört landris við Svartsengi og Þorbjörn séu ekki góðar fréttir í ljósi staðsetningar. Langvarandi landris sé til marks um að töluvert hafi safnast af kviku á svæðinu og því ætti eldgos þar að vera aðeins kraftmeira en síðustu tvö. Hann segir farsælla að viðbragðsaðilar geri í undirbúningi sínum ráð fyrir slæmri útkomu til að þeir séu betur í stakk búnir að leysa málin skjótt og örugglega. Gervitunglagögn sýna og staðfesta að áframhaldandi þensla er norðvestan við Þorbjörn og Svartsengi er þenslan hröð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að samfelldar GPS-mælingar sýni áframhaldandi merki um landris. Hraði þenslunnar hafi þó minnkað örlítið miðað við í upphafi, en fyrstu niðurstöður líkanreikninga bendi til að kvika sé að safnast fyrir á um fjögurra klómetra dýpi. Síðasta sólarhringinn hafa mælst um 1.300 jarðskjálftar á Reykjanesskaga og er meirihluti skjálftavirkninnar á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að þessi virkni, sem er á óheppilegum stað, hafi verið fyrirséð. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, rýnir í þróun mála á Reykjanesskaga.vísir/Vilhelm „Úr því að Reykjanesið er byrjað, Reykjanesskaginn, og alltaf þegar hann hefur byrjað þá fer hann allur hægt og rólega í gang en þetta er kannski hraðara heldur en við höfðum kannski vonað. Þetta er mjög hratt ferli og þessar síðustu fréttir í kringum Eldvarpakerfið þarna, það eru ekki nógu góðar fréttir því við erum með svolítið af innviðum þar sem við erum kannski ekki búin að klára að undirbúa mótvægisaðgerðir,“ segir Ármann. Ekki góðar fréttir Landris hefur mælst á þessu svæði í langan tíma en það hefur ýmist hægst á því eða það hætt alveg í einhvern tíma. „Það segir okkur að það er töluvert af kviku sem hefur náð að safnast fyrir á þessu svæði og ef það segir okkur eitthvað þá ættu eldgosin þarna að verða aðeins kraftmeiri heldur en þau sem voru úti í Fagradalsfjalli þannig að það er í sjálfu sér ekki góðar fréttir heldur því þá bara rennur hraunið hraðar og þá hafa menn styttri tíma til að koma upp varnaraðgerðum.“ Svartsengi og Bláa lónið Fólk sé heppið ef það fái sex eða sjö klukkustunda fyrirvara. Það sé vandamál því Bláa lónið er til að mynda nálægt. „Svo kannski ennþá verra er Svartsengi og sú starfsemi sem þar er. Þar er náttúrulega framleidd raforka og heitt vatn og kalt vatn fyrir Suðurnesin, þannig að það væri vont ef eitthvað færi að skaðast í því þegar við erum að koma inn í veturinn þannig að menn verða náttúrulega að halda áfram að setja upp plönin og kannski gera ráð fyrir ekkert allt of góðri útkomu þannig að menn séu bara tilbúnir að leysa það skjótt og örugglega.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Þær upplýsingar fengust frá Veðurstofu Íslands upptök skjálftans hefðu verið um 2,5 kílómetra norðaustur af fjallinu Þorbirni. Þar hefur mælst ört landris undanfarið. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ört landris við Svartsengi og Þorbjörn séu ekki góðar fréttir í ljósi staðsetningar. Langvarandi landris sé til marks um að töluvert hafi safnast af kviku á svæðinu og því ætti eldgos þar að vera aðeins kraftmeira en síðustu tvö. Hann segir farsælla að viðbragðsaðilar geri í undirbúningi sínum ráð fyrir slæmri útkomu til að þeir séu betur í stakk búnir að leysa málin skjótt og örugglega. Gervitunglagögn sýna og staðfesta að áframhaldandi þensla er norðvestan við Þorbjörn og Svartsengi er þenslan hröð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að samfelldar GPS-mælingar sýni áframhaldandi merki um landris. Hraði þenslunnar hafi þó minnkað örlítið miðað við í upphafi, en fyrstu niðurstöður líkanreikninga bendi til að kvika sé að safnast fyrir á um fjögurra klómetra dýpi. Síðasta sólarhringinn hafa mælst um 1.300 jarðskjálftar á Reykjanesskaga og er meirihluti skjálftavirkninnar á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að þessi virkni, sem er á óheppilegum stað, hafi verið fyrirséð. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, rýnir í þróun mála á Reykjanesskaga.vísir/Vilhelm „Úr því að Reykjanesið er byrjað, Reykjanesskaginn, og alltaf þegar hann hefur byrjað þá fer hann allur hægt og rólega í gang en þetta er kannski hraðara heldur en við höfðum kannski vonað. Þetta er mjög hratt ferli og þessar síðustu fréttir í kringum Eldvarpakerfið þarna, það eru ekki nógu góðar fréttir því við erum með svolítið af innviðum þar sem við erum kannski ekki búin að klára að undirbúa mótvægisaðgerðir,“ segir Ármann. Ekki góðar fréttir Landris hefur mælst á þessu svæði í langan tíma en það hefur ýmist hægst á því eða það hætt alveg í einhvern tíma. „Það segir okkur að það er töluvert af kviku sem hefur náð að safnast fyrir á þessu svæði og ef það segir okkur eitthvað þá ættu eldgosin þarna að verða aðeins kraftmeiri heldur en þau sem voru úti í Fagradalsfjalli þannig að það er í sjálfu sér ekki góðar fréttir heldur því þá bara rennur hraunið hraðar og þá hafa menn styttri tíma til að koma upp varnaraðgerðum.“ Svartsengi og Bláa lónið Fólk sé heppið ef það fái sex eða sjö klukkustunda fyrirvara. Það sé vandamál því Bláa lónið er til að mynda nálægt. „Svo kannski ennþá verra er Svartsengi og sú starfsemi sem þar er. Þar er náttúrulega framleidd raforka og heitt vatn og kalt vatn fyrir Suðurnesin, þannig að það væri vont ef eitthvað færi að skaðast í því þegar við erum að koma inn í veturinn þannig að menn verða náttúrulega að halda áfram að setja upp plönin og kannski gera ráð fyrir ekkert allt of góðri útkomu þannig að menn séu bara tilbúnir að leysa það skjótt og örugglega.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira