Ætlar til Indónesíu að leita föður síns án nokkurra vísbendinga Jón Þór Stefánsson skrifar 30. október 2023 22:09 Óðinn, sem er frá Akureyri, ætlar að leita blóðföður síns á Indónesíu. Hann vill fá kvikmyndatökumann með sér sem myndi fá flug og frítt uppihald á meðann á ferðinni stendur. Samsett/Jón Þór/EPA Óðinn Eddy Viðarsson, 43 ára Akureyringur, ætlar sér að fara til Indónesíu til að leita að blóðföður sínum og vill fá með sér tökumann til að fara með sér á ferðalag til að kvikmynda ferðalag sitt og leitina að föðurnum. Fjallað var um þetta fyrirhugaða ferðalag Óðins, sem á að hefjast í desember, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður um hvort hann væri með einhverjar vísbendingar um föðurinn svarar Óðinn neitandi. Hann hafi farið til Indónesíu árið 2015, verið þar í tvö ár og fundið blóðmóður sína. „Ég ætla að fara dýpra í málið varðandi hana. Ég ætla að spyrja hana spurninga sem ég spurði ekki þá,“ segir Óðinn sem segist ekki hafa viljað spyrja blóðmóður sína út í föður sinn þegar hann hitti hana þá. „Ég vildi nú ekki spyrja hana á þessu augnabliki. Þegar þú hittir strákinn þinn á þessu augnabliki eftir 32 ár, þá held ég að það sé ekki gott að spyrja að þessu,“ bætir hann við. Óðinn útskýrir að þegar hann hafi farið að leita móður sinnar hafi miklu fleiri upplýsingar legið fyrir um hana heldur en föður hans núna. Tilfinningaþrungnir endurfundir „Það var mikið grátið og það var rosalega tilfinningaþrungið. Maður hitti mömmu, og svo kemur systirin, og svo kemur bróðirinn. Þetta var allt á innan við klukkustund að maður komst að því að maður ætti systkini líka,“ segir Óðinn um stundina þegar hann hitti fjölskyldu sína í Indónesíu. Leitar líka að tökumanni Líkt og áður segir leitar Óðinn ekki bara að blóðföður sínum, heldur einnig að myndatökumanni. Hann vill að sá hinn sami fari með sér í ferðalagið til Indónesíu og fylgist með leitinni. Kvikmyndatökumaðurinn myndi fá frítt uppihald og flug til Indónesíu, og fá að upplifa ævintýrið með Óðni. Hann býst við því að vera úti í tvo til þrjá mánuði. Starfskröfurnar eru þær að tökumaðurinn kunni á myndavél, dróna og upptökuvél. Óðinn vonast bæði til þess að geta tekið upp það þegar hann finnur blóðföður sinn, og líka þegar hann ferðast ásamt fjölskyldu sinni frá Indónesíu til Íslands og kynnir hana fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Íslendingar erlendis Leitin að upprunanum Indónesía Ferðalög Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjallað var um þetta fyrirhugaða ferðalag Óðins, sem á að hefjast í desember, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður um hvort hann væri með einhverjar vísbendingar um föðurinn svarar Óðinn neitandi. Hann hafi farið til Indónesíu árið 2015, verið þar í tvö ár og fundið blóðmóður sína. „Ég ætla að fara dýpra í málið varðandi hana. Ég ætla að spyrja hana spurninga sem ég spurði ekki þá,“ segir Óðinn sem segist ekki hafa viljað spyrja blóðmóður sína út í föður sinn þegar hann hitti hana þá. „Ég vildi nú ekki spyrja hana á þessu augnabliki. Þegar þú hittir strákinn þinn á þessu augnabliki eftir 32 ár, þá held ég að það sé ekki gott að spyrja að þessu,“ bætir hann við. Óðinn útskýrir að þegar hann hafi farið að leita móður sinnar hafi miklu fleiri upplýsingar legið fyrir um hana heldur en föður hans núna. Tilfinningaþrungnir endurfundir „Það var mikið grátið og það var rosalega tilfinningaþrungið. Maður hitti mömmu, og svo kemur systirin, og svo kemur bróðirinn. Þetta var allt á innan við klukkustund að maður komst að því að maður ætti systkini líka,“ segir Óðinn um stundina þegar hann hitti fjölskyldu sína í Indónesíu. Leitar líka að tökumanni Líkt og áður segir leitar Óðinn ekki bara að blóðföður sínum, heldur einnig að myndatökumanni. Hann vill að sá hinn sami fari með sér í ferðalagið til Indónesíu og fylgist með leitinni. Kvikmyndatökumaðurinn myndi fá frítt uppihald og flug til Indónesíu, og fá að upplifa ævintýrið með Óðni. Hann býst við því að vera úti í tvo til þrjá mánuði. Starfskröfurnar eru þær að tökumaðurinn kunni á myndavél, dróna og upptökuvél. Óðinn vonast bæði til þess að geta tekið upp það þegar hann finnur blóðföður sinn, og líka þegar hann ferðast ásamt fjölskyldu sinni frá Indónesíu til Íslands og kynnir hana fyrir fjölskyldunni á Íslandi.
Íslendingar erlendis Leitin að upprunanum Indónesía Ferðalög Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira