Ætlar til Indónesíu að leita föður síns án nokkurra vísbendinga Jón Þór Stefánsson skrifar 30. október 2023 22:09 Óðinn, sem er frá Akureyri, ætlar að leita blóðföður síns á Indónesíu. Hann vill fá kvikmyndatökumann með sér sem myndi fá flug og frítt uppihald á meðann á ferðinni stendur. Samsett/Jón Þór/EPA Óðinn Eddy Viðarsson, 43 ára Akureyringur, ætlar sér að fara til Indónesíu til að leita að blóðföður sínum og vill fá með sér tökumann til að fara með sér á ferðalag til að kvikmynda ferðalag sitt og leitina að föðurnum. Fjallað var um þetta fyrirhugaða ferðalag Óðins, sem á að hefjast í desember, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður um hvort hann væri með einhverjar vísbendingar um föðurinn svarar Óðinn neitandi. Hann hafi farið til Indónesíu árið 2015, verið þar í tvö ár og fundið blóðmóður sína. „Ég ætla að fara dýpra í málið varðandi hana. Ég ætla að spyrja hana spurninga sem ég spurði ekki þá,“ segir Óðinn sem segist ekki hafa viljað spyrja blóðmóður sína út í föður sinn þegar hann hitti hana þá. „Ég vildi nú ekki spyrja hana á þessu augnabliki. Þegar þú hittir strákinn þinn á þessu augnabliki eftir 32 ár, þá held ég að það sé ekki gott að spyrja að þessu,“ bætir hann við. Óðinn útskýrir að þegar hann hafi farið að leita móður sinnar hafi miklu fleiri upplýsingar legið fyrir um hana heldur en föður hans núna. Tilfinningaþrungnir endurfundir „Það var mikið grátið og það var rosalega tilfinningaþrungið. Maður hitti mömmu, og svo kemur systirin, og svo kemur bróðirinn. Þetta var allt á innan við klukkustund að maður komst að því að maður ætti systkini líka,“ segir Óðinn um stundina þegar hann hitti fjölskyldu sína í Indónesíu. Leitar líka að tökumanni Líkt og áður segir leitar Óðinn ekki bara að blóðföður sínum, heldur einnig að myndatökumanni. Hann vill að sá hinn sami fari með sér í ferðalagið til Indónesíu og fylgist með leitinni. Kvikmyndatökumaðurinn myndi fá frítt uppihald og flug til Indónesíu, og fá að upplifa ævintýrið með Óðni. Hann býst við því að vera úti í tvo til þrjá mánuði. Starfskröfurnar eru þær að tökumaðurinn kunni á myndavél, dróna og upptökuvél. Óðinn vonast bæði til þess að geta tekið upp það þegar hann finnur blóðföður sinn, og líka þegar hann ferðast ásamt fjölskyldu sinni frá Indónesíu til Íslands og kynnir hana fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Íslendingar erlendis Leitin að upprunanum Indónesía Ferðalög Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Fjallað var um þetta fyrirhugaða ferðalag Óðins, sem á að hefjast í desember, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður um hvort hann væri með einhverjar vísbendingar um föðurinn svarar Óðinn neitandi. Hann hafi farið til Indónesíu árið 2015, verið þar í tvö ár og fundið blóðmóður sína. „Ég ætla að fara dýpra í málið varðandi hana. Ég ætla að spyrja hana spurninga sem ég spurði ekki þá,“ segir Óðinn sem segist ekki hafa viljað spyrja blóðmóður sína út í föður sinn þegar hann hitti hana þá. „Ég vildi nú ekki spyrja hana á þessu augnabliki. Þegar þú hittir strákinn þinn á þessu augnabliki eftir 32 ár, þá held ég að það sé ekki gott að spyrja að þessu,“ bætir hann við. Óðinn útskýrir að þegar hann hafi farið að leita móður sinnar hafi miklu fleiri upplýsingar legið fyrir um hana heldur en föður hans núna. Tilfinningaþrungnir endurfundir „Það var mikið grátið og það var rosalega tilfinningaþrungið. Maður hitti mömmu, og svo kemur systirin, og svo kemur bróðirinn. Þetta var allt á innan við klukkustund að maður komst að því að maður ætti systkini líka,“ segir Óðinn um stundina þegar hann hitti fjölskyldu sína í Indónesíu. Leitar líka að tökumanni Líkt og áður segir leitar Óðinn ekki bara að blóðföður sínum, heldur einnig að myndatökumanni. Hann vill að sá hinn sami fari með sér í ferðalagið til Indónesíu og fylgist með leitinni. Kvikmyndatökumaðurinn myndi fá frítt uppihald og flug til Indónesíu, og fá að upplifa ævintýrið með Óðni. Hann býst við því að vera úti í tvo til þrjá mánuði. Starfskröfurnar eru þær að tökumaðurinn kunni á myndavél, dróna og upptökuvél. Óðinn vonast bæði til þess að geta tekið upp það þegar hann finnur blóðföður sinn, og líka þegar hann ferðast ásamt fjölskyldu sinni frá Indónesíu til Íslands og kynnir hana fyrir fjölskyldunni á Íslandi.
Íslendingar erlendis Leitin að upprunanum Indónesía Ferðalög Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent