Spilaði í þriðju deild fyrir tveimur árum en er núna þriðja besta fótboltakona heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 16:30 Salma Paralluelo smellir kossi á heimsmeistarabikarinn. getty/Marc Atkins Uppgangur spænsku fótboltakonunnar Sölmu Paralluelo undanfarin ár hefur verið með ólíkindum. Paralluelo var í 3. sæti í kjörinu á Gullboltanum sem er veittur besta leikmanni heims. Samherji Paralluelos í Barcelona og spænska landsliðinu, Aitana Bonmatí, fékk Gullboltann sem var veittur við hátíðlega athöfn í gær. Fyrir tveimur árum spilaði Paralluelo með Villarreal í spænsku C-deildinni. Þá var eflaust erfitt að sjá fyrir að hún yrði ein af bestu fótboltakonum heims í dag. Reyndar var ekki ljóst hvort Paralluelo yrði fótboltakona eða myndi leggja frjálsar íþróttir fyrir sig. Hún var nefnilega stórefnilegur spretthlaupari og keppti meðal annars á EM innanhúss 2019, næstyngst allra í sögu mótsins. En fótboltinn varð fyrir valinu hjá Paralluelo sem gekk í raðir Barcelona í fyrra og varð spænskur meistari og Evrópumeistari með liðinu á síðasta tímabili. Ekki nóg með það heldur átti hún stóran þátt í því að Spánverjar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í sumar. Paralluelo skoraði meðal annars markið sem tryggði Spáni sæti í úrslitaleik HM. Hún var svo valin besti ungi leikmaður HM. 2021: Salma Paralluelo played for Villareal CF in the third-tier Spanish women s football league.2023: Salma Paralluelo ends 3rd in the Ballon d Or ranking.The future is bright for the Spain and Barcelona 19-year-old star. pic.twitter.com/TgZKjBY07Y— Attacking Third (@AttackingThird) October 30, 2023 Paralluelo er aðeins nítján ára og framtíðin virðist óhemju björt hjá þessari frábæru fótboltakonu. Hún hefur skorað átta mörk í fjórtán landsleikjum en mörkin og leikirnir fyrir landsliðið eiga væntanlega eftir að verða miklu fleiri. Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Paralluelo var í 3. sæti í kjörinu á Gullboltanum sem er veittur besta leikmanni heims. Samherji Paralluelos í Barcelona og spænska landsliðinu, Aitana Bonmatí, fékk Gullboltann sem var veittur við hátíðlega athöfn í gær. Fyrir tveimur árum spilaði Paralluelo með Villarreal í spænsku C-deildinni. Þá var eflaust erfitt að sjá fyrir að hún yrði ein af bestu fótboltakonum heims í dag. Reyndar var ekki ljóst hvort Paralluelo yrði fótboltakona eða myndi leggja frjálsar íþróttir fyrir sig. Hún var nefnilega stórefnilegur spretthlaupari og keppti meðal annars á EM innanhúss 2019, næstyngst allra í sögu mótsins. En fótboltinn varð fyrir valinu hjá Paralluelo sem gekk í raðir Barcelona í fyrra og varð spænskur meistari og Evrópumeistari með liðinu á síðasta tímabili. Ekki nóg með það heldur átti hún stóran þátt í því að Spánverjar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í sumar. Paralluelo skoraði meðal annars markið sem tryggði Spáni sæti í úrslitaleik HM. Hún var svo valin besti ungi leikmaður HM. 2021: Salma Paralluelo played for Villareal CF in the third-tier Spanish women s football league.2023: Salma Paralluelo ends 3rd in the Ballon d Or ranking.The future is bright for the Spain and Barcelona 19-year-old star. pic.twitter.com/TgZKjBY07Y— Attacking Third (@AttackingThird) October 30, 2023 Paralluelo er aðeins nítján ára og framtíðin virðist óhemju björt hjá þessari frábæru fótboltakonu. Hún hefur skorað átta mörk í fjórtán landsleikjum en mörkin og leikirnir fyrir landsliðið eiga væntanlega eftir að verða miklu fleiri.
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira