Íshokkíheimurinn í áfalli eftir banaslys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 08:00 Leikmenn Anaheim Ducks og Pittsburgh Penguins minnast hér Adam Johnson sem lést eftir slys í leik í Bretlandi. Getty/Harrison Barden Banaslys á íshokkívelli um síðustu helgi gæti breytt ýmsu þegar kemur að öryggismálum í íþróttinni. Þetta segir framkvæmdarstjóri Íshokkísambandsins. Viðar Garðarsson tekur við sem framkvæmdarstjóri sambandsins í dag, 1. nóvember 2023, en hefur verið formaður þess undanfarið. Skarst á hálsi og lést Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardaginn eftir að hann að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannsóknar. „Þetta er gríðarlegt áfall og mikil sorg um allan heim. Við hér heima, varaformaður okkar og formaður dómaranefndar [Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir] sem er sami einstaklingurinn, hún sendi út beiðni til félaga og dómara að fylgjast betur með því að leikmenn noti allan öryggisbúnað sem reglur okkar kveða á um,“ sagði Viðar Garðarsson. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust „Þar á meðal er hálshlíf. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust hjá öllum sem eru tuttugu ára og yngri,“ sagði Viðar. Væri kannski ráð að það notuðu allir hálshlíf þegar þeir væru að spila íshokkí? „Ég veit það að breska sambandið, eftir þetta hræðilega slys, var að gefa út tilkynningu í gær um það að þeir stefni á það að allir noti hálfshlíf. Gera það að skyldu frá og með næstu áramótum,“ sagði Viðar. „Ég á frekar von á því að við fylgjum eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Það er Norðurlandafundur í byrjun næsta árs og ég efast ekki um að þetta verði eitt af þeim málum sem verða tekin til umræðu þar,“ sagði Viðar. Gríðarlega vel varðir Hann segir að almennt séu íshokkí-leikmenn gríðarlega vel varðir. „Þeir eru í brynjum og þeir eru í sérgerðum buxum, þeir eru með þykkar legghlífar og hálshlíf. Það er þannig að meiðslatíðni í íshokkí er mjög lág miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Viðar. „Þegar það verða meiðsli eru þau í alvarlegri kantinum. Það er neikvæða hliðin en jákvæða hliðin er að við þekkjum mjög lítið þessi meiðsli sem er að hrjá boltaíþróttirnar eins og slit á krossböndum og fleira í þeim dúr,“ sagði Viðar. Svona slys ætti samt að hafa áhrif á alheimsíshokkíið. „Já, algjörlega. Ég held að þetta verði til umræðu um allan heim næstu vikurnar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort fleiri landssambönd muni fylgja Bretum og gera þetta að skyldu í öllum aldursflokkum,“ sagði Viðar eins og sjá má hér fyrir ofan. Íshokkí Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45 „Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36 Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Viðar Garðarsson tekur við sem framkvæmdarstjóri sambandsins í dag, 1. nóvember 2023, en hefur verið formaður þess undanfarið. Skarst á hálsi og lést Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardaginn eftir að hann að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannsóknar. „Þetta er gríðarlegt áfall og mikil sorg um allan heim. Við hér heima, varaformaður okkar og formaður dómaranefndar [Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir] sem er sami einstaklingurinn, hún sendi út beiðni til félaga og dómara að fylgjast betur með því að leikmenn noti allan öryggisbúnað sem reglur okkar kveða á um,“ sagði Viðar Garðarsson. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust „Þar á meðal er hálshlíf. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust hjá öllum sem eru tuttugu ára og yngri,“ sagði Viðar. Væri kannski ráð að það notuðu allir hálshlíf þegar þeir væru að spila íshokkí? „Ég veit það að breska sambandið, eftir þetta hræðilega slys, var að gefa út tilkynningu í gær um það að þeir stefni á það að allir noti hálfshlíf. Gera það að skyldu frá og með næstu áramótum,“ sagði Viðar. „Ég á frekar von á því að við fylgjum eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Það er Norðurlandafundur í byrjun næsta árs og ég efast ekki um að þetta verði eitt af þeim málum sem verða tekin til umræðu þar,“ sagði Viðar. Gríðarlega vel varðir Hann segir að almennt séu íshokkí-leikmenn gríðarlega vel varðir. „Þeir eru í brynjum og þeir eru í sérgerðum buxum, þeir eru með þykkar legghlífar og hálshlíf. Það er þannig að meiðslatíðni í íshokkí er mjög lág miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Viðar. „Þegar það verða meiðsli eru þau í alvarlegri kantinum. Það er neikvæða hliðin en jákvæða hliðin er að við þekkjum mjög lítið þessi meiðsli sem er að hrjá boltaíþróttirnar eins og slit á krossböndum og fleira í þeim dúr,“ sagði Viðar. Svona slys ætti samt að hafa áhrif á alheimsíshokkíið. „Já, algjörlega. Ég held að þetta verði til umræðu um allan heim næstu vikurnar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort fleiri landssambönd muni fylgja Bretum og gera þetta að skyldu í öllum aldursflokkum,“ sagði Viðar eins og sjá má hér fyrir ofan.
Íshokkí Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45 „Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36 Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45
„Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36
Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43