Stefán ætlar að hætta sem útvarpsstjóri Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 09:09 Stefán Eiríksson tilkynnti í morguna, í viðtali á Bítinu, nokkuð óvænt að hann hyggðist hætta um leið og skipunartími hans rennur út. rúv Stefán Eiríksson hættir sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans hefur lokið. Skipunartími hans eru fimm ár þannig að hann lætur af störfum eftir um það bil eitt og hálft ár. Stefán var gestur í Bítinu í morgun og greindi frá þessu. Talsvert gekk á þegar Stefán var skipaður en hann gegndi þá stöðu borgarritara. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. var búin að þrengja hringinn niður í fimm. Aðrir kandídatar voru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Ég hef hugsað þetta þannig. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í samtali við Bítisfólkið. Gagnrýni á RÚV ohf. fer stöðugt harðandi. Ljóst er að mörgum þykir stofnunin taka allt of mikið til sín og hefur meðal annars Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra verið duglegur að benda á þetta. „Fjölmiðlar eru orðnir nokkuð þungur baggi fyrir skattgreiðendur. Þeir láta af hendi á sjöunda milljarð til RÚV á hverju ári, sem nemur nokkrum hjúkrunarheimilum,“ skrifar Brynjar meðal annars í nýrri Facebook-færslu. Og telur skattgreiðendur ekki vera að fá mikið fyrir sinn snúð. „Á RÚV fáum við að vísu gamla þætti úr safni sjónvarpsins sem sýna stemningu liðinna tíma. Má flokka þá undir menningarverðmæti og eru bæði fróðleikur og ágætis skemmtun. Þá er að finna þar skemmtiþætti þar sem stjórnandinn fær vini og félaga í heimsókn og helst þá sem geta talað illa um aðra og upphafið sjálfa sig um leið. Þess á milli reynir þáttastjórnandinn að niðurlægja eða gera lítið úr þeim sem eru honum ekki þóknanlegir á hverjum tíma og hlær mest sjálfur.“ Yfirleitt sitja menn lengur en sem nemur einu skipunartímabili og víst er að þetta verður olía á eld samsæriskenningasmiða svo sem Páls Vilhjálmssonar bloggara og framhaldsskólakennara sem hefur verið með RÚV á perunni lengi Fjölmiðlar Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Sjá meira
Stefán var gestur í Bítinu í morgun og greindi frá þessu. Talsvert gekk á þegar Stefán var skipaður en hann gegndi þá stöðu borgarritara. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. var búin að þrengja hringinn niður í fimm. Aðrir kandídatar voru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Ég hef hugsað þetta þannig. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í samtali við Bítisfólkið. Gagnrýni á RÚV ohf. fer stöðugt harðandi. Ljóst er að mörgum þykir stofnunin taka allt of mikið til sín og hefur meðal annars Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra verið duglegur að benda á þetta. „Fjölmiðlar eru orðnir nokkuð þungur baggi fyrir skattgreiðendur. Þeir láta af hendi á sjöunda milljarð til RÚV á hverju ári, sem nemur nokkrum hjúkrunarheimilum,“ skrifar Brynjar meðal annars í nýrri Facebook-færslu. Og telur skattgreiðendur ekki vera að fá mikið fyrir sinn snúð. „Á RÚV fáum við að vísu gamla þætti úr safni sjónvarpsins sem sýna stemningu liðinna tíma. Má flokka þá undir menningarverðmæti og eru bæði fróðleikur og ágætis skemmtun. Þá er að finna þar skemmtiþætti þar sem stjórnandinn fær vini og félaga í heimsókn og helst þá sem geta talað illa um aðra og upphafið sjálfa sig um leið. Þess á milli reynir þáttastjórnandinn að niðurlægja eða gera lítið úr þeim sem eru honum ekki þóknanlegir á hverjum tíma og hlær mest sjálfur.“ Yfirleitt sitja menn lengur en sem nemur einu skipunartímabili og víst er að þetta verður olía á eld samsæriskenningasmiða svo sem Páls Vilhjálmssonar bloggara og framhaldsskólakennara sem hefur verið með RÚV á perunni lengi
Fjölmiðlar Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Sjá meira