„Langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 11:00 Ísak Bergmann Jóhannesson kann afar vel við sig í Düsseldorf. getty/Stefan Brauer Ísak Bergmann Jóhannesson nýtur lífsins út í ystu æsar hjá Fortuna Düsseldorf. Hann vonast til að spila með liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Eftir að hafa fengið fá tækifæri með FC Kaupmannahöfn framan af árinu lánuðu dönsku meistararnir Ísak til þýska B-deildarliðsins Düsseldorf í haust. Og þar hefur allt gengið eins og í sögu. Ísak skoraði til að mynda þrennu þegar Düsseldorf sigraði Unterhaching, 3-6, í þýsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta voru ekki bara fyrstu mörk Ísaks fyrir Düsseldorf heldur einnig fyrstu mörk hans á árinu 2023. Skagamaðurinn hefur alls leikið tíu leiki með Düsseldorf, skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar. „Mér líður ótrúlega vel hérna og það er passað ótrúlega vel upp á okkur. Ég kom á sama tíma á láni og leikmaður frá Norwich City, Christos Tzolis, og okkur líður ótrúlega vel hérna og langar að hjálpa Düsseldorf. Okkur líður eins og við séum heima hjá okkur í Düsseldorf og þetta hefur farið vel af stað,“ sagði Ísak við Vísi í gær. Draumurinn að spila í úrvalsdeildinni Düsseldorf er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar og setur stefnuna á að komast upp í úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér væri slétt sama þótt ég myndi ekki skora eða leggja upp meira bara ef við færum upp. Draumurinn er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er ekki spurning,“ sagði Ísak. Ísak og félagar í Düsseldorf setja stefnuna á að vinna sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.getty/Matthias Balk Düsseldorf á forkaupsrétt á Ísaki og getur nýtt hann í nokkra mánuði í viðbót. „Þeir eiga forkaupsrétt á mér fram yfir önnur félög og geta nýtt þetta ákvæði fram á næsta sumar,“ sagði Skagamaðurinn sem vill helst fá tækifæri til að spila með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni sem er ein sú sterkasta í heimi. „Það væri draumurinn. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Ég hef fundið mjög góðan stað þar sem er passað mjög vel upp á mig og allt gert til að hjálpa mér. Mann langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel. Það er alveg ljóst,“ sagði Ísak að endingu. Þýski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira
Eftir að hafa fengið fá tækifæri með FC Kaupmannahöfn framan af árinu lánuðu dönsku meistararnir Ísak til þýska B-deildarliðsins Düsseldorf í haust. Og þar hefur allt gengið eins og í sögu. Ísak skoraði til að mynda þrennu þegar Düsseldorf sigraði Unterhaching, 3-6, í þýsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta voru ekki bara fyrstu mörk Ísaks fyrir Düsseldorf heldur einnig fyrstu mörk hans á árinu 2023. Skagamaðurinn hefur alls leikið tíu leiki með Düsseldorf, skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar. „Mér líður ótrúlega vel hérna og það er passað ótrúlega vel upp á okkur. Ég kom á sama tíma á láni og leikmaður frá Norwich City, Christos Tzolis, og okkur líður ótrúlega vel hérna og langar að hjálpa Düsseldorf. Okkur líður eins og við séum heima hjá okkur í Düsseldorf og þetta hefur farið vel af stað,“ sagði Ísak við Vísi í gær. Draumurinn að spila í úrvalsdeildinni Düsseldorf er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar og setur stefnuna á að komast upp í úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér væri slétt sama þótt ég myndi ekki skora eða leggja upp meira bara ef við færum upp. Draumurinn er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er ekki spurning,“ sagði Ísak. Ísak og félagar í Düsseldorf setja stefnuna á að vinna sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.getty/Matthias Balk Düsseldorf á forkaupsrétt á Ísaki og getur nýtt hann í nokkra mánuði í viðbót. „Þeir eiga forkaupsrétt á mér fram yfir önnur félög og geta nýtt þetta ákvæði fram á næsta sumar,“ sagði Skagamaðurinn sem vill helst fá tækifæri til að spila með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni sem er ein sú sterkasta í heimi. „Það væri draumurinn. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Ég hef fundið mjög góðan stað þar sem er passað mjög vel upp á mig og allt gert til að hjálpa mér. Mann langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel. Það er alveg ljóst,“ sagði Ísak að endingu.
Þýski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira