Fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinand á leik United Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 17:46 Rio Ferdinand að störfum á leik í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Getty Stuðningsmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur verið fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinad þegar sá síðarnefndi var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport. Kviðdómur við krúnudómstólinn í Wolverhampton var einróma í afstöðu sinni gagnvart Jamie Arnold, þrjátíu og tveggja ára stuðningsmanni Wolves. Arnold var fundinn sekur um að hafa viðhaft rasískt látbragð gagnvart Ferdinand sem og ummæli af rasískum toga. Ferdinand var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport á leik Wolves og Manchester United þann 21. maí 2021. Leikurinn var sá fyrsti þar sem áhorfendur voru leyfðir eftir takmarkanir vegna kórónuveirunnar. Ferdinand fagnaði þá marki United í leiknum og svaraði Arnold með því að beina rasísku látbragði í átt að Ferdinand og í kjölfarið nota orð af sama meiði. Ferdinand sjálfur hvorki heyrði né sá það sem átti sér stað en var bent á hvað hefði gerst. Fyrir rétti sagði Ferdinand að hann hefði bæði orðið hissa og komist í uppnám þegar honum var sagt frá atvikinu. „Ég vissi um leið og ég gerði þetta“ Fimm einstaklingar báru vitni fyrir réttinum og þá var einnig hægt að sjá athæfi Arnold á öryggismyndavélum á vellinum. Þar sást Arnold gera sömu hreyfingu á nýjan leik en fyrir rétti sagðist hann þá hafa verið að sýna föður sínum hvað hann hafði gert. Á myndavél lögreglumanns sem handtók Arnold mátti heyra hann segja „Ég vissi um leið og ég gerði þetta, ég var algjör...,“ en lokaorð setningarinnar eru ekki birt í frétt Skysports um málið. I ve been involved in a Court case at Wolverhampton since MAY 2021, today the guy who racially abused me has been found GUILTY & will now have to face consequences for his actions.Racism will only be eradicated when we all work together as a society!The prosecution wouldn t pic.twitter.com/mzgXrFYXYg— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 1, 2023 Ákvörðun refsingar Arnold hefur verið frestað þar til í næsta mánuði á meðan beðið er skýrslu frá skilorðsnefnd en hann á að mæta aftur fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. „Herra Arnold viðhafði viðbjóðslega rasíska tilburði gagnvart fórnarlambi sem var bara að vinna vinnuna sína. Ég vil þakka starfsmönnum vallarins sem voru fljót að bera kennsl á og fjarlægja Arnold af vellinum á leikdegi. Þá vil ég líka þakka Herra Ferdinand og vitnum sem voru fljót að stíga fram og hjálpuðu okkur að leggja fram pottþétt dómsmál.“ sagði Alistair Redford aðalsaksóknari í málinu. Kynþáttafordómar Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Kviðdómur við krúnudómstólinn í Wolverhampton var einróma í afstöðu sinni gagnvart Jamie Arnold, þrjátíu og tveggja ára stuðningsmanni Wolves. Arnold var fundinn sekur um að hafa viðhaft rasískt látbragð gagnvart Ferdinand sem og ummæli af rasískum toga. Ferdinand var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport á leik Wolves og Manchester United þann 21. maí 2021. Leikurinn var sá fyrsti þar sem áhorfendur voru leyfðir eftir takmarkanir vegna kórónuveirunnar. Ferdinand fagnaði þá marki United í leiknum og svaraði Arnold með því að beina rasísku látbragði í átt að Ferdinand og í kjölfarið nota orð af sama meiði. Ferdinand sjálfur hvorki heyrði né sá það sem átti sér stað en var bent á hvað hefði gerst. Fyrir rétti sagði Ferdinand að hann hefði bæði orðið hissa og komist í uppnám þegar honum var sagt frá atvikinu. „Ég vissi um leið og ég gerði þetta“ Fimm einstaklingar báru vitni fyrir réttinum og þá var einnig hægt að sjá athæfi Arnold á öryggismyndavélum á vellinum. Þar sást Arnold gera sömu hreyfingu á nýjan leik en fyrir rétti sagðist hann þá hafa verið að sýna föður sínum hvað hann hafði gert. Á myndavél lögreglumanns sem handtók Arnold mátti heyra hann segja „Ég vissi um leið og ég gerði þetta, ég var algjör...,“ en lokaorð setningarinnar eru ekki birt í frétt Skysports um málið. I ve been involved in a Court case at Wolverhampton since MAY 2021, today the guy who racially abused me has been found GUILTY & will now have to face consequences for his actions.Racism will only be eradicated when we all work together as a society!The prosecution wouldn t pic.twitter.com/mzgXrFYXYg— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 1, 2023 Ákvörðun refsingar Arnold hefur verið frestað þar til í næsta mánuði á meðan beðið er skýrslu frá skilorðsnefnd en hann á að mæta aftur fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. „Herra Arnold viðhafði viðbjóðslega rasíska tilburði gagnvart fórnarlambi sem var bara að vinna vinnuna sína. Ég vil þakka starfsmönnum vallarins sem voru fljót að bera kennsl á og fjarlægja Arnold af vellinum á leikdegi. Þá vil ég líka þakka Herra Ferdinand og vitnum sem voru fljót að stíga fram og hjálpuðu okkur að leggja fram pottþétt dómsmál.“ sagði Alistair Redford aðalsaksóknari í málinu.
Kynþáttafordómar Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira