Stigahæsta íslenska stelpan í deildinni ekki valin í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 09:30 Kolbrún María Ármannsdóttir er aðeins fimmtán ára gömul en hefur farið á kostum í Subway deild kvenna í vetur. S2 Sport Körfuboltakvöld fór aðeins yfir nýjasta landsliðsvalið í gær en Subway deild kvenna er á leiðinni í smá hlé vegna landsliðsverkefna. Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar tóku sérstaklega fyrir að gengið er fram hjá stigahæsta íslenska leikmanni deildarinnar en það er aftur á móti kallað á Helenu Sverrisdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur eftir langvinn meiðsli. „Það er búið að velja landsliðið en hópurinn var því miður ekki tilkynntur áður en þátturinn fór í loftið. Honum verður líklega laumað út í skjóli nætur en við höfum viðað að okkur upplýsingum um hverjir séu í hópnum,“ sagði Hörður, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við heyrðum út undan okkur að Helena Sverrisdóttir hafi verið valin í landsliðshópinn fyrir þetta komandi verkefni þar sem eru leikir á móti Tyrklandi og Rúmeníu, tveimur mjög sterkum körfuboltaþjóðum. Bryndís, þín fyrstu viðbrögð að heyra það að Helena sé komin aftur í landsliðið?“ spurði Hörður. Finnst smá skrýtið að velja Helenu „Mér finnst það smá skrýtið miðað við að hún er varla búin að spila á heilum velli. Það sem maður heyrði frá þjálfurum Hauka er að þær eru nánast bara búnar að vera á hálfum velli. Svo ef við horfum á það hver hún er þá er kannski ekki mikið annað í boði akkúrat á þessari stundu og þeir vilja fá mjög mikla reynslu inn í liðið,“ sagð Bryndís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Helenu vantar einn leik til að slá landsleikjametið. „Mér finnst þetta smá svo að hún nái þessu meti. Hvort hún sé að fara að spila mikið veit ég ekki,“ sagði Bryndís. Væri svekkt sem þjálfari Hauka Bryndís setti sig í spor þjálfara Hauka og meðlima í stjórn Hauka. „Það er búið að vera að reyna að koma henni af stað og hún er búin að vera í mikilli endurhæfingu til að laga á sér hnéð. Hún fer í þessa landsleiki og svo mætir hún kannski ekki aftur á æfingu hjá Haukum fyrr en í febrúar. Ég væri pínu svekkt ef ég væri Haukaþjálfarinn eða í stjórn Hauka. Auðvitað er alltaf gott að hafa hana í liðinu,“ sagði Bryndís. „Það er það sem Benni (Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er að horfa á er að hún kemur með gríðarlega reynslu inn í þetta lið. Það á eftir að koma í ljós hvað hún er að fara að spila mikið,“ sagði Bryndís. Fjórar af fimm stigahæstu í hópnum Hörður sýndi lista yfir fimm stigahæstu íslensku stelpurnar í deildinni. „Af þessum fimm eru fjórar í þessum hóp. Thelma Dís, Birna Ben, Jana Fals og Tinna Guðrún. En ekki sú sem er stigahæst,“ sagði Hörður. Stjörnustelpan Kolbrún María Ármannsdóttir er búin að skora 18,3 stig að meðaltali í fyrstu sjö leikjum nýliðanna í Subway deildinni og varð sú yngsta í sögunni til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. „Ef að þetta er rétt þá finnst mér mjög athyglisvert að Kolbrún hafi ekki verið valin í lokahópinn. Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg. Við erum búin að vera að tala um hana í hverjum þættinum á fætur öðrum. Hún er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni, er að skila ótrúlegum tölum og sýna okkur ofboðslega fallega takta á vellinum. Að mínu mati hefði hún klárlega átt að vera í tólf manna hóp,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um landsliðsval Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira
Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar tóku sérstaklega fyrir að gengið er fram hjá stigahæsta íslenska leikmanni deildarinnar en það er aftur á móti kallað á Helenu Sverrisdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur eftir langvinn meiðsli. „Það er búið að velja landsliðið en hópurinn var því miður ekki tilkynntur áður en þátturinn fór í loftið. Honum verður líklega laumað út í skjóli nætur en við höfum viðað að okkur upplýsingum um hverjir séu í hópnum,“ sagði Hörður, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við heyrðum út undan okkur að Helena Sverrisdóttir hafi verið valin í landsliðshópinn fyrir þetta komandi verkefni þar sem eru leikir á móti Tyrklandi og Rúmeníu, tveimur mjög sterkum körfuboltaþjóðum. Bryndís, þín fyrstu viðbrögð að heyra það að Helena sé komin aftur í landsliðið?“ spurði Hörður. Finnst smá skrýtið að velja Helenu „Mér finnst það smá skrýtið miðað við að hún er varla búin að spila á heilum velli. Það sem maður heyrði frá þjálfurum Hauka er að þær eru nánast bara búnar að vera á hálfum velli. Svo ef við horfum á það hver hún er þá er kannski ekki mikið annað í boði akkúrat á þessari stundu og þeir vilja fá mjög mikla reynslu inn í liðið,“ sagð Bryndís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Helenu vantar einn leik til að slá landsleikjametið. „Mér finnst þetta smá svo að hún nái þessu meti. Hvort hún sé að fara að spila mikið veit ég ekki,“ sagði Bryndís. Væri svekkt sem þjálfari Hauka Bryndís setti sig í spor þjálfara Hauka og meðlima í stjórn Hauka. „Það er búið að vera að reyna að koma henni af stað og hún er búin að vera í mikilli endurhæfingu til að laga á sér hnéð. Hún fer í þessa landsleiki og svo mætir hún kannski ekki aftur á æfingu hjá Haukum fyrr en í febrúar. Ég væri pínu svekkt ef ég væri Haukaþjálfarinn eða í stjórn Hauka. Auðvitað er alltaf gott að hafa hana í liðinu,“ sagði Bryndís. „Það er það sem Benni (Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er að horfa á er að hún kemur með gríðarlega reynslu inn í þetta lið. Það á eftir að koma í ljós hvað hún er að fara að spila mikið,“ sagði Bryndís. Fjórar af fimm stigahæstu í hópnum Hörður sýndi lista yfir fimm stigahæstu íslensku stelpurnar í deildinni. „Af þessum fimm eru fjórar í þessum hóp. Thelma Dís, Birna Ben, Jana Fals og Tinna Guðrún. En ekki sú sem er stigahæst,“ sagði Hörður. Stjörnustelpan Kolbrún María Ármannsdóttir er búin að skora 18,3 stig að meðaltali í fyrstu sjö leikjum nýliðanna í Subway deildinni og varð sú yngsta í sögunni til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. „Ef að þetta er rétt þá finnst mér mjög athyglisvert að Kolbrún hafi ekki verið valin í lokahópinn. Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg. Við erum búin að vera að tala um hana í hverjum þættinum á fætur öðrum. Hún er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni, er að skila ótrúlegum tölum og sýna okkur ofboðslega fallega takta á vellinum. Að mínu mati hefði hún klárlega átt að vera í tólf manna hóp,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um landsliðsval
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira