„Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 16:01 Arnar Pétursson stýrir hér leik með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti í gær hópinn sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í nóvember og desember. Íslenska liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í tólf ár (Brasilía 2011) en liðið tók síðast þátt á stórmóti á EM í Serbíu 2012. Íslensku stelpurnar spila í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Arnar valdi átján leikmenn í lokahóp sinn. Stefán Árni Pálsson fjallaði um liðsvalið í kvöldfréttum Stöðvar tvö og spurði Arnar út í þá ákvörðun sína að velja bara tvo markmenn í hópinn, þær Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Hafdísi Renötudóttur. Oftast eru þrír markmenn valdir í landsliðshópa á stórmótum. „Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum. Við lítum á það þannig að það er stutt yfir til Noregs því við erum sem betur fer ekki að fara langt að þessu sinni. Við getum því brugðist við með mjög skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Arnar Pétursson. „Ég er búinn að ræða það við Söru Sif (Helgadóttur) að vera til taks hérna heima ef eitthvað kemur upp á. Hún kemur þá bara yfir mjög auðveldlega ef á þarf að halda,“ sagði Arnar. Íslenska liðið tekur þátt í æfingamóti í Noregi fyrir mótið og mætir þar meðal annars Angóla sem er með Íslandi í riðli. Arnar segist ekki hafa áhyggjur af því að sýna öll spilin gegn Angóla á því móti. „Við fengum boð í þetta mót og þær eru þarna. Í staðinn fyrir að fara í tvo æfingarleiki við Noreg-b þá tókum við þess ákvörðun þó að Angóla sé þarna. Ég held að við höfum bara mjög gott af því að fá alla þessa alvöru leiki sem við erum að fara út í og það sé gott skref á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Arnar. Arnar hlýtur samt ætla að passa sig á því að sýna Angólabúum ekki alla ásana í undirbúningsleiknum. „Við erum alveg búin að hugsa það hvernig við mætum þeim. Ég lít frekar á það þannig að við séum að fara inn í þetta mót og þessa undirbúningsleiki til að prufa og spila okkar leik eins vel og við getum,“ sagði Arnar. En á íslenska liðið möguleika á því að komast upp úr þessum riðli? „Auðvitað er alltaf möguleiki en til þess þurfum við að ná góðum úrslitum á móti Frökkum, Slóvenum eða Angóla. Fyrir fram eru þessar þjóðir töluvert sterkari en við,“ sagði Arnar en það má sjá fréttina hér fyrir ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Íslenska liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í tólf ár (Brasilía 2011) en liðið tók síðast þátt á stórmóti á EM í Serbíu 2012. Íslensku stelpurnar spila í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Arnar valdi átján leikmenn í lokahóp sinn. Stefán Árni Pálsson fjallaði um liðsvalið í kvöldfréttum Stöðvar tvö og spurði Arnar út í þá ákvörðun sína að velja bara tvo markmenn í hópinn, þær Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Hafdísi Renötudóttur. Oftast eru þrír markmenn valdir í landsliðshópa á stórmótum. „Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum. Við lítum á það þannig að það er stutt yfir til Noregs því við erum sem betur fer ekki að fara langt að þessu sinni. Við getum því brugðist við með mjög skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Arnar Pétursson. „Ég er búinn að ræða það við Söru Sif (Helgadóttur) að vera til taks hérna heima ef eitthvað kemur upp á. Hún kemur þá bara yfir mjög auðveldlega ef á þarf að halda,“ sagði Arnar. Íslenska liðið tekur þátt í æfingamóti í Noregi fyrir mótið og mætir þar meðal annars Angóla sem er með Íslandi í riðli. Arnar segist ekki hafa áhyggjur af því að sýna öll spilin gegn Angóla á því móti. „Við fengum boð í þetta mót og þær eru þarna. Í staðinn fyrir að fara í tvo æfingarleiki við Noreg-b þá tókum við þess ákvörðun þó að Angóla sé þarna. Ég held að við höfum bara mjög gott af því að fá alla þessa alvöru leiki sem við erum að fara út í og það sé gott skref á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Arnar. Arnar hlýtur samt ætla að passa sig á því að sýna Angólabúum ekki alla ásana í undirbúningsleiknum. „Við erum alveg búin að hugsa það hvernig við mætum þeim. Ég lít frekar á það þannig að við séum að fara inn í þetta mót og þessa undirbúningsleiki til að prufa og spila okkar leik eins vel og við getum,“ sagði Arnar. En á íslenska liðið möguleika á því að komast upp úr þessum riðli? „Auðvitað er alltaf möguleiki en til þess þurfum við að ná góðum úrslitum á móti Frökkum, Slóvenum eða Angóla. Fyrir fram eru þessar þjóðir töluvert sterkari en við,“ sagði Arnar en það má sjá fréttina hér fyrir ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira