Sporhundurinn Alma kominn til starfa Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2023 23:18 Þórir þjálfari og Alma. Þjálfunin tekur um tvö ár. Vísir/Arnar Björgunarsveit Hafnarfjarðar fékk nýlega til liðs við sig sporhundinn Ölmu. Björgunarsveitin hefur verið með sporhunda síðan 1962 Alma er aðeins níu mánaða og telst því enn vera hvolpur. Hún hefur þjálfun sína í næstu viku og lýkur henni eftir um tvö ár. „Núna erum við með hana í umhverfisþjálfun, að þora að vera innan um farartæki og fólk. Svo þegar við byrjum á sporunum sem slíkum gengur þetta út á að láta hana spora og tengja saman lykt frá þeim týnda, við sporið,“ segir Þórir Sigurhansson sporhundaþjálfari hjá björgunarsveitinni. Þórir segir góðan árangur af notkun slíkra hunda við leit. Oft rammi þeir inn svæðið sem gott er að leita á. „Við reynum yfirleitt að byrja með þær ungar og hafa þær þannig að þær komi til landsins ekkert þjálfaðar. Þannig getum við mótað þær eftir okkar eigin höfði.“ Þórir segir hundana nýtast í allt að tíu ár í vinnu en búi áfram hjá björgunarsveitinni eftir það. Þau haldi áfram að sjá um hundana og haldi þeim í þjálfun. „Það er mjög stutt vinnuævi hjá þeim. Í kringum tíu ára aldur höfum við verið að gefa þeim lífeyri.“ Þórir segir alla hunda sem björgunarsveitin hafi verið með hafa verið innflutta, og alla nema einn vera tíkur. Eins og stendur er sveitin með þrjá hunda í vinnu. Alma á eftir að bæta á sig vöðva á meðan þjálfunin fer fram. Vísir/Arnar „Við erum sem sagt með einn sem er rúmlega sjö ára og kominn á seinni stigin. Við erum með eina sem er þriggja ára sem er okkar aðalhundur og svo erum við með hana Ölmu sem á að taka við í framtíðinni.“ Verkefnin eru fjölbreytt hjá hundunum en felast aðallega í því að leita að fólki. Stundum aðstoða þeir þó einnig við verkefni hjá lögreglunni. En fá þeir einhvern tímann frí, svona vinnuhundar? „Nei, þetta er þeirra líf. Þær eru fluttar inn í þetta. Ég er í fullu starfi við að sinna þessum hundum. Bæði að þær fái nóg af hreyfingu, þjálfun til að geta svarað ótrúlega ólíkum verkefnum sem við fáum.“ Björgunarsveitir Hundar Dýr Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Alma er aðeins níu mánaða og telst því enn vera hvolpur. Hún hefur þjálfun sína í næstu viku og lýkur henni eftir um tvö ár. „Núna erum við með hana í umhverfisþjálfun, að þora að vera innan um farartæki og fólk. Svo þegar við byrjum á sporunum sem slíkum gengur þetta út á að láta hana spora og tengja saman lykt frá þeim týnda, við sporið,“ segir Þórir Sigurhansson sporhundaþjálfari hjá björgunarsveitinni. Þórir segir góðan árangur af notkun slíkra hunda við leit. Oft rammi þeir inn svæðið sem gott er að leita á. „Við reynum yfirleitt að byrja með þær ungar og hafa þær þannig að þær komi til landsins ekkert þjálfaðar. Þannig getum við mótað þær eftir okkar eigin höfði.“ Þórir segir hundana nýtast í allt að tíu ár í vinnu en búi áfram hjá björgunarsveitinni eftir það. Þau haldi áfram að sjá um hundana og haldi þeim í þjálfun. „Það er mjög stutt vinnuævi hjá þeim. Í kringum tíu ára aldur höfum við verið að gefa þeim lífeyri.“ Þórir segir alla hunda sem björgunarsveitin hafi verið með hafa verið innflutta, og alla nema einn vera tíkur. Eins og stendur er sveitin með þrjá hunda í vinnu. Alma á eftir að bæta á sig vöðva á meðan þjálfunin fer fram. Vísir/Arnar „Við erum sem sagt með einn sem er rúmlega sjö ára og kominn á seinni stigin. Við erum með eina sem er þriggja ára sem er okkar aðalhundur og svo erum við með hana Ölmu sem á að taka við í framtíðinni.“ Verkefnin eru fjölbreytt hjá hundunum en felast aðallega í því að leita að fólki. Stundum aðstoða þeir þó einnig við verkefni hjá lögreglunni. En fá þeir einhvern tímann frí, svona vinnuhundar? „Nei, þetta er þeirra líf. Þær eru fluttar inn í þetta. Ég er í fullu starfi við að sinna þessum hundum. Bæði að þær fái nóg af hreyfingu, þjálfun til að geta svarað ótrúlega ólíkum verkefnum sem við fáum.“
Björgunarsveitir Hundar Dýr Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40