Wembanyama stórkostlegur í sigri á Suns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 06:25 Victor Wembanyama fer hér framhjá Kevin Durant í leiknum í nótt. AP/Rick Scuteri Nýliðinn Victor Wembanyama átti sinn fyrsta risaleik í nótt þegar San Antonio Spurs vann 132-121 sigur á Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta. Wembanyama skoraði 38 stig í leiknum og var líka mjög öflugur í lokin þegar það virtist sem að Spurs liðið væri að henda frá sér sigrinum. Wembanyama skoraði tíu stig á síðustu fjórum mínútum leiksins en allt Suns liðið skoraði bara fimm stig á sama tíma. EVERY HIGHLIGHT from Victor Wembanyama's dominant night in the Spurs' W 38 PTS (career-high)10 REB2 BLK pic.twitter.com/E7FXwDlX9A— NBA (@NBA) November 3, 2023 „Hann er fjölhæfur leikmaður og hann mun líka gefa boltann á opna manninn. Hann hefur trú á sjálfum sér. Hann gerði nokkrum sinnum ótrúlega hluti í þessum leik. Þessi blanda er skrambi góð,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs. Wembanyama nýtti 15 af 26 skotum sínum þar af 3 af 6 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var einnig með 10 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot. Liðið vann með 21 stigi þegar hann var inn á gólfinu. Leikurinn varð óvænt spennandi í lokin eftir endurkomu Suns. Phoenix menn höfðu þá unnið upp 27 stiga forskot Spurs og náð að jafna leikinn þegar 4:21 voru eftir af klukkunni. San Antonio svaraði með því að skora næstu tólf stig og þar af komu tíu þeirra frá Wembanyama. Mikið hefur verið látið með Wembanyama enda þykir hann einn mest spennandi nýliði síðan að LeBron James kom inn í deildina á sínum tíma. Þetta var aðeins hans fimmti leikur í deildinni og hann var með 16,3 stig að meðaltali í hinum fjórum. "He's a multifaceted player."Pop on Wemby after his career-high 38 PTS pic.twitter.com/Gz1xOEzqUO— NBA (@NBA) November 3, 2023 San Antonio Spurs var þarna að vinna sinn annan leik á móti Phoenix Suns á stuttum tíma en liðið hafði unnið mjög dramatískan sigur, 115-114, á þriðjudaginn. Wembanyama var með 18 stig, 8 fráköst og 4 varin skot í þeim leik. Devin Booker kom aftur inn í lið Suns og var næstum því með þrennu en hann skoraði 31 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Kevin Durant var síðan með 28 stig. Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115 NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Wembanyama skoraði 38 stig í leiknum og var líka mjög öflugur í lokin þegar það virtist sem að Spurs liðið væri að henda frá sér sigrinum. Wembanyama skoraði tíu stig á síðustu fjórum mínútum leiksins en allt Suns liðið skoraði bara fimm stig á sama tíma. EVERY HIGHLIGHT from Victor Wembanyama's dominant night in the Spurs' W 38 PTS (career-high)10 REB2 BLK pic.twitter.com/E7FXwDlX9A— NBA (@NBA) November 3, 2023 „Hann er fjölhæfur leikmaður og hann mun líka gefa boltann á opna manninn. Hann hefur trú á sjálfum sér. Hann gerði nokkrum sinnum ótrúlega hluti í þessum leik. Þessi blanda er skrambi góð,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs. Wembanyama nýtti 15 af 26 skotum sínum þar af 3 af 6 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var einnig með 10 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot. Liðið vann með 21 stigi þegar hann var inn á gólfinu. Leikurinn varð óvænt spennandi í lokin eftir endurkomu Suns. Phoenix menn höfðu þá unnið upp 27 stiga forskot Spurs og náð að jafna leikinn þegar 4:21 voru eftir af klukkunni. San Antonio svaraði með því að skora næstu tólf stig og þar af komu tíu þeirra frá Wembanyama. Mikið hefur verið látið með Wembanyama enda þykir hann einn mest spennandi nýliði síðan að LeBron James kom inn í deildina á sínum tíma. Þetta var aðeins hans fimmti leikur í deildinni og hann var með 16,3 stig að meðaltali í hinum fjórum. "He's a multifaceted player."Pop on Wemby after his career-high 38 PTS pic.twitter.com/Gz1xOEzqUO— NBA (@NBA) November 3, 2023 San Antonio Spurs var þarna að vinna sinn annan leik á móti Phoenix Suns á stuttum tíma en liðið hafði unnið mjög dramatískan sigur, 115-114, á þriðjudaginn. Wembanyama var með 18 stig, 8 fráköst og 4 varin skot í þeim leik. Devin Booker kom aftur inn í lið Suns og var næstum því með þrennu en hann skoraði 31 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Kevin Durant var síðan með 28 stig. Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115
Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira