Þegar Íslendingur deildi við eina stærstu YouTube-stjörnu heims Jón Þór Stefánsson skrifar 3. nóvember 2023 13:16 KSI hefur notið mikilla vinsælda síðastliðinn áratug. Þessi mynd er tekin frá boxbardaga hans og Tommy Fury, sem vakti mikla athygli. Getty Guðjón Daníel Jónsson, lögregluþjónn og fyrrverandi YouTube-stjarna, var góður vinur hins breska Olajide Olayinka Williams Olatunji, en lenti síðan í deilum við hann. Olajide, sem er betur þekktur undir nafninu KSI, er ein vinsælasta YouTube-stjarna heims. KSI og Guðjón hafa þó grafið stríðsöxina í dag, en vinátta, og síðan deilur þeirra stóðu sem hæst á árunum 2013 til 2015. Guðjón opnar sig um vináttuna og erjurnar við KSI í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Þar tekur hann fram að hann hafi í raun ekki tjáð sig um málið áður. GudjonDaniel talar um vinslit hans og KSI. pic.twitter.com/0i5aHmJnjB— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) November 2, 2023 „Við erum bara að byrja á YouTube á sama tíma. Hann er kannski með í kringum þúsund fylgjendur og ég með þrjú hundruð. Við erum báðir að spila Fifa í kjallaranum heima hjá mömmu. Og þannig byrjum við bara að tala saman,“ segir Guðjón. „Við byrjum að ræða saman á Skype og gera myndbönd saman. Ég fíla hvað hann er að gera og hann fílar hvað ég er að gera.“ Í þættinum greinir Guðjón frá Íslandsför KSI þar sem þeir gistu saman heima hjá honum og gerðu myndbönd saman. Hann segir að í kjölfar þess hafi hans síða orðið gríðarlega vinsæl. „Við vorum eiginlega bestu vinir á þessum tíma. Sem er hálf sorglegt að segja í dag út af því hvernig þetta fór úr böndunum,“ segir hann og vísar þar til vinslita þeirra, sem varða að einhverju leiti för Guðjóns til Bretlands. Hótelreikningur forsenda erjanna „Hann sakar þig um að hafa ekki endurgreitt sér hótel?“ spyr Hjörvar um deilur þeirra. Guðjón svarar: „Já þetta er nú bara ein af þessum hálfgerðu lygasögum sem hafa komið upp. Ég ætlaði að gista heima hjá honum, en síðan breytist það og á núlleinni þurfum við að redda einhverju hóteli. Hann borgaði það, en gaf mér aldrei tækifæri á að borga það til baka. Þannig að þegar að þessi vinslit verða þá er þetta það eina sem honum dettur í hug: að ég sé að taka af honum pening.“ „Ef þessi vinslit okkar snúast um einhvern tíuþúsundkall þá er það bara út í hött,“ bætir hann við. Guðjón segir að um hafi verið að ræða leiðinlegan tíma. Sannleikurinn sé sá að KSI hafi orðið gríðarlega vinsæll á skömmum tíma og skyndilega kominn með nýjan vinskap. Guðjón upplifi málið þannig að KSI hafi kastað honum fyrir rútuna. View this post on Instagram A post shared by KSI (@ksi) Í kjölfarið hafi KSI farið að tala illa um Guðjón opinberlega og kallað hann öllum illum nöfnum. Að sögn Guðjóns stóð það ástand yfir í nokkurn tíma þangað til hann svaraði fyrir sig. Þá var hann í viðtali aðspurður út í KSI og svaraði: „Hver í andskotanum er það?“ Guðjón segir að þetta sé líklega það heimskulegasta sem hann hafi sagt. „Maður segir ekki svona við svona mann, en þetta bara rann út og varð þessi sprengja. Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er að hann var búinn að tala illa um mig í langan tíma. Og ég hafði aldrei sagt neitt, minnst á neitt, eða gert neitt. Þarna fanna ég smá tækifæri.“ Líkt og Guðjón bendir á vöktu ummæli hans mikla athygli og segir hann að þau hafi þó orðið til þess að áhorf á myndbönd hans hafi aukist umtalsvert. View this post on Instagram A post shared by Guðjón Daníel (@gudjondaniel) Þrátt fyrir umrædd ummæli segir Guðjón að deilur hans og KSI hafi verið ansi einhliða. Sjálfur hafi hann haft lítinn áhuga á að tala um KSI opinberlega. „Þetta kom allt bara frá honum. Hann er að minnast á mig í einhverjum viðtölum og bókum. En ég segi eina línu og það fær hann til að springa.“ Það versta við erjurnar að mati Guðjóns voru áhrifin sem málið hafði á fjölskyldu hans. „Þetta hafði engin áhrif á mig. Mér finnst bara leiðinlegt hvernig þetta hafði áhrif á fjölskyldu mína. Þau voru leið mín vegna, en ég sagði þeim að mér væri alveg sama.“ Eru sáttir í dag Árið 2015 kvaddi Guðjón YouTube með myndbandi, en þar bað hann KSI afsökunar. Guðjón segir að sinn gamli vinur hafi tekið vel í það. Það var síðan þremur árum eftir það sem KSI fór í ferð til Íslands. Guðjón segist hafa heyrt að hann væri staddur í Keiluhöllinni og ákveðið að reyna að ná á sinn gamla vin. „Þannig ég ákvað að renna þangað. Það tók mig ekki nema fimm mínútur. Og sá hann fyrir utan Keiluhöllina,“ segir Guðjón sem segir að þeir hafi fallist í faðma við endurfundinn. KSI er ekki bara YouTube-stjarna. Hann er líka orkudrykkjaframleiðandi, hnefaleikakappi og tónlistarmaður. Hér sést hann í síðastnefnda hlutverkinu.Getty Gríðarlegar vinsældir Í dag er KSI ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, en 41 milljón manns eru áskrifendur af síðu hans á miðlinum. Vinsældir hans eru þó ekki bundnar við YouTube. Hann er eigandi orkudrykkjarins Prime, sem kom öllu í uppnám hjá ungu fólki á Íslandi og annars staðar á síðasta ári. Á síðustu árum hefur KSI einnig reglulega keppt í hnefaleikum og þar mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum. Þeir bardagar hafa einnig vakið mikla athygli víða um heim Ekki nóg með það heldur hefur hann líka gefið út tónlist. Þrjár milljónir notenda hlusta á KSI mánaðarlega, en það er til að mynda meira en hlusta á Björk. Íslendingar erlendis Einu sinni var... Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Allt í þessum drykk er bara drasl“ Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er harðorð þegar kemur að innihaldinu í íþróttadrykknum Prime. Drykkurinn hefur verið afar vinsæll hér á landi á meðal barna og ungmenna. 6. febrúar 2023 14:01 Hlupu móðir úr strætó á milli verslana í leit að Prime Öngþveiti skapaðist í verslunum í dag þegar börn freistuðu þess að kaupa sér nýja íþróttadrykkinn Prime. Sumir ferðuðust á milli verslana með strætó í leit að drykknum sem tröllríður nú samfélagsmiðlum. Verslunarstjóri hjá Krónunni segist aldrei hafa séð annað eins ástand. 16. desember 2022 21:00 YouTube-stjörnur mokgræddu á bardaga YouTube-stjörnurnar Logan Paul og KSI mættust í boxbardaga í Manchester Arena í gærkvöldi. 26. ágúst 2018 16:42 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
KSI og Guðjón hafa þó grafið stríðsöxina í dag, en vinátta, og síðan deilur þeirra stóðu sem hæst á árunum 2013 til 2015. Guðjón opnar sig um vináttuna og erjurnar við KSI í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Þar tekur hann fram að hann hafi í raun ekki tjáð sig um málið áður. GudjonDaniel talar um vinslit hans og KSI. pic.twitter.com/0i5aHmJnjB— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) November 2, 2023 „Við erum bara að byrja á YouTube á sama tíma. Hann er kannski með í kringum þúsund fylgjendur og ég með þrjú hundruð. Við erum báðir að spila Fifa í kjallaranum heima hjá mömmu. Og þannig byrjum við bara að tala saman,“ segir Guðjón. „Við byrjum að ræða saman á Skype og gera myndbönd saman. Ég fíla hvað hann er að gera og hann fílar hvað ég er að gera.“ Í þættinum greinir Guðjón frá Íslandsför KSI þar sem þeir gistu saman heima hjá honum og gerðu myndbönd saman. Hann segir að í kjölfar þess hafi hans síða orðið gríðarlega vinsæl. „Við vorum eiginlega bestu vinir á þessum tíma. Sem er hálf sorglegt að segja í dag út af því hvernig þetta fór úr böndunum,“ segir hann og vísar þar til vinslita þeirra, sem varða að einhverju leiti för Guðjóns til Bretlands. Hótelreikningur forsenda erjanna „Hann sakar þig um að hafa ekki endurgreitt sér hótel?“ spyr Hjörvar um deilur þeirra. Guðjón svarar: „Já þetta er nú bara ein af þessum hálfgerðu lygasögum sem hafa komið upp. Ég ætlaði að gista heima hjá honum, en síðan breytist það og á núlleinni þurfum við að redda einhverju hóteli. Hann borgaði það, en gaf mér aldrei tækifæri á að borga það til baka. Þannig að þegar að þessi vinslit verða þá er þetta það eina sem honum dettur í hug: að ég sé að taka af honum pening.“ „Ef þessi vinslit okkar snúast um einhvern tíuþúsundkall þá er það bara út í hött,“ bætir hann við. Guðjón segir að um hafi verið að ræða leiðinlegan tíma. Sannleikurinn sé sá að KSI hafi orðið gríðarlega vinsæll á skömmum tíma og skyndilega kominn með nýjan vinskap. Guðjón upplifi málið þannig að KSI hafi kastað honum fyrir rútuna. View this post on Instagram A post shared by KSI (@ksi) Í kjölfarið hafi KSI farið að tala illa um Guðjón opinberlega og kallað hann öllum illum nöfnum. Að sögn Guðjóns stóð það ástand yfir í nokkurn tíma þangað til hann svaraði fyrir sig. Þá var hann í viðtali aðspurður út í KSI og svaraði: „Hver í andskotanum er það?“ Guðjón segir að þetta sé líklega það heimskulegasta sem hann hafi sagt. „Maður segir ekki svona við svona mann, en þetta bara rann út og varð þessi sprengja. Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er að hann var búinn að tala illa um mig í langan tíma. Og ég hafði aldrei sagt neitt, minnst á neitt, eða gert neitt. Þarna fanna ég smá tækifæri.“ Líkt og Guðjón bendir á vöktu ummæli hans mikla athygli og segir hann að þau hafi þó orðið til þess að áhorf á myndbönd hans hafi aukist umtalsvert. View this post on Instagram A post shared by Guðjón Daníel (@gudjondaniel) Þrátt fyrir umrædd ummæli segir Guðjón að deilur hans og KSI hafi verið ansi einhliða. Sjálfur hafi hann haft lítinn áhuga á að tala um KSI opinberlega. „Þetta kom allt bara frá honum. Hann er að minnast á mig í einhverjum viðtölum og bókum. En ég segi eina línu og það fær hann til að springa.“ Það versta við erjurnar að mati Guðjóns voru áhrifin sem málið hafði á fjölskyldu hans. „Þetta hafði engin áhrif á mig. Mér finnst bara leiðinlegt hvernig þetta hafði áhrif á fjölskyldu mína. Þau voru leið mín vegna, en ég sagði þeim að mér væri alveg sama.“ Eru sáttir í dag Árið 2015 kvaddi Guðjón YouTube með myndbandi, en þar bað hann KSI afsökunar. Guðjón segir að sinn gamli vinur hafi tekið vel í það. Það var síðan þremur árum eftir það sem KSI fór í ferð til Íslands. Guðjón segist hafa heyrt að hann væri staddur í Keiluhöllinni og ákveðið að reyna að ná á sinn gamla vin. „Þannig ég ákvað að renna þangað. Það tók mig ekki nema fimm mínútur. Og sá hann fyrir utan Keiluhöllina,“ segir Guðjón sem segir að þeir hafi fallist í faðma við endurfundinn. KSI er ekki bara YouTube-stjarna. Hann er líka orkudrykkjaframleiðandi, hnefaleikakappi og tónlistarmaður. Hér sést hann í síðastnefnda hlutverkinu.Getty Gríðarlegar vinsældir Í dag er KSI ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, en 41 milljón manns eru áskrifendur af síðu hans á miðlinum. Vinsældir hans eru þó ekki bundnar við YouTube. Hann er eigandi orkudrykkjarins Prime, sem kom öllu í uppnám hjá ungu fólki á Íslandi og annars staðar á síðasta ári. Á síðustu árum hefur KSI einnig reglulega keppt í hnefaleikum og þar mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum. Þeir bardagar hafa einnig vakið mikla athygli víða um heim Ekki nóg með það heldur hefur hann líka gefið út tónlist. Þrjár milljónir notenda hlusta á KSI mánaðarlega, en það er til að mynda meira en hlusta á Björk.
Íslendingar erlendis Einu sinni var... Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Allt í þessum drykk er bara drasl“ Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er harðorð þegar kemur að innihaldinu í íþróttadrykknum Prime. Drykkurinn hefur verið afar vinsæll hér á landi á meðal barna og ungmenna. 6. febrúar 2023 14:01 Hlupu móðir úr strætó á milli verslana í leit að Prime Öngþveiti skapaðist í verslunum í dag þegar börn freistuðu þess að kaupa sér nýja íþróttadrykkinn Prime. Sumir ferðuðust á milli verslana með strætó í leit að drykknum sem tröllríður nú samfélagsmiðlum. Verslunarstjóri hjá Krónunni segist aldrei hafa séð annað eins ástand. 16. desember 2022 21:00 YouTube-stjörnur mokgræddu á bardaga YouTube-stjörnurnar Logan Paul og KSI mættust í boxbardaga í Manchester Arena í gærkvöldi. 26. ágúst 2018 16:42 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Allt í þessum drykk er bara drasl“ Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er harðorð þegar kemur að innihaldinu í íþróttadrykknum Prime. Drykkurinn hefur verið afar vinsæll hér á landi á meðal barna og ungmenna. 6. febrúar 2023 14:01
Hlupu móðir úr strætó á milli verslana í leit að Prime Öngþveiti skapaðist í verslunum í dag þegar börn freistuðu þess að kaupa sér nýja íþróttadrykkinn Prime. Sumir ferðuðust á milli verslana með strætó í leit að drykknum sem tröllríður nú samfélagsmiðlum. Verslunarstjóri hjá Krónunni segist aldrei hafa séð annað eins ástand. 16. desember 2022 21:00
YouTube-stjörnur mokgræddu á bardaga YouTube-stjörnurnar Logan Paul og KSI mættust í boxbardaga í Manchester Arena í gærkvöldi. 26. ágúst 2018 16:42