Erlendu leikmenn Grindavíkur vel upplýstir: „Nóttin var ekkert eðlileg“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 13:01 Ólafur Ólafsson er fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfubolta og segir erlendu leikmenn liðsins vel upplýsta um stöðu mála varðandi þær jarðhræringar sem eiga sér stað nú í námunda við Grindavík Vísir/Samsett mynd Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur í körfuboltanum, segir vel haldið utan um erlendu leikmennina í liðinu sem eru flestir að finna fyrir almennilegri jarðskjálftavirkni í fyrsta sinn á ævinni þessa dagana. Órói hefur gert vart um sig á svæðinu en Ólafur sjálfur er rólegur yfir stöðunni og svaf hann af sér skjálfta næturinnar. „Við pössum það allir og þá sérstaklega stjórn körfuknattleiksdeildarinnar,“ segir Ólafur við Vísi aðspurður hvort erlendu leikmenn Grindavíkur séu vel upplýstir um stöðu mála varðandi óróann sem er ríkjandi á svæðinu umhverfis Grindavík. „Formaðurinn er mikill ljósmyndari, myndar náttúruna mikið og þegar að það gýs þá er hann yfirleitt fyrstur á svæðið með myndavélina. Hann er duglegur að uppfæra þá erlendu leikmenn sem eru á mála hjá okkur um stöðu mála. Ég hef sagt þeim að það séu ekki miklar líkur að þú látir lífið ef það kemur til eldgoss. Þetta er tiltölulega hæg atburðarás sem fer af stað. Þetta tekur allt sinn tíma. Það hættulega við þetta er kannski gasmengunin ef það fer að gjósa. Við höfum útskýrt þetta allt fyrir þeim. Daninn hjá okkur er búinn að ná þessu en maður finnur það alveg að það brenna fleiri spurningar á Bandaríkjamönnunum hjá okkur.“ Óþægilegt að finna fyrir þessu Það sé misjafnt eftir mönnum hvernig þeir upplifa skjálftana. „Basille hefur verið á Íslandi í nokkur ár og hefur nú eitthvað upplifað þetta áður en kannski ekki svona kröftuglega. Daninn hjá okkur, Mortensen, hefur ekki upplifað svona skjálfta áður en hann er samt sem áður voða rólegur yfir þessu. Það er aðallega nýi kaninn hjá okkur, DeAndre Kane sem var skiljanlega ekkert hrifinn af þessu þegar að þetta byrjaði.“ DeAndre Kane gekk til liðs við Grindavík í upphafi tímabilsVísir / Anton Brink „Það þurfti að útskýra fyrir honum að húsin hér á Íslandi eru meðal annars byggð með það að leiðarljósi að geta staðið af sér ansi kröftuga skjálfta. Það er óþægilegt að finna fyrir þessum skjálftum. Óþægilegt að vakna upp við þá á miðri nóttu. Það er aðallega það sem hefur angrað þessa leikmenn. En það er mikilvægt, og við pössum vel upp á það, að þeir séu vel upplýstir um stöðu mála.“ Svaf af sér „ekkert eðlilega nótt“ Sjálfur er Ólafur rólegur yfir stöðu mála. „Ég er afskaplega rólegur yfir þessu og er líka einn af þeim fáu sem svaf í alla nótt. Auðvitað finn ég alveg fyrir þessum stóru skjálftum sem hafa verið koma, þeir eru óþægilegir en ég er ekki að vakna á nóttunni.“ Það sama gildi þó ekki um fólkið sem stendur honum næst. „Konan mín vaknaði til dæmis í nótt við stóran skjálfta. Þessi nótt var ekkert eðlileg. Ég vaknaði sjálfur klukkan sjö í morgun og fann svo fyrir þessum stóru skjálftum sem komu um átta leytið. Það eru flest allir í fjölskyldunni minni búnir að vera vakandi síðan klukkan fjögur í nótt þegar að það komu þarna nokkrir stórir skjálftar með nokkurra mínútna millibili. Það er óþægilegt þegar að maður verður vitni af þessu.“ Vel meðvituð um stöðu mála Ólafur vonast til þess að upplýsingafundur sem haldinn var fyrir bæjarbúa Grindavíkur í gær veki upp öryggistilfinningu hjá bæjarbúum. „Það var þægilegt fyrir fólk að fá þessar upplýsingar því við vitum ekki hvað kemur til með að gerast á endanum. Það er öryggi fólgið í því fyrir fólk að vita stöðuna nákvæmlega eins og hún er.“ Eiginkona Ólafs vinnur í Bláa lóninu og rétt vestur af því átti kröftugur skjálfti að stærðinni 4,2 upptök sín í nótt. „Hún er að vinna í Bláa lóninu og auðvitað ekkert þægilegt vitandi af þessu krauma þarna nálægt þessum stað og hún að vinna þarna. Það er þó búið að fara vel yfir stöðuna með starfsmönnum þarna og þau eru vel meðvituð um stöðuna. Þá er búið að fara vel yfir allar rýmingaráætlanir með bæjarbúum. Vonandi upplifa bæjarbúar sömu ró og ég fann fyrir eftir að hafa fengið upplýsingarnar sem komu fram á þessum fundi.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bláa lónið Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Við pössum það allir og þá sérstaklega stjórn körfuknattleiksdeildarinnar,“ segir Ólafur við Vísi aðspurður hvort erlendu leikmenn Grindavíkur séu vel upplýstir um stöðu mála varðandi óróann sem er ríkjandi á svæðinu umhverfis Grindavík. „Formaðurinn er mikill ljósmyndari, myndar náttúruna mikið og þegar að það gýs þá er hann yfirleitt fyrstur á svæðið með myndavélina. Hann er duglegur að uppfæra þá erlendu leikmenn sem eru á mála hjá okkur um stöðu mála. Ég hef sagt þeim að það séu ekki miklar líkur að þú látir lífið ef það kemur til eldgoss. Þetta er tiltölulega hæg atburðarás sem fer af stað. Þetta tekur allt sinn tíma. Það hættulega við þetta er kannski gasmengunin ef það fer að gjósa. Við höfum útskýrt þetta allt fyrir þeim. Daninn hjá okkur er búinn að ná þessu en maður finnur það alveg að það brenna fleiri spurningar á Bandaríkjamönnunum hjá okkur.“ Óþægilegt að finna fyrir þessu Það sé misjafnt eftir mönnum hvernig þeir upplifa skjálftana. „Basille hefur verið á Íslandi í nokkur ár og hefur nú eitthvað upplifað þetta áður en kannski ekki svona kröftuglega. Daninn hjá okkur, Mortensen, hefur ekki upplifað svona skjálfta áður en hann er samt sem áður voða rólegur yfir þessu. Það er aðallega nýi kaninn hjá okkur, DeAndre Kane sem var skiljanlega ekkert hrifinn af þessu þegar að þetta byrjaði.“ DeAndre Kane gekk til liðs við Grindavík í upphafi tímabilsVísir / Anton Brink „Það þurfti að útskýra fyrir honum að húsin hér á Íslandi eru meðal annars byggð með það að leiðarljósi að geta staðið af sér ansi kröftuga skjálfta. Það er óþægilegt að finna fyrir þessum skjálftum. Óþægilegt að vakna upp við þá á miðri nóttu. Það er aðallega það sem hefur angrað þessa leikmenn. En það er mikilvægt, og við pössum vel upp á það, að þeir séu vel upplýstir um stöðu mála.“ Svaf af sér „ekkert eðlilega nótt“ Sjálfur er Ólafur rólegur yfir stöðu mála. „Ég er afskaplega rólegur yfir þessu og er líka einn af þeim fáu sem svaf í alla nótt. Auðvitað finn ég alveg fyrir þessum stóru skjálftum sem hafa verið koma, þeir eru óþægilegir en ég er ekki að vakna á nóttunni.“ Það sama gildi þó ekki um fólkið sem stendur honum næst. „Konan mín vaknaði til dæmis í nótt við stóran skjálfta. Þessi nótt var ekkert eðlileg. Ég vaknaði sjálfur klukkan sjö í morgun og fann svo fyrir þessum stóru skjálftum sem komu um átta leytið. Það eru flest allir í fjölskyldunni minni búnir að vera vakandi síðan klukkan fjögur í nótt þegar að það komu þarna nokkrir stórir skjálftar með nokkurra mínútna millibili. Það er óþægilegt þegar að maður verður vitni af þessu.“ Vel meðvituð um stöðu mála Ólafur vonast til þess að upplýsingafundur sem haldinn var fyrir bæjarbúa Grindavíkur í gær veki upp öryggistilfinningu hjá bæjarbúum. „Það var þægilegt fyrir fólk að fá þessar upplýsingar því við vitum ekki hvað kemur til með að gerast á endanum. Það er öryggi fólgið í því fyrir fólk að vita stöðuna nákvæmlega eins og hún er.“ Eiginkona Ólafs vinnur í Bláa lóninu og rétt vestur af því átti kröftugur skjálfti að stærðinni 4,2 upptök sín í nótt. „Hún er að vinna í Bláa lóninu og auðvitað ekkert þægilegt vitandi af þessu krauma þarna nálægt þessum stað og hún að vinna þarna. Það er þó búið að fara vel yfir stöðuna með starfsmönnum þarna og þau eru vel meðvituð um stöðuna. Þá er búið að fara vel yfir allar rýmingaráætlanir með bæjarbúum. Vonandi upplifa bæjarbúar sömu ró og ég fann fyrir eftir að hafa fengið upplýsingarnar sem komu fram á þessum fundi.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bláa lónið Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum