Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi í fjögur skipti á rúmlega viku tímabili í lok árs 2019 og ársbyrjun 2020 dregið sér samtals 964 þúsund krónur frá versluninni með því að taka reiðuféð úr peningaskáp sem staðsettur var í sjóðsherbergi verslunarinnar.
Maðurinn sótti ekki þing við þingfestingu og hafði ekki boðað forföll. Með vísan til þess og til rannsóknargagna málsins taldi dómari að háttsemi mannsins væri sönnuð.
Dómari í málinu mat hæfilega refsingu þrjátíu daga fangelsi en að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð.