Lögreglukonur áreittar af samstarfsmönnum en karlarnir af konum úti í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 21:01 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið taka niðurstöður rannsóknarinnar mjög alvarlega. Vísir/Arnar Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar hefur aukist talsvert síðasta áratug, samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti lögreglukvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi; oftast af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir embættið taka niðurstöðurnar mjög alvarlega. Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar, sem unnin var í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögregluembættin, á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í gær. Byggt var á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir lögreglumenn árið 2013 og svo aftur árið 2022 - en hér eru aðeins borin saman svör menntaðra lögreglumanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Er þessi aukning ekki ákveðið áhyggjuefni? „Við sjáum í þessari könnun að það er mjög góð þátttaka. Við sjáum að það er ekki munur á svörunum milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að þetta erum við, þetta er lögreglan sem erum að fá niðurstöður og við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Eygló Harðardóttir verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Algengast var að lögreglukonur nefndu karlkyns yfirmann eða samstarfsmann sem geranda. Sú var ekki raunin hjá körlunum. Enginn þeirra sem svaraði könnuninni í fyrra sagði yfirmann eða samstarfsmann geranda. Langalgengast var að gerendur karlanna væru kvenkyns, almennir borgarar. „Það er einfaldlega mjög mikilvægt að það sé tekið á málum. Við erum að endurskoða viðbragðsáætlunina okkar og við erum að horfa til þess að þegar mál koma upp verður einfaldlega að bregðast við því. Við erum með skýra verkferla.“ Inntak áreitninnar virðist jafnframt að breytast, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Fjarað hefur undan líkamlegri áreitni á síðustu tíu árum.-Hún felst nú í auknum í mæli í kynferðislegum athugasemdum og brandörum. Lögreglan Kynferðisofbeldi Háskólar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar, sem unnin var í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögregluembættin, á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í gær. Byggt var á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir lögreglumenn árið 2013 og svo aftur árið 2022 - en hér eru aðeins borin saman svör menntaðra lögreglumanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Er þessi aukning ekki ákveðið áhyggjuefni? „Við sjáum í þessari könnun að það er mjög góð þátttaka. Við sjáum að það er ekki munur á svörunum milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að þetta erum við, þetta er lögreglan sem erum að fá niðurstöður og við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Eygló Harðardóttir verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Algengast var að lögreglukonur nefndu karlkyns yfirmann eða samstarfsmann sem geranda. Sú var ekki raunin hjá körlunum. Enginn þeirra sem svaraði könnuninni í fyrra sagði yfirmann eða samstarfsmann geranda. Langalgengast var að gerendur karlanna væru kvenkyns, almennir borgarar. „Það er einfaldlega mjög mikilvægt að það sé tekið á málum. Við erum að endurskoða viðbragðsáætlunina okkar og við erum að horfa til þess að þegar mál koma upp verður einfaldlega að bregðast við því. Við erum með skýra verkferla.“ Inntak áreitninnar virðist jafnframt að breytast, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Fjarað hefur undan líkamlegri áreitni á síðustu tíu árum.-Hún felst nú í auknum í mæli í kynferðislegum athugasemdum og brandörum.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Háskólar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira