Eiturlyf auglýst til sölu á Facebook Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. nóvember 2023 16:39 Spænskir eiturlyfjasalar hafa snúið sér að Facebook til merkaðssetningar. Vísir/Vilhelm/Getty Fíkniefnasalar auglýsa nú allar tegundir eiturlyfja til sölu á Facebook. Þeir kaupa auglýsingar sem fá að vera þar óáreittar. „Við bjóðum besta kókaínið í Barcelona, við færum þér það heim og þú greiðir við afhendingu.“ Svona hljómar ein af þeim þúsundum auglýsinga sem nú birtast notendum Facebook, já og líka Instagram, í stríðum straumum. Seljendur ólöglegra fíkniefna hafa nánast jafngóðan aðgang að auglýsingum Facebook eins og hverjir aðrir og þeir auglýsa allt sem nöfnum tjáir að nefna; alsælu, ketamín, amfetamín, LSD, kókaín. Já og heilan helling af Viagra, því miðað við umfang auglýsinga á bláu pillunni mætti halda að stinningarvandi væri alvarlegasti vandi hálfrar heimsbyggðarinnar. Með þessum hætti eru eiturlyfjasalarnir með opið allan sólarhringinn, sjö daga í viku. Heimsendingarþjónusta og það fylgir gjarnan ein alsælupilla með sem kaupauki með hverjum viðskiptum. Spænska dagblaðið El Diario hefur kafað ofan í auglýsingaumhverfið á Facebook og afhjúpað auglýsingar þessara ólöglegu efna. Blaðið segir að eftir að það sendi inn fyrirspurn til Facebook um ástæður þess að svona auglýsingar fengju að birtast átölulaust, hafi liðið tveir sólarhringar áður en tiltekin kókaínauglýsing var fjarlægð. Síðan liðu þrír sólarhringar og þá birtist auglýsingin að nýju. El Diario segir Facebook gefa sig út fyrir að fylgja mjög strangri auglýsingastefnu. Allar auglýsingar séu skoðaðar gaumgæfilega og ekki birtar fyrr en eftir 24ra klukkustunda rannsókn og úttekt á innihaldi auglýsingarinnar. Þetta stenst enga skoðun, segir El Diario og segir að þúsundir auglýsinga séu í umferð sem auglýsi ólöglegan varning, vímuefni, stinningarlyf, megrunarlyf, gagnslaus krabbameinslyf og -meðferðir og svona mætti lengi telja. Spánn Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
„Við bjóðum besta kókaínið í Barcelona, við færum þér það heim og þú greiðir við afhendingu.“ Svona hljómar ein af þeim þúsundum auglýsinga sem nú birtast notendum Facebook, já og líka Instagram, í stríðum straumum. Seljendur ólöglegra fíkniefna hafa nánast jafngóðan aðgang að auglýsingum Facebook eins og hverjir aðrir og þeir auglýsa allt sem nöfnum tjáir að nefna; alsælu, ketamín, amfetamín, LSD, kókaín. Já og heilan helling af Viagra, því miðað við umfang auglýsinga á bláu pillunni mætti halda að stinningarvandi væri alvarlegasti vandi hálfrar heimsbyggðarinnar. Með þessum hætti eru eiturlyfjasalarnir með opið allan sólarhringinn, sjö daga í viku. Heimsendingarþjónusta og það fylgir gjarnan ein alsælupilla með sem kaupauki með hverjum viðskiptum. Spænska dagblaðið El Diario hefur kafað ofan í auglýsingaumhverfið á Facebook og afhjúpað auglýsingar þessara ólöglegu efna. Blaðið segir að eftir að það sendi inn fyrirspurn til Facebook um ástæður þess að svona auglýsingar fengju að birtast átölulaust, hafi liðið tveir sólarhringar áður en tiltekin kókaínauglýsing var fjarlægð. Síðan liðu þrír sólarhringar og þá birtist auglýsingin að nýju. El Diario segir Facebook gefa sig út fyrir að fylgja mjög strangri auglýsingastefnu. Allar auglýsingar séu skoðaðar gaumgæfilega og ekki birtar fyrr en eftir 24ra klukkustunda rannsókn og úttekt á innihaldi auglýsingarinnar. Þetta stenst enga skoðun, segir El Diario og segir að þúsundir auglýsinga séu í umferð sem auglýsi ólöglegan varning, vímuefni, stinningarlyf, megrunarlyf, gagnslaus krabbameinslyf og -meðferðir og svona mætti lengi telja.
Spánn Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira