Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 10:17 Veiga segir marga Vestfirðinga hafa hrósað sér persónulega en veigri sér við því opinberlega að lýsa yfir andstöðu við fiskeldi. Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veiga, sem sjálf ólst upp á Ísafirði, tók myndir þann 27. október síðastliðinn af lúsugum löxum í kvíum Arctic Fish í Tálknafirði og sagði við fréttastofu í kjölfarið að hún hefði ekki trúað eigin augum, svo margir fiskar væru í slæmu standi. Fær mikinn skít á kommentakerfum Færðu bágt fyrir þetta? „Fólk sem hefur heilsað mér í gegnum tíðina sér mig ekki lengur. Það horfir framhjá mér þegar það sér mig út á götu, ég fæ mikinn skít á kommentakerfunum,“ segir Veiga um viðbrögðin í kjölfar myndbirtinganna. „Þá er ég yfirleitt kölluð hann/hún/það eða einhver vera sem ég veit ekki hvað er. En ég fæ líka mikið hrós. Eins og fyrir vestan, þar eru rosalega mrgir á móti þessu, en þeir vilja ekki tjá það, þeir vilja ekki segja frá því.“ Af ótta við? „Gagnrýni. Ef að fólk er á móti þessu, þá erum við á móti Vestfjörðum og á móti atvinnuuppbyggingu. Fólk fer alltaf í þenann pakka. En fólk kemur til mín út í búð, hrósar mér og klappar mér á öxlina og þakkar mér fyrir.“ Veiga segir að hún voni að myndirnar verði til þess að viðhorfsbreyting verði meðal almennings vegna laxeldis. Hún segist merkja þær breytingar eftir myndbirtingarnar. „Það eru viðbrögðin sem ég fæ. Ég hef oft verið að ræða við kallana í pottinum í Grafarvogslauginni, þeir eru alltaf að segja mér að hætta þessari vitleysu. En svo hitti ég þá á föstudagin og þá sögðu þeir við mig: Já, ókei þetta er allt rétt sem þú ert búin að vera að segja.“ Gæti þetta verið vendipunktur? Með almenningsálitið? „Já, ég held að þetta hafi mikil áhrif á almenningsálitið. Ég gerði smá myndband á Instagram og ég hef aldrei fengið jafn mikla umferð á Instagram.“ Veiga segir að fara ætti með fiskeldi í lokuð kerfi. Þá sé hægt að hirða upp botnfallið eftir fiskinn og þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af lús og eitri. Verið sé að vinna með slík kerfi í Noregi. Þú ert ekki bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða? „Nei, ég verð að viðurkenna það. Þó ég voni það.“ Fiskeldi Bítið Sjókvíaeldi Dýraheilbrigði Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veiga, sem sjálf ólst upp á Ísafirði, tók myndir þann 27. október síðastliðinn af lúsugum löxum í kvíum Arctic Fish í Tálknafirði og sagði við fréttastofu í kjölfarið að hún hefði ekki trúað eigin augum, svo margir fiskar væru í slæmu standi. Fær mikinn skít á kommentakerfum Færðu bágt fyrir þetta? „Fólk sem hefur heilsað mér í gegnum tíðina sér mig ekki lengur. Það horfir framhjá mér þegar það sér mig út á götu, ég fæ mikinn skít á kommentakerfunum,“ segir Veiga um viðbrögðin í kjölfar myndbirtinganna. „Þá er ég yfirleitt kölluð hann/hún/það eða einhver vera sem ég veit ekki hvað er. En ég fæ líka mikið hrós. Eins og fyrir vestan, þar eru rosalega mrgir á móti þessu, en þeir vilja ekki tjá það, þeir vilja ekki segja frá því.“ Af ótta við? „Gagnrýni. Ef að fólk er á móti þessu, þá erum við á móti Vestfjörðum og á móti atvinnuuppbyggingu. Fólk fer alltaf í þenann pakka. En fólk kemur til mín út í búð, hrósar mér og klappar mér á öxlina og þakkar mér fyrir.“ Veiga segir að hún voni að myndirnar verði til þess að viðhorfsbreyting verði meðal almennings vegna laxeldis. Hún segist merkja þær breytingar eftir myndbirtingarnar. „Það eru viðbrögðin sem ég fæ. Ég hef oft verið að ræða við kallana í pottinum í Grafarvogslauginni, þeir eru alltaf að segja mér að hætta þessari vitleysu. En svo hitti ég þá á föstudagin og þá sögðu þeir við mig: Já, ókei þetta er allt rétt sem þú ert búin að vera að segja.“ Gæti þetta verið vendipunktur? Með almenningsálitið? „Já, ég held að þetta hafi mikil áhrif á almenningsálitið. Ég gerði smá myndband á Instagram og ég hef aldrei fengið jafn mikla umferð á Instagram.“ Veiga segir að fara ætti með fiskeldi í lokuð kerfi. Þá sé hægt að hirða upp botnfallið eftir fiskinn og þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af lús og eitri. Verið sé að vinna með slík kerfi í Noregi. Þú ert ekki bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða? „Nei, ég verð að viðurkenna það. Þó ég voni það.“
Fiskeldi Bítið Sjókvíaeldi Dýraheilbrigði Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira