Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2023 10:49 Í skilaboðunum er sérstaklega talað um að Írak sé í stöðu til að hafa áhrif. Getty/NurPhoto/Morteza Nikoubazl „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. Í skilaboðunum segir meðal annars að Írak sé mikilvægt ríki á svæðinu og geti sem slíkt gengt lykilhlutverki í að þrýsta á Bandaríkin og „hernámsstjórnina“ um að stöðva blóðbaðið á Gasa og breyta nálgun sinni gagnvart Arabaríkjunum. „Bandaríkin eru vitorðsmaður Zíonistana í glæpum þeirra gegn Gasa. Án vopna og pólitísks stuðnings munu stjórnvöld Zíonista ekki geta haldið áfram,“ segir í skilaboðunum. Þá segir að því lengur sem stríðið standi yfir því augljósari verði hlutdeild Bandaríkjamanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið á ferð um nágrannaríki Ísrael og Palestínu síðustu daga, bæði til að freista þess að forða því að yfirstandandi átök breiðist út og til að tala fyrir mannúðarhléi. Ísraelsmenn sæta auknum þrýstingi um að láta af hernaði sínum á Gasa en þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir til fólks um að flýja suður þar sem hernaðaraðgerðir standi yfir í norðurhlutanum, eru enn gerðar árásir á suðurhlutann. Forsvarsmenn margra helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað var eftir tafaralausu vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá birtu samtökin færslu á X/Twitter í morgun þar sem greint var frá því að eitt barn létist og tvö særðust á tíu mínútna fresti. Átök í Ísrael og Palestínu Íran Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira
Í skilaboðunum segir meðal annars að Írak sé mikilvægt ríki á svæðinu og geti sem slíkt gengt lykilhlutverki í að þrýsta á Bandaríkin og „hernámsstjórnina“ um að stöðva blóðbaðið á Gasa og breyta nálgun sinni gagnvart Arabaríkjunum. „Bandaríkin eru vitorðsmaður Zíonistana í glæpum þeirra gegn Gasa. Án vopna og pólitísks stuðnings munu stjórnvöld Zíonista ekki geta haldið áfram,“ segir í skilaboðunum. Þá segir að því lengur sem stríðið standi yfir því augljósari verði hlutdeild Bandaríkjamanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið á ferð um nágrannaríki Ísrael og Palestínu síðustu daga, bæði til að freista þess að forða því að yfirstandandi átök breiðist út og til að tala fyrir mannúðarhléi. Ísraelsmenn sæta auknum þrýstingi um að láta af hernaði sínum á Gasa en þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir til fólks um að flýja suður þar sem hernaðaraðgerðir standi yfir í norðurhlutanum, eru enn gerðar árásir á suðurhlutann. Forsvarsmenn margra helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað var eftir tafaralausu vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá birtu samtökin færslu á X/Twitter í morgun þar sem greint var frá því að eitt barn létist og tvö særðust á tíu mínútna fresti.
Átök í Ísrael og Palestínu Íran Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira