Álftanes með bestu vörn nýliða og næstbesta árangurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 15:00 Dúi Þór Jónsson fagnar einum af fjórum sigrum Álftnesinga í Subway deild karla í körfubolta í vetur. Vísir/Anton Nýliðar Álftaness unnu í gær fjórða leik sinn á tímabilinu í Subway deild karla í körfubolta en því hafa aðeins sex aðrir nýliðar náð í fyrstu sex leikjunum sínum á þeim 28 tímabilum sem úrvalsdeild karla hefur verið spiluð með núverandi fyrirkomulagi. Álftanes vann hina nýliðana í Hamri í Forsetahöllinni í gær en liðið hafði áður unnið Grindavík, Breiðablik og Njarðvík. Álftanesliðið hefur tapað leikjum sínum á móti Tindastól og Þór úr Þorlákshöfn. Það eru aðeins eitt lið á fyrsta ári sem hefur unnið fleiri leiki í fyrstu sex umferðunum en Álftanes í ár. Tindastóll á metið en liðið vann fimm sigra í fyrstu sex leikjum sínum tímabilið 2014-15. Stólarnir urðu í öðru sæti í deildinni það tímabil og fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Fimm aðrir nýliðar hafa náð að vinna fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og allir hafa þeir komist í úrslitakeppnina vorið eftir sem er stórt afrek hjá liði á sínu fyrsta ári í deildinni. Engin skotsýning í sókninni Álftanes er ekki að ná þessum árangri á sóknarleik eða einhverri frábærri skotsýningu. Hinir nýliðarnir í Hamri hafa þannig skorað 22 fleiri stig en Álftanes í vetur þrátt fyrir að vera stigalausir við botninn. Það er nefnilega í vörninni sem Álftanes hefur lagt grunninn að góðum árangri sínum. Álftanes er þannig með bestu vörn nýliða í fyrstu sex leikjunum frá því að deildin tók upp núverandi fyrirkomulag haustið 1996. Álftanes hefur aðeins fengið á sig 77,0 stig að meðaltali í leik en næstminnst fengu nýliðar Hamars á 1999-2000 tímabilinu og nýliðar Vals á sig á 2000-21 tímabilinu eða 79,0 stig í leik hvort. Stólarnir eiga enn metið Það er líka aðeins umrætt Tindastólslið sem er með betra nettóskor en Álftanes. Stólarnir voru plús 54 stig í fyrstu sex leikjum sínum haustið 2014 en Álftnesingar eru plús 35 stig á þessari leiktíð. Haukarnir frá 2013 deila reyndar því sæti með Álftanesliðinu. Álftanesliðið er aftur á móti aðeins í 26. sæti meðal nýliða þegar kemur að því að skila stigum upp á töflu í fyrstu sex leikjum sínum. Þar er efst á palli lið Blika frá því í fyrra sem skoraði 105,5 stig í leik eða tíu stigum meira í leik en KFÍ liðið frá 2010 sem er í öðru sæti með 95,5 stig í leik. Haukur Helgi Pálsson kom til Álftanesliðsins í sumar og þessi frábæri varnarmaður á mikinn þátt í góðum varnarleik liðsins.Vísir/Anton Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16 Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Álftanes vann hina nýliðana í Hamri í Forsetahöllinni í gær en liðið hafði áður unnið Grindavík, Breiðablik og Njarðvík. Álftanesliðið hefur tapað leikjum sínum á móti Tindastól og Þór úr Þorlákshöfn. Það eru aðeins eitt lið á fyrsta ári sem hefur unnið fleiri leiki í fyrstu sex umferðunum en Álftanes í ár. Tindastóll á metið en liðið vann fimm sigra í fyrstu sex leikjum sínum tímabilið 2014-15. Stólarnir urðu í öðru sæti í deildinni það tímabil og fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Fimm aðrir nýliðar hafa náð að vinna fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og allir hafa þeir komist í úrslitakeppnina vorið eftir sem er stórt afrek hjá liði á sínu fyrsta ári í deildinni. Engin skotsýning í sókninni Álftanes er ekki að ná þessum árangri á sóknarleik eða einhverri frábærri skotsýningu. Hinir nýliðarnir í Hamri hafa þannig skorað 22 fleiri stig en Álftanes í vetur þrátt fyrir að vera stigalausir við botninn. Það er nefnilega í vörninni sem Álftanes hefur lagt grunninn að góðum árangri sínum. Álftanes er þannig með bestu vörn nýliða í fyrstu sex leikjunum frá því að deildin tók upp núverandi fyrirkomulag haustið 1996. Álftanes hefur aðeins fengið á sig 77,0 stig að meðaltali í leik en næstminnst fengu nýliðar Hamars á 1999-2000 tímabilinu og nýliðar Vals á sig á 2000-21 tímabilinu eða 79,0 stig í leik hvort. Stólarnir eiga enn metið Það er líka aðeins umrætt Tindastólslið sem er með betra nettóskor en Álftanes. Stólarnir voru plús 54 stig í fyrstu sex leikjum sínum haustið 2014 en Álftnesingar eru plús 35 stig á þessari leiktíð. Haukarnir frá 2013 deila reyndar því sæti með Álftanesliðinu. Álftanesliðið er aftur á móti aðeins í 26. sæti meðal nýliða þegar kemur að því að skila stigum upp á töflu í fyrstu sex leikjum sínum. Þar er efst á palli lið Blika frá því í fyrra sem skoraði 105,5 stig í leik eða tíu stigum meira í leik en KFÍ liðið frá 2010 sem er í öðru sæti með 95,5 stig í leik. Haukur Helgi Pálsson kom til Álftanesliðsins í sumar og þessi frábæri varnarmaður á mikinn þátt í góðum varnarleik liðsins.Vísir/Anton Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16
Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira