Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2023 09:00 Sigríður Jónasdóttir ásamt hundinum sínum. Bæði þoldu þau illa stöðuga skjálfta undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. „Ég fékk bara alveg nóg þarna á fimmtudagsmorguninn. Ég bara meikaði ekki að vera lengur heima,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir nóttina á undan hafa verið hræðilega. „Það komu endalausir skjálftar, maður náði náttúrulega engum svefni og ég varð bara ofboðslega hrædd. Um áttaleytið þá ákvað ég bara að bruna í bæinn. Ég fór nú reyndar án þess að taka hjólhýsið en svo kom nágranninn minn með það til mín og ég er í því núna í bænum.“ Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að vera lengi? „Nei. En mig langar ekki heim. Ekki strax. Ég var bara alveg ofboðslega hrædd og ég viðurkenni það bara. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ segir Sigríður. Hún segist ekki hafa náð að festa svefn í einn og hálfan sólarhring áður en hún sofnaði loksins í borginni. Sigríður segir að þessi skjálftahrina sé töluvert verri en þær tvær síðustu sem voru á Reykjanesi í aðdraganda eldgosa í Geldingadölum og í Merardölum. „Þetta er búið að vera alveg hræðilegt. Auðvitað erum við öll misjöfn en mín upplifun hefur verið hræðileg og ég veit um fleiri. Það er fleira fólk farið, einhverjir eru farnir upp í bústað og einhverjir til ættingja.“ Erfið ákvörðun en léttir að vera mætt til Reykjavíkur Sigríður er auk þess með hund og er eiginmaður hennar sjómaður og sonur hennar erlendis, svo að hún og hundurinn hafa verið ein síðustu daga. Hún segist hafa fundið vel fyrir nánast öllum skjálftum hrinunnar, meira að segja þeim sem hafi mælst í smærri kantinum. Ástandið hafi varað í tæpar tvær vikur. „Ég var nefnilega ein heima og það stuðaði mig svakalega. Ég bara gat ekki hugsað mér þetta. Ég fann líka fyrir litlu. Ég bý í tveggja hæða húsi og þegar ég var uppi fann ég ótrúlega vel fyrir þessu og svo var það óvissan um það, hvenær kemur næsti?“ Sigríður segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa heimili sitt. Hún pakkaði helstu nauðsynjum en segist þurfa að kíkja til Grindavíkur til að ná í fleira dót. „Hausinn er ekki búinn að vera á staðnum. Maður er alltaf að bíða eftir því að vera vakinn upp úr einhverri hryllingsmynd. Ég er ekki einu sinni að grínast. Það var mikill léttir þegar ég kom til Reykjavíkur.“ Sigríður segist vera dugleg að skoða fréttamiðla. Hún segist vona að þessu fari brátt að ljúka. „Þetta er búið að taka mikið á sálartetrið. Ég reikna náttúrulega ekki með öðru en að það sé að fara að gjósa og það má bara fara að koma, og á besta stað.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
„Ég fékk bara alveg nóg þarna á fimmtudagsmorguninn. Ég bara meikaði ekki að vera lengur heima,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir nóttina á undan hafa verið hræðilega. „Það komu endalausir skjálftar, maður náði náttúrulega engum svefni og ég varð bara ofboðslega hrædd. Um áttaleytið þá ákvað ég bara að bruna í bæinn. Ég fór nú reyndar án þess að taka hjólhýsið en svo kom nágranninn minn með það til mín og ég er í því núna í bænum.“ Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að vera lengi? „Nei. En mig langar ekki heim. Ekki strax. Ég var bara alveg ofboðslega hrædd og ég viðurkenni það bara. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ segir Sigríður. Hún segist ekki hafa náð að festa svefn í einn og hálfan sólarhring áður en hún sofnaði loksins í borginni. Sigríður segir að þessi skjálftahrina sé töluvert verri en þær tvær síðustu sem voru á Reykjanesi í aðdraganda eldgosa í Geldingadölum og í Merardölum. „Þetta er búið að vera alveg hræðilegt. Auðvitað erum við öll misjöfn en mín upplifun hefur verið hræðileg og ég veit um fleiri. Það er fleira fólk farið, einhverjir eru farnir upp í bústað og einhverjir til ættingja.“ Erfið ákvörðun en léttir að vera mætt til Reykjavíkur Sigríður er auk þess með hund og er eiginmaður hennar sjómaður og sonur hennar erlendis, svo að hún og hundurinn hafa verið ein síðustu daga. Hún segist hafa fundið vel fyrir nánast öllum skjálftum hrinunnar, meira að segja þeim sem hafi mælst í smærri kantinum. Ástandið hafi varað í tæpar tvær vikur. „Ég var nefnilega ein heima og það stuðaði mig svakalega. Ég bara gat ekki hugsað mér þetta. Ég fann líka fyrir litlu. Ég bý í tveggja hæða húsi og þegar ég var uppi fann ég ótrúlega vel fyrir þessu og svo var það óvissan um það, hvenær kemur næsti?“ Sigríður segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa heimili sitt. Hún pakkaði helstu nauðsynjum en segist þurfa að kíkja til Grindavíkur til að ná í fleira dót. „Hausinn er ekki búinn að vera á staðnum. Maður er alltaf að bíða eftir því að vera vakinn upp úr einhverri hryllingsmynd. Ég er ekki einu sinni að grínast. Það var mikill léttir þegar ég kom til Reykjavíkur.“ Sigríður segist vera dugleg að skoða fréttamiðla. Hún segist vona að þessu fari brátt að ljúka. „Þetta er búið að taka mikið á sálartetrið. Ég reikna náttúrulega ekki með öðru en að það sé að fara að gjósa og það má bara fara að koma, og á besta stað.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52