Atlético á toppinn en allt jafnt á toppi H-riðils Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2023 22:40 Griezmann og félagar skemmtu sér konunglega í kvöld. EPA-EFE/KIKO HUESCA Atlético Madríd er mætt á topp E-riðils eftir einstaklega þægilegan 6-0 sigur á Celtic í Meistaradeild Evrópu. Þá eru Porto og Barcelona jöfn að stigum á toppi H-riðils. Það var snemma ljóst að Celtic væru í hlutverki músarinnar í Madríd. Antoine Griezmann kom Atlético yfir strax á 6. mínútu. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk hinn japanski Daizen Maeda beint rautt spjald í liði Celtic og ljóst að gestirnir væru að fara stigalausir heim. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Álvaro Morata forystu heimaliðsins og staðan 2-0 í hálfleik. Það var svo Griezmann sem kom Atrlético þremur mörkum yfir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Áfram hélt niðurlæging Celtic sex mínútum síðar þegar varamaðurinn Samuel Lino þrumaði boltanum í netið úr þröngu færi, staðan orðin 4-0. Morata og Saúl Ñíguez juku þjáningar gestanna enn frekar en þegar loks var flautað til leiksloka var staðan 6-0 Atlético Madríd í vil. Atleti on fire #UCL pic.twitter.com/RNbs7LJPIY— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Róm var Feyenoord í heimsókn hjá Lazio. Þar stefndi í markalausan fyrri hálfleik eða allt þangað til Ciro Immobile braut ísinn í uppbótartíma eftir undirbúning Felipe Anderson. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 1-0 sigri Lazio. Atl. Madríd trónir á toppi E-riðils með 8 stig, Lazio með 7 stig, Feyenoord með 6 stig og Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Immobile's goal secures the points for Lazio #UCL pic.twitter.com/kGd9zJN5uJ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Portúgal gat Porto jafnað Barcelona að stigum á toppi H-riðils með sigri á Antwerp frá Belgíu þar sem Börsungar töpuðu óvart gegn Shakhtar Donetsk. Porto var mun sterkari aðilinn og vann á endanum öruggan 2-0 sigur. Evanilson skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma. Það virtist ætla að vera eina mark leiksins en hinn fertugi Pepe skreytti kökuna með öðru marki Porto í uppbótartíma. Varð hann um leið elsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Lokatölur 2-0 og Porto komið í harða baráttu við Barcelona um toppsæti riðilsins. Shakhtar er með sex stig og lætur sig dreyma um að komast í 16-liða úrslit á meðan Antwerp er án stiga. At 40 years old, Pepe becomes the oldest player to score in the Champions League pic.twitter.com/qmdqm63Y5K— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59 Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45 Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20 Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Sjá meira
Það var snemma ljóst að Celtic væru í hlutverki músarinnar í Madríd. Antoine Griezmann kom Atlético yfir strax á 6. mínútu. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk hinn japanski Daizen Maeda beint rautt spjald í liði Celtic og ljóst að gestirnir væru að fara stigalausir heim. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Álvaro Morata forystu heimaliðsins og staðan 2-0 í hálfleik. Það var svo Griezmann sem kom Atrlético þremur mörkum yfir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Áfram hélt niðurlæging Celtic sex mínútum síðar þegar varamaðurinn Samuel Lino þrumaði boltanum í netið úr þröngu færi, staðan orðin 4-0. Morata og Saúl Ñíguez juku þjáningar gestanna enn frekar en þegar loks var flautað til leiksloka var staðan 6-0 Atlético Madríd í vil. Atleti on fire #UCL pic.twitter.com/RNbs7LJPIY— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Róm var Feyenoord í heimsókn hjá Lazio. Þar stefndi í markalausan fyrri hálfleik eða allt þangað til Ciro Immobile braut ísinn í uppbótartíma eftir undirbúning Felipe Anderson. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 1-0 sigri Lazio. Atl. Madríd trónir á toppi E-riðils með 8 stig, Lazio með 7 stig, Feyenoord með 6 stig og Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Immobile's goal secures the points for Lazio #UCL pic.twitter.com/kGd9zJN5uJ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Portúgal gat Porto jafnað Barcelona að stigum á toppi H-riðils með sigri á Antwerp frá Belgíu þar sem Börsungar töpuðu óvart gegn Shakhtar Donetsk. Porto var mun sterkari aðilinn og vann á endanum öruggan 2-0 sigur. Evanilson skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma. Það virtist ætla að vera eina mark leiksins en hinn fertugi Pepe skreytti kökuna með öðru marki Porto í uppbótartíma. Varð hann um leið elsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Lokatölur 2-0 og Porto komið í harða baráttu við Barcelona um toppsæti riðilsins. Shakhtar er með sex stig og lætur sig dreyma um að komast í 16-liða úrslit á meðan Antwerp er án stiga. At 40 years old, Pepe becomes the oldest player to score in the Champions League pic.twitter.com/qmdqm63Y5K— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59 Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45 Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20 Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Sjá meira
Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59
Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45
Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20
Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00