G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 10:58 Utanríkisráðherrar G7 funduðu í Tókýó í morgun. AP/Jonathan Ernst Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. Ráðherrarnir ítrekuðu fordæmingu sína á árásum Hamas 7. október og stuðning þeirra við rétt Ísraels til að verja sig en lögðu einnig áherslu á nauðsyn þess að fara að alþjóðlegum lögum. Þá gagnrýndu þeir ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum gegn Palestínumönnum, sögðu það óásættanlegt, grafa undan öryggi á svæðinu og ógna vonum um varanlegan frið. Yoko Kamikawa, utanríkisráðherra Japan, sagði að loknum fundi í Tókýó að tafarlausra aðgerða væri þörf til að mæta því ástandi sem hefði skapast á Gasa síðustu daga og vikur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahlé hins vegar ekki inni í myndinni; Hamas-samtökin hefðu enn yfir 200 manns í gíslingu og hefðu hótað ítrekuðum endurtekningum á 7. október. Það væri afstaða Bandaríkjanna til framtíðarhorfa á Gasa að það mætti ekki neyða Palestínumenn þaðan, ekki núna og ekki í framtíðinni. Gasa ætti ekki að verða miðstöð fyrir hryðjuverkastarfsemi né væri rétt að hernema svæðið á ný. Þá ætti ekki að umkringja eða hindra för fólks um svæðið né minnka það. Framtíðarstjórn Gasa yrði að vera á höndum stjórnar leidda af Palestínumönnum og miða að því að svara vilja Palestínumanna. Þá þyrfti að sameina Gasa og Vesturbakkann undir umræddri stjórn og vinna að endurreisn innviða á Gasa. Blinken sagði Bandaríkjamenn sjá fyrir sér Ísraelsmenn og Palestínumenn lifa saman í friði, í eigin ríkjum. Utanríkisráðherrann sagði Gasa ekki mega falla aftur undir stjórn Hamas né ættu Ísraelar að hernema svæðið á ný. Viðbúið væri hins vegar að grípa þyrfti til einhverra tímabundinna ráðstafana að átökum loknum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Ráðherrarnir ítrekuðu fordæmingu sína á árásum Hamas 7. október og stuðning þeirra við rétt Ísraels til að verja sig en lögðu einnig áherslu á nauðsyn þess að fara að alþjóðlegum lögum. Þá gagnrýndu þeir ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum gegn Palestínumönnum, sögðu það óásættanlegt, grafa undan öryggi á svæðinu og ógna vonum um varanlegan frið. Yoko Kamikawa, utanríkisráðherra Japan, sagði að loknum fundi í Tókýó að tafarlausra aðgerða væri þörf til að mæta því ástandi sem hefði skapast á Gasa síðustu daga og vikur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahlé hins vegar ekki inni í myndinni; Hamas-samtökin hefðu enn yfir 200 manns í gíslingu og hefðu hótað ítrekuðum endurtekningum á 7. október. Það væri afstaða Bandaríkjanna til framtíðarhorfa á Gasa að það mætti ekki neyða Palestínumenn þaðan, ekki núna og ekki í framtíðinni. Gasa ætti ekki að verða miðstöð fyrir hryðjuverkastarfsemi né væri rétt að hernema svæðið á ný. Þá ætti ekki að umkringja eða hindra för fólks um svæðið né minnka það. Framtíðarstjórn Gasa yrði að vera á höndum stjórnar leidda af Palestínumönnum og miða að því að svara vilja Palestínumanna. Þá þyrfti að sameina Gasa og Vesturbakkann undir umræddri stjórn og vinna að endurreisn innviða á Gasa. Blinken sagði Bandaríkjamenn sjá fyrir sér Ísraelsmenn og Palestínumenn lifa saman í friði, í eigin ríkjum. Utanríkisráðherrann sagði Gasa ekki mega falla aftur undir stjórn Hamas né ættu Ísraelar að hernema svæðið á ný. Viðbúið væri hins vegar að grípa þyrfti til einhverra tímabundinna ráðstafana að átökum loknum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira