Arion banki tjáir sig ekki um mál Árna Odds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 10:09 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Engar skýringar fást á því frá Arion banka hvers vegna bankinn leysti til sín hlutabréf Árna Odds Þórðarsonar sem lét í gær af störfum sem forstjóri Marels. Þetta kemur fram í svörum frá bankanum. Árni Oddur tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir tíu ár í stól forstjóra og átta ár þar á undan sem stjórnarformaður. Réttaróvissa væri uppi vegna aðgerða Arionbanka sem leysti til sín hlutabréf hans í félaginu Eyri Invest, sem heldur utan um hlut hans í Marel, vegna láns Árna Þórðar hjá bankanum. Verð á bréfum í Marel féllu um rúm þrjú prósent við opnun markaða í morgun. Kröfum bætt við á síðustu stundu Árni Oddur sagði í tilkynningunni í gær að Arionbanki hefði gripið til þessara aðgerða „þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi.“ Á síðustu stundu hefði Arion banki bætt við kröfum umfram skilmála lánasamnings sem hefðu verið óaðgengilegar. Bankinn hefði hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kosið að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. „Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini Árni Oddur sagði lögmenn sína hafa mótmælt þessu og kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Benedikt Gíslason bankastjóra Arion banka vegna málsins. Þeirri beiðni var hafnað. „Arion banki starfar eftir skýrum innri reglum og ferlum um lánveitingar og nauðsynlegar tryggingar hverju sinni í samræmi við gildandi lög og kröfur um góða viðskiptahætti. Við hins vegar tjáum okkur ekki um málefni einstakra viðskiptavina okkar og munum því ekki veita viðtal vegna þessa máls,“ segir í skriflegu svari Hlédísar Sigurðardóttur, staðgengill upplýsingafulltrúa, hjá Arion banka. Marel Kauphöllin Arion banki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Árni Oddur tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir tíu ár í stól forstjóra og átta ár þar á undan sem stjórnarformaður. Réttaróvissa væri uppi vegna aðgerða Arionbanka sem leysti til sín hlutabréf hans í félaginu Eyri Invest, sem heldur utan um hlut hans í Marel, vegna láns Árna Þórðar hjá bankanum. Verð á bréfum í Marel féllu um rúm þrjú prósent við opnun markaða í morgun. Kröfum bætt við á síðustu stundu Árni Oddur sagði í tilkynningunni í gær að Arionbanki hefði gripið til þessara aðgerða „þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi.“ Á síðustu stundu hefði Arion banki bætt við kröfum umfram skilmála lánasamnings sem hefðu verið óaðgengilegar. Bankinn hefði hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kosið að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. „Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini Árni Oddur sagði lögmenn sína hafa mótmælt þessu og kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Benedikt Gíslason bankastjóra Arion banka vegna málsins. Þeirri beiðni var hafnað. „Arion banki starfar eftir skýrum innri reglum og ferlum um lánveitingar og nauðsynlegar tryggingar hverju sinni í samræmi við gildandi lög og kröfur um góða viðskiptahætti. Við hins vegar tjáum okkur ekki um málefni einstakra viðskiptavina okkar og munum því ekki veita viðtal vegna þessa máls,“ segir í skriflegu svari Hlédísar Sigurðardóttur, staðgengill upplýsingafulltrúa, hjá Arion banka.
Marel Kauphöllin Arion banki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10