Arion banki tjáir sig ekki um mál Árna Odds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 10:09 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Engar skýringar fást á því frá Arion banka hvers vegna bankinn leysti til sín hlutabréf Árna Odds Þórðarsonar sem lét í gær af störfum sem forstjóri Marels. Þetta kemur fram í svörum frá bankanum. Árni Oddur tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir tíu ár í stól forstjóra og átta ár þar á undan sem stjórnarformaður. Réttaróvissa væri uppi vegna aðgerða Arionbanka sem leysti til sín hlutabréf hans í félaginu Eyri Invest, sem heldur utan um hlut hans í Marel, vegna láns Árna Þórðar hjá bankanum. Verð á bréfum í Marel féllu um rúm þrjú prósent við opnun markaða í morgun. Kröfum bætt við á síðustu stundu Árni Oddur sagði í tilkynningunni í gær að Arionbanki hefði gripið til þessara aðgerða „þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi.“ Á síðustu stundu hefði Arion banki bætt við kröfum umfram skilmála lánasamnings sem hefðu verið óaðgengilegar. Bankinn hefði hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kosið að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. „Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini Árni Oddur sagði lögmenn sína hafa mótmælt þessu og kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Benedikt Gíslason bankastjóra Arion banka vegna málsins. Þeirri beiðni var hafnað. „Arion banki starfar eftir skýrum innri reglum og ferlum um lánveitingar og nauðsynlegar tryggingar hverju sinni í samræmi við gildandi lög og kröfur um góða viðskiptahætti. Við hins vegar tjáum okkur ekki um málefni einstakra viðskiptavina okkar og munum því ekki veita viðtal vegna þessa máls,“ segir í skriflegu svari Hlédísar Sigurðardóttur, staðgengill upplýsingafulltrúa, hjá Arion banka. Marel Kauphöllin Arion banki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Árni Oddur tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir tíu ár í stól forstjóra og átta ár þar á undan sem stjórnarformaður. Réttaróvissa væri uppi vegna aðgerða Arionbanka sem leysti til sín hlutabréf hans í félaginu Eyri Invest, sem heldur utan um hlut hans í Marel, vegna láns Árna Þórðar hjá bankanum. Verð á bréfum í Marel féllu um rúm þrjú prósent við opnun markaða í morgun. Kröfum bætt við á síðustu stundu Árni Oddur sagði í tilkynningunni í gær að Arionbanki hefði gripið til þessara aðgerða „þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi.“ Á síðustu stundu hefði Arion banki bætt við kröfum umfram skilmála lánasamnings sem hefðu verið óaðgengilegar. Bankinn hefði hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kosið að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. „Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini Árni Oddur sagði lögmenn sína hafa mótmælt þessu og kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Benedikt Gíslason bankastjóra Arion banka vegna málsins. Þeirri beiðni var hafnað. „Arion banki starfar eftir skýrum innri reglum og ferlum um lánveitingar og nauðsynlegar tryggingar hverju sinni í samræmi við gildandi lög og kröfur um góða viðskiptahætti. Við hins vegar tjáum okkur ekki um málefni einstakra viðskiptavina okkar og munum því ekki veita viðtal vegna þessa máls,“ segir í skriflegu svari Hlédísar Sigurðardóttur, staðgengill upplýsingafulltrúa, hjá Arion banka.
Marel Kauphöllin Arion banki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10