Arion eignaðist 1,2 prósent í Marel með innlausninni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 13:01 Árni Oddur Þórðarsson er afar ósáttur við framgöngu Arion banka eftir að bankinn leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest. Bankinn á eftir innlausnina næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu og þar að leiðandi 1,2 prósent í Marel. Vísir Forstjóri Marel síðustu tíu ár er hættur eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest stærsta hluthafa í fyrirtækinu. Arion banki eignast næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu eftir innlausnina. Árni Oddur Þórðarson var stjórnarformaður í Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi hefur hann sinnt síðustu tíu ár. Hann sendi frá fréttatilkynningu í gærkvöldi um að að hann hefði nú ákveðið að stíga til hliðar vegna réttaróvissu sem hafi skapast eftir að Arion banki leysti til sín hluta bréfum hans í Eyri Invest fjárfestingarfélagi. Það félag hefur verið stærsti hluthafi Marel síðan árið 2005 og fer nú með tæplega fjórðungs hlut í því félagi. Í tilkynningu Árna frá í gær kemur fram að Arion banki hafi gripið til þess að innleysa hlutabréf hans í Eyri Invest þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánssamnings hans við bankann hafi verið fullnægt. Árni hafi verið í viðræðum við bankann síðustu vikur og hafi látið allar sínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánssamningi. Í tilkynningu Árna kemur fram að bankinn hafi bætt við óaðgengilegum kröfum við lánssamning hans og hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna. Fram kemur að bankinn hafi leyst bréfin til sín samkvæmt virði eigna samkvæmt lánssamningi 31. október en hafi enn ekki skilað umframvirði eigna. Arion eignast næstum fimm prósent í Eyri Invest Gengi í Marel stærstu eign Eyris Invest var þann 31. október þegar vendingarnar fara fram, samkvæmt Kauphöll 383 á hvern hlut en hlutabréfaverð félagsins hafa hríðfallið síðustu tvö ár, um næstum sextíu prósent. Arion banki eignaðist því eftir þessar vendingar um 4,87 hlut í Eyri Invest sem samsvarar 1,2 prósenta hlut í Marel. Árni Oddur segir að þessari innlausn bankans hafi mótmælt af lögmönnum hans og málið verið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Virðisrýrnun Marel í Kauphöllinni hefur haft áhrif á fleiri eignir Árna Odds en Innherji greindi frá því í október á þessu ári að eignarhaldsfélag hans hafi tapað einum komma einum milljarði króna eftir verðfall á bréfum Marels. Þá kom fram að samanlagður hlutur Árna í Eyri Invest hefði verið um 18 prósent í ársbyrjun 2023. Arion segist fara að skýrum reglum Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini en í svari kemur fram að bankinn starfi eftir skýrum reglum og ferlum um lánveitingar. Almennt má segja um lánssamninga fjármálastofnanna vegna lána einstaklinga fyrir hlutabréfum að þeir eru með þeim skilmálum að fari hlutabréfverð sem lánað er fyrir niður fyrir ákveðin mörk þá framkvæmir lánastofnunin svokallað veðkall. Þá getur lántakandi komið með auknar tryggingar fyrir láninu. Ef þær nægja hins vegar ekki leysir fjármálastofnun hlutabréfin til sín og selur svo áfram. Arion banki Marel Fjármálamarkaðir Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson var stjórnarformaður í Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi hefur hann sinnt síðustu tíu ár. Hann sendi frá fréttatilkynningu í gærkvöldi um að að hann hefði nú ákveðið að stíga til hliðar vegna réttaróvissu sem hafi skapast eftir að Arion banki leysti til sín hluta bréfum hans í Eyri Invest fjárfestingarfélagi. Það félag hefur verið stærsti hluthafi Marel síðan árið 2005 og fer nú með tæplega fjórðungs hlut í því félagi. Í tilkynningu Árna frá í gær kemur fram að Arion banki hafi gripið til þess að innleysa hlutabréf hans í Eyri Invest þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánssamnings hans við bankann hafi verið fullnægt. Árni hafi verið í viðræðum við bankann síðustu vikur og hafi látið allar sínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánssamningi. Í tilkynningu Árna kemur fram að bankinn hafi bætt við óaðgengilegum kröfum við lánssamning hans og hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna. Fram kemur að bankinn hafi leyst bréfin til sín samkvæmt virði eigna samkvæmt lánssamningi 31. október en hafi enn ekki skilað umframvirði eigna. Arion eignast næstum fimm prósent í Eyri Invest Gengi í Marel stærstu eign Eyris Invest var þann 31. október þegar vendingarnar fara fram, samkvæmt Kauphöll 383 á hvern hlut en hlutabréfaverð félagsins hafa hríðfallið síðustu tvö ár, um næstum sextíu prósent. Arion banki eignaðist því eftir þessar vendingar um 4,87 hlut í Eyri Invest sem samsvarar 1,2 prósenta hlut í Marel. Árni Oddur segir að þessari innlausn bankans hafi mótmælt af lögmönnum hans og málið verið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Virðisrýrnun Marel í Kauphöllinni hefur haft áhrif á fleiri eignir Árna Odds en Innherji greindi frá því í október á þessu ári að eignarhaldsfélag hans hafi tapað einum komma einum milljarði króna eftir verðfall á bréfum Marels. Þá kom fram að samanlagður hlutur Árna í Eyri Invest hefði verið um 18 prósent í ársbyrjun 2023. Arion segist fara að skýrum reglum Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini en í svari kemur fram að bankinn starfi eftir skýrum reglum og ferlum um lánveitingar. Almennt má segja um lánssamninga fjármálastofnanna vegna lána einstaklinga fyrir hlutabréfum að þeir eru með þeim skilmálum að fari hlutabréfverð sem lánað er fyrir niður fyrir ákveðin mörk þá framkvæmir lánastofnunin svokallað veðkall. Þá getur lántakandi komið með auknar tryggingar fyrir láninu. Ef þær nægja hins vegar ekki leysir fjármálastofnun hlutabréfin til sín og selur svo áfram.
Arion banki Marel Fjármálamarkaðir Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira