Arion eignaðist 1,2 prósent í Marel með innlausninni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 13:01 Árni Oddur Þórðarsson er afar ósáttur við framgöngu Arion banka eftir að bankinn leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest. Bankinn á eftir innlausnina næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu og þar að leiðandi 1,2 prósent í Marel. Vísir Forstjóri Marel síðustu tíu ár er hættur eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest stærsta hluthafa í fyrirtækinu. Arion banki eignast næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu eftir innlausnina. Árni Oddur Þórðarson var stjórnarformaður í Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi hefur hann sinnt síðustu tíu ár. Hann sendi frá fréttatilkynningu í gærkvöldi um að að hann hefði nú ákveðið að stíga til hliðar vegna réttaróvissu sem hafi skapast eftir að Arion banki leysti til sín hluta bréfum hans í Eyri Invest fjárfestingarfélagi. Það félag hefur verið stærsti hluthafi Marel síðan árið 2005 og fer nú með tæplega fjórðungs hlut í því félagi. Í tilkynningu Árna frá í gær kemur fram að Arion banki hafi gripið til þess að innleysa hlutabréf hans í Eyri Invest þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánssamnings hans við bankann hafi verið fullnægt. Árni hafi verið í viðræðum við bankann síðustu vikur og hafi látið allar sínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánssamningi. Í tilkynningu Árna kemur fram að bankinn hafi bætt við óaðgengilegum kröfum við lánssamning hans og hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna. Fram kemur að bankinn hafi leyst bréfin til sín samkvæmt virði eigna samkvæmt lánssamningi 31. október en hafi enn ekki skilað umframvirði eigna. Arion eignast næstum fimm prósent í Eyri Invest Gengi í Marel stærstu eign Eyris Invest var þann 31. október þegar vendingarnar fara fram, samkvæmt Kauphöll 383 á hvern hlut en hlutabréfaverð félagsins hafa hríðfallið síðustu tvö ár, um næstum sextíu prósent. Arion banki eignaðist því eftir þessar vendingar um 4,87 hlut í Eyri Invest sem samsvarar 1,2 prósenta hlut í Marel. Árni Oddur segir að þessari innlausn bankans hafi mótmælt af lögmönnum hans og málið verið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Virðisrýrnun Marel í Kauphöllinni hefur haft áhrif á fleiri eignir Árna Odds en Innherji greindi frá því í október á þessu ári að eignarhaldsfélag hans hafi tapað einum komma einum milljarði króna eftir verðfall á bréfum Marels. Þá kom fram að samanlagður hlutur Árna í Eyri Invest hefði verið um 18 prósent í ársbyrjun 2023. Arion segist fara að skýrum reglum Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini en í svari kemur fram að bankinn starfi eftir skýrum reglum og ferlum um lánveitingar. Almennt má segja um lánssamninga fjármálastofnanna vegna lána einstaklinga fyrir hlutabréfum að þeir eru með þeim skilmálum að fari hlutabréfverð sem lánað er fyrir niður fyrir ákveðin mörk þá framkvæmir lánastofnunin svokallað veðkall. Þá getur lántakandi komið með auknar tryggingar fyrir láninu. Ef þær nægja hins vegar ekki leysir fjármálastofnun hlutabréfin til sín og selur svo áfram. Arion banki Marel Fjármálamarkaðir Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson var stjórnarformaður í Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi hefur hann sinnt síðustu tíu ár. Hann sendi frá fréttatilkynningu í gærkvöldi um að að hann hefði nú ákveðið að stíga til hliðar vegna réttaróvissu sem hafi skapast eftir að Arion banki leysti til sín hluta bréfum hans í Eyri Invest fjárfestingarfélagi. Það félag hefur verið stærsti hluthafi Marel síðan árið 2005 og fer nú með tæplega fjórðungs hlut í því félagi. Í tilkynningu Árna frá í gær kemur fram að Arion banki hafi gripið til þess að innleysa hlutabréf hans í Eyri Invest þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánssamnings hans við bankann hafi verið fullnægt. Árni hafi verið í viðræðum við bankann síðustu vikur og hafi látið allar sínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánssamningi. Í tilkynningu Árna kemur fram að bankinn hafi bætt við óaðgengilegum kröfum við lánssamning hans og hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna. Fram kemur að bankinn hafi leyst bréfin til sín samkvæmt virði eigna samkvæmt lánssamningi 31. október en hafi enn ekki skilað umframvirði eigna. Arion eignast næstum fimm prósent í Eyri Invest Gengi í Marel stærstu eign Eyris Invest var þann 31. október þegar vendingarnar fara fram, samkvæmt Kauphöll 383 á hvern hlut en hlutabréfaverð félagsins hafa hríðfallið síðustu tvö ár, um næstum sextíu prósent. Arion banki eignaðist því eftir þessar vendingar um 4,87 hlut í Eyri Invest sem samsvarar 1,2 prósenta hlut í Marel. Árni Oddur segir að þessari innlausn bankans hafi mótmælt af lögmönnum hans og málið verið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Virðisrýrnun Marel í Kauphöllinni hefur haft áhrif á fleiri eignir Árna Odds en Innherji greindi frá því í október á þessu ári að eignarhaldsfélag hans hafi tapað einum komma einum milljarði króna eftir verðfall á bréfum Marels. Þá kom fram að samanlagður hlutur Árna í Eyri Invest hefði verið um 18 prósent í ársbyrjun 2023. Arion segist fara að skýrum reglum Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini en í svari kemur fram að bankinn starfi eftir skýrum reglum og ferlum um lánveitingar. Almennt má segja um lánssamninga fjármálastofnanna vegna lána einstaklinga fyrir hlutabréfum að þeir eru með þeim skilmálum að fari hlutabréfverð sem lánað er fyrir niður fyrir ákveðin mörk þá framkvæmir lánastofnunin svokallað veðkall. Þá getur lántakandi komið með auknar tryggingar fyrir láninu. Ef þær nægja hins vegar ekki leysir fjármálastofnun hlutabréfin til sín og selur svo áfram.
Arion banki Marel Fjármálamarkaðir Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira