Mikill meirihluti landsmanna óánægður með ákvörðunina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 12:30 Eitt fyrsta verk Bjarna Benediktssonar sem utanríkisráðherra var að taka ákvörðun um afstöðu Íslands í umtalaðri atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu um vopnahlé hjá Sameinuðu þjóðunum. Hér mætir hann á ríkisstjórnarfund í gær á meðan hópur fólks krafðist tafarlausts vopnahlés. Vísir/Vilhelm Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Fólk í Islamabad höfuðborg Pakistan mótmælti átökunum á Gaza með táknrænum hætti í gær með því að bera tómar kistur og vafninga sem líktust látnum börnum.AP/Fareed Khan Afstaða Íslands við atkvæðagreiðsluna hefur verið mikið deilumál enda fjölgar stöðugt í hópi látinna á Gassa. Talið er að tíu þúsund manns, þar af um fjögur þúsund börn, hafi fallið í árásum Ísraela síðan Hamas-samtökin gerðu loftárásir í Ísrael, felldu hundruð Ísraela og tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu. Efnt hefur verið til samstöðu- og mótmælafunda hér á landi, síðast í gær í Tjarnargötu á meðan ríkisstjórnin fundaði. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 71 prósent landsmanna séu óánægð með ráðstöfun á atkvæði Íslands. 13 prósent eru ánægð og 16 prósent eru hvorki ánægð né óánægð. Athygli vekur að stærstur hluti óánægðra er mjög óánægður eða 59 prósent. Fólk í öllum aldurshópum er frekar óánægt en ánægt með afstöðu Íslands. Þannig eru 77 prósent óánægð í flokknum 18-29 ára en lægsta hlutfallið er í elsta aldurshópnum, sextíu ára og eldri. Þar eru samt 64 prósent óánægð með afstöðu Íslands. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Konur eru talsvert óánægðari en karlar, sem þó eru flestir óánægðir. 85 prósent kvenna er óánægð á meðan 59 prósent karla eru óánægðir. 18 prósent karla eru ánægðir með afstöðu Íslands. Þá gætir mestrar óánægja meðal íbúa í Reykjavík eða rúmlega 80 prósent. Hlutfallið er rúmlega 60 prósent í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þá er áberandi meiri óánægja meðal fólks með háskólapróf og fólks með grunnskólapróf. 82 prósent fólks með háskólapróf er óánægt en hlutfallið er 60 prósent hjá fólki með grunnskólapróf. Söngkonan Magga Stína segir að Íslendingar hljóti að mótmæla því þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð á Gaza. Hún var meðal mótmælenda í Tjarnargötu í gær meðan ríkisstjórnin fundaði.Vísir/Vilhelm Sveiflan er ekki svo mikil ef horft er til tekna fólks. Fólk með heimilistekjur á bilinu 550-799 þúsund á mánuði er óánægðast, eða 79 prósent í þeim tekjuhópi. 66 prósent fólks með heimilistekjur undir 400 þúsund eru óánægð með ákvörðun Íslands. Mest sveifla er þó þegar horft er til pólitískra skoðana fólks. 97 prósent sósíalista eru óánægðir, 95 prósent Pírata, 86 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 80 prósent kjósenda Viðreisnar, 77 prósent kjósenda VG og 76 prósent kjósenda Flokks fólksins. Hjá kjósendum Framsóknar gætir 51 prósent óánægju, 32 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir og 38 prósent kjósenda Miðflokksins. Könnunina í heild má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Könnun_Maskínu_UNPDF320KBSækja skjal Átök í Ísrael og Palestínu Skoðanakannanir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Fólk í Islamabad höfuðborg Pakistan mótmælti átökunum á Gaza með táknrænum hætti í gær með því að bera tómar kistur og vafninga sem líktust látnum börnum.AP/Fareed Khan Afstaða Íslands við atkvæðagreiðsluna hefur verið mikið deilumál enda fjölgar stöðugt í hópi látinna á Gassa. Talið er að tíu þúsund manns, þar af um fjögur þúsund börn, hafi fallið í árásum Ísraela síðan Hamas-samtökin gerðu loftárásir í Ísrael, felldu hundruð Ísraela og tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu. Efnt hefur verið til samstöðu- og mótmælafunda hér á landi, síðast í gær í Tjarnargötu á meðan ríkisstjórnin fundaði. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 71 prósent landsmanna séu óánægð með ráðstöfun á atkvæði Íslands. 13 prósent eru ánægð og 16 prósent eru hvorki ánægð né óánægð. Athygli vekur að stærstur hluti óánægðra er mjög óánægður eða 59 prósent. Fólk í öllum aldurshópum er frekar óánægt en ánægt með afstöðu Íslands. Þannig eru 77 prósent óánægð í flokknum 18-29 ára en lægsta hlutfallið er í elsta aldurshópnum, sextíu ára og eldri. Þar eru samt 64 prósent óánægð með afstöðu Íslands. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Konur eru talsvert óánægðari en karlar, sem þó eru flestir óánægðir. 85 prósent kvenna er óánægð á meðan 59 prósent karla eru óánægðir. 18 prósent karla eru ánægðir með afstöðu Íslands. Þá gætir mestrar óánægja meðal íbúa í Reykjavík eða rúmlega 80 prósent. Hlutfallið er rúmlega 60 prósent í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þá er áberandi meiri óánægja meðal fólks með háskólapróf og fólks með grunnskólapróf. 82 prósent fólks með háskólapróf er óánægt en hlutfallið er 60 prósent hjá fólki með grunnskólapróf. Söngkonan Magga Stína segir að Íslendingar hljóti að mótmæla því þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð á Gaza. Hún var meðal mótmælenda í Tjarnargötu í gær meðan ríkisstjórnin fundaði.Vísir/Vilhelm Sveiflan er ekki svo mikil ef horft er til tekna fólks. Fólk með heimilistekjur á bilinu 550-799 þúsund á mánuði er óánægðast, eða 79 prósent í þeim tekjuhópi. 66 prósent fólks með heimilistekjur undir 400 þúsund eru óánægð með ákvörðun Íslands. Mest sveifla er þó þegar horft er til pólitískra skoðana fólks. 97 prósent sósíalista eru óánægðir, 95 prósent Pírata, 86 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 80 prósent kjósenda Viðreisnar, 77 prósent kjósenda VG og 76 prósent kjósenda Flokks fólksins. Hjá kjósendum Framsóknar gætir 51 prósent óánægju, 32 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir og 38 prósent kjósenda Miðflokksins. Könnunina í heild má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Könnun_Maskínu_UNPDF320KBSækja skjal
Átök í Ísrael og Palestínu Skoðanakannanir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent