„Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmtilegasta“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 13:20 Rakel Tómas opnar sýninguna Möguleikar á morgun. Vísir/Vilhelm „Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi,“ segir listakonan Rakel Tómas um sýninguna Möguleikar sem hún opnar á morgun á Tíu sopum. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Rakel Tómas segist alltaf reyna að finna leiðir til að koma hugsunum sínum á blað, í myndum frekar en orðum. Þessa dagana eru misflókin völundarhús lýsandi fyrir allt sem á gengur í hausnum á henni og því lá beint við að halda sýningu með völundarhúsum lögðum yfir teikningar af líkömum og umhverfi þeirra. Rakel Tómas fór í gegnum erfitt tímabil og vann sig út úr því með því að teikna.Aðsend Djúp skömm og kvíði kveiktu á listrænum lausnum „Hugmyndin að verkunum varð til fyrr á þessu ári þegar ég var, því miður, í djúpri skömm og kvíða sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að komast út úr,“ segir Rakel og bætir við: „Smá klisja að hugmyndin hafi orðið til í svona miklu þroti, ég er almennt ekki mjög þjáður listamaður, en í þetta skipti var það bara þannig. Ég var að reyna að hugsa mig út úr vandamálinu og því meira sem ég hugsaði því flóknara varð það. Svo mundi ég að ég kynni að teikna og ákvað að gera það í staðinn. Þetta litla „dramakast“ leystist því mjög fljótt og auðveldlega. Eftir stóð þó þessi hugmynd sem vatt upp á sig. Það er mjög gaman að teikna alls konar aðstæður, tímabil eða jafnvel samræður upp sem völundarhús og það hef ég gert síðan.“ Rakel segir forréttindi að geta upplifað valkvíða og hún ætli að reyna að njóta þess að vera í augnablikinu.Aðsend Rétta leiðin sjaldan sú skemmtilegasta Sum völundarhúsin eru huglæg en önnur sýna raunverulegar leiðir á milli staða eða inni í rýmum. Öll tákna þau þó eitthvað að sögn Rakelar og skilaboðin eru yfirleitt í eyðunum og því sem er ósagt látið. „Verkið í þessari seríu sem lýsir konseptinu best er völundarhús með beinni leið í gegn, en flóknar leiðir allt í kring. Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi. Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmtilegasta og kannski er allt í lagi að eyða smá tíma á blindgötum. Stundum er allt í lagi að njóta bara augnabliksins og gera eitthvað skemmtilegt, þó svo að það þjóni engum tilgangi í stóra samhenginu.“ Sýningin ber yfirskriftina möguleikar en Rakel er að eigin sögn meðvituð um þau forréttindi sem framboð ólíkra leiða í lífinu séu í raun. „Valkvíðinn minn er auðvitað lúxusvandamál. Ég reyni því að staldra við og vera þakklát fyrir það að geta raunverulega valið hvert ég vil fara í lífinu, það er ekki á allra færi.“ Sýningin Möguleikar opnar sem áður segir á morgun, fimmtudaginn 9. nóvember klukkan 17:00. Hún er til húsa í Vínstúkunni Tíu sopum, Laugavegi 27, og stendur yfir í tvær vikur. Rakel Tómasdóttir var viðmælandi í þáttunum Kúnst á Vísi í fyrra. Hér má sjá viðtalið: Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Rakel Tómas segist alltaf reyna að finna leiðir til að koma hugsunum sínum á blað, í myndum frekar en orðum. Þessa dagana eru misflókin völundarhús lýsandi fyrir allt sem á gengur í hausnum á henni og því lá beint við að halda sýningu með völundarhúsum lögðum yfir teikningar af líkömum og umhverfi þeirra. Rakel Tómas fór í gegnum erfitt tímabil og vann sig út úr því með því að teikna.Aðsend Djúp skömm og kvíði kveiktu á listrænum lausnum „Hugmyndin að verkunum varð til fyrr á þessu ári þegar ég var, því miður, í djúpri skömm og kvíða sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að komast út úr,“ segir Rakel og bætir við: „Smá klisja að hugmyndin hafi orðið til í svona miklu þroti, ég er almennt ekki mjög þjáður listamaður, en í þetta skipti var það bara þannig. Ég var að reyna að hugsa mig út úr vandamálinu og því meira sem ég hugsaði því flóknara varð það. Svo mundi ég að ég kynni að teikna og ákvað að gera það í staðinn. Þetta litla „dramakast“ leystist því mjög fljótt og auðveldlega. Eftir stóð þó þessi hugmynd sem vatt upp á sig. Það er mjög gaman að teikna alls konar aðstæður, tímabil eða jafnvel samræður upp sem völundarhús og það hef ég gert síðan.“ Rakel segir forréttindi að geta upplifað valkvíða og hún ætli að reyna að njóta þess að vera í augnablikinu.Aðsend Rétta leiðin sjaldan sú skemmtilegasta Sum völundarhúsin eru huglæg en önnur sýna raunverulegar leiðir á milli staða eða inni í rýmum. Öll tákna þau þó eitthvað að sögn Rakelar og skilaboðin eru yfirleitt í eyðunum og því sem er ósagt látið. „Verkið í þessari seríu sem lýsir konseptinu best er völundarhús með beinni leið í gegn, en flóknar leiðir allt í kring. Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi. Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmtilegasta og kannski er allt í lagi að eyða smá tíma á blindgötum. Stundum er allt í lagi að njóta bara augnabliksins og gera eitthvað skemmtilegt, þó svo að það þjóni engum tilgangi í stóra samhenginu.“ Sýningin ber yfirskriftina möguleikar en Rakel er að eigin sögn meðvituð um þau forréttindi sem framboð ólíkra leiða í lífinu séu í raun. „Valkvíðinn minn er auðvitað lúxusvandamál. Ég reyni því að staldra við og vera þakklát fyrir það að geta raunverulega valið hvert ég vil fara í lífinu, það er ekki á allra færi.“ Sýningin Möguleikar opnar sem áður segir á morgun, fimmtudaginn 9. nóvember klukkan 17:00. Hún er til húsa í Vínstúkunni Tíu sopum, Laugavegi 27, og stendur yfir í tvær vikur. Rakel Tómasdóttir var viðmælandi í þáttunum Kúnst á Vísi í fyrra. Hér má sjá viðtalið:
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira