Lokun Northern Light Inn: Fjölmiðlaumfjöllun „ekki í neinu samræmi við raunveruleikann“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 19:01 Northern Light Inn hótelið í útjaðri Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Hótelið Northern Light inn, sem staðsett er við Svartsengi hefur farið að frumkvæði Bláa lónsins og verður lokað næstu vikuna. Eigandi hótelsins segir lokunina þó einungis stafa af umfjöllun fjölmiðla um ástandið á Reykjanesskaga vegna jarðhræringa. Mbl.is greindi frá þessu í dag. Friðrik Einarsson eigandi Northern Light Inn hótelsins segir að ákvörðun um að loka hótelinu fyrir gestum hafi verið tekin í kjölfar lokunar Bláa lónsins sem tók gildi í dag. Í tilkynningu frá lóninu kom fram að lokunin muni standi til klukkan sjö að morgni 16. nóvember og staðan verði metin í framhaldinu. Friðrik segir ferðamenn sem áttu bókað herbergi fá endurgreitt og að starfsmenn hótelsins muni nýta tímann til þrifa og jólaundirbúnings. „Enda er ekkert sem kallar á það að fara í burtu. Það eru engin skilyrði fyrir því. Við erum búin að vera í svipuðum skilyrðum núna í þrjú ár,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Umfjöllun ekki alltaf sönn Hann segir fjölmiðlaumfjöllun um ástandið, sem nú hefur teygt anga sína yfir landsteinana, ekki lýsa raunveruleikanum. „Sænska ríkisútvarpið er að hringja í okkur. Við fengum símtal frá þýskri ferðaskrifstofu sem hélt að við værum að farast öll í eldgosi því að þýskir fjölmiðlar tala um að eldgos sé hafið,“ segir Friðrik. „Þetta er bara gert útaf þeirri umfjöllum sem er um málið, og hún er að mínu mati ekki í neinu samræmi við raunveruleikann,“ segir hann jafnframt. Þá segir hann einhverja ferðamenn sem óskað hafa eftir að gista á hótelinu í nótt hafa fengið leyfi til þess. Hann segir rýmingaráætlanir ganga út frá því að starfsmenn yrðu mjög fljótir að tæma hótelið, kæmi til þess að rýmingar væri þörf. Þá tæki það starfsmenn um þrjár mínútur að rýma hótelið kæmi til rýmingar meðan á lokuninni stendur. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hótel á Íslandi Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Mbl.is greindi frá þessu í dag. Friðrik Einarsson eigandi Northern Light Inn hótelsins segir að ákvörðun um að loka hótelinu fyrir gestum hafi verið tekin í kjölfar lokunar Bláa lónsins sem tók gildi í dag. Í tilkynningu frá lóninu kom fram að lokunin muni standi til klukkan sjö að morgni 16. nóvember og staðan verði metin í framhaldinu. Friðrik segir ferðamenn sem áttu bókað herbergi fá endurgreitt og að starfsmenn hótelsins muni nýta tímann til þrifa og jólaundirbúnings. „Enda er ekkert sem kallar á það að fara í burtu. Það eru engin skilyrði fyrir því. Við erum búin að vera í svipuðum skilyrðum núna í þrjú ár,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Umfjöllun ekki alltaf sönn Hann segir fjölmiðlaumfjöllun um ástandið, sem nú hefur teygt anga sína yfir landsteinana, ekki lýsa raunveruleikanum. „Sænska ríkisútvarpið er að hringja í okkur. Við fengum símtal frá þýskri ferðaskrifstofu sem hélt að við værum að farast öll í eldgosi því að þýskir fjölmiðlar tala um að eldgos sé hafið,“ segir Friðrik. „Þetta er bara gert útaf þeirri umfjöllum sem er um málið, og hún er að mínu mati ekki í neinu samræmi við raunveruleikann,“ segir hann jafnframt. Þá segir hann einhverja ferðamenn sem óskað hafa eftir að gista á hótelinu í nótt hafa fengið leyfi til þess. Hann segir rýmingaráætlanir ganga út frá því að starfsmenn yrðu mjög fljótir að tæma hótelið, kæmi til þess að rýmingar væri þörf. Þá tæki það starfsmenn um þrjár mínútur að rýma hótelið kæmi til rýmingar meðan á lokuninni stendur.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hótel á Íslandi Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04