Lokun Northern Light Inn: Fjölmiðlaumfjöllun „ekki í neinu samræmi við raunveruleikann“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 19:01 Northern Light Inn hótelið í útjaðri Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Hótelið Northern Light inn, sem staðsett er við Svartsengi hefur farið að frumkvæði Bláa lónsins og verður lokað næstu vikuna. Eigandi hótelsins segir lokunina þó einungis stafa af umfjöllun fjölmiðla um ástandið á Reykjanesskaga vegna jarðhræringa. Mbl.is greindi frá þessu í dag. Friðrik Einarsson eigandi Northern Light Inn hótelsins segir að ákvörðun um að loka hótelinu fyrir gestum hafi verið tekin í kjölfar lokunar Bláa lónsins sem tók gildi í dag. Í tilkynningu frá lóninu kom fram að lokunin muni standi til klukkan sjö að morgni 16. nóvember og staðan verði metin í framhaldinu. Friðrik segir ferðamenn sem áttu bókað herbergi fá endurgreitt og að starfsmenn hótelsins muni nýta tímann til þrifa og jólaundirbúnings. „Enda er ekkert sem kallar á það að fara í burtu. Það eru engin skilyrði fyrir því. Við erum búin að vera í svipuðum skilyrðum núna í þrjú ár,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Umfjöllun ekki alltaf sönn Hann segir fjölmiðlaumfjöllun um ástandið, sem nú hefur teygt anga sína yfir landsteinana, ekki lýsa raunveruleikanum. „Sænska ríkisútvarpið er að hringja í okkur. Við fengum símtal frá þýskri ferðaskrifstofu sem hélt að við værum að farast öll í eldgosi því að þýskir fjölmiðlar tala um að eldgos sé hafið,“ segir Friðrik. „Þetta er bara gert útaf þeirri umfjöllum sem er um málið, og hún er að mínu mati ekki í neinu samræmi við raunveruleikann,“ segir hann jafnframt. Þá segir hann einhverja ferðamenn sem óskað hafa eftir að gista á hótelinu í nótt hafa fengið leyfi til þess. Hann segir rýmingaráætlanir ganga út frá því að starfsmenn yrðu mjög fljótir að tæma hótelið, kæmi til þess að rýmingar væri þörf. Þá tæki það starfsmenn um þrjár mínútur að rýma hótelið kæmi til rýmingar meðan á lokuninni stendur. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hótel á Íslandi Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
Mbl.is greindi frá þessu í dag. Friðrik Einarsson eigandi Northern Light Inn hótelsins segir að ákvörðun um að loka hótelinu fyrir gestum hafi verið tekin í kjölfar lokunar Bláa lónsins sem tók gildi í dag. Í tilkynningu frá lóninu kom fram að lokunin muni standi til klukkan sjö að morgni 16. nóvember og staðan verði metin í framhaldinu. Friðrik segir ferðamenn sem áttu bókað herbergi fá endurgreitt og að starfsmenn hótelsins muni nýta tímann til þrifa og jólaundirbúnings. „Enda er ekkert sem kallar á það að fara í burtu. Það eru engin skilyrði fyrir því. Við erum búin að vera í svipuðum skilyrðum núna í þrjú ár,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Umfjöllun ekki alltaf sönn Hann segir fjölmiðlaumfjöllun um ástandið, sem nú hefur teygt anga sína yfir landsteinana, ekki lýsa raunveruleikanum. „Sænska ríkisútvarpið er að hringja í okkur. Við fengum símtal frá þýskri ferðaskrifstofu sem hélt að við værum að farast öll í eldgosi því að þýskir fjölmiðlar tala um að eldgos sé hafið,“ segir Friðrik. „Þetta er bara gert útaf þeirri umfjöllum sem er um málið, og hún er að mínu mati ekki í neinu samræmi við raunveruleikann,“ segir hann jafnframt. Þá segir hann einhverja ferðamenn sem óskað hafa eftir að gista á hótelinu í nótt hafa fengið leyfi til þess. Hann segir rýmingaráætlanir ganga út frá því að starfsmenn yrðu mjög fljótir að tæma hótelið, kæmi til þess að rýmingar væri þörf. Þá tæki það starfsmenn um þrjár mínútur að rýma hótelið kæmi til rýmingar meðan á lokuninni stendur.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hótel á Íslandi Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04