Biðja Unni Eddu afsökunar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 07:00 Unnur Edda vonar að reynslusaga hennar geti nýst í baráttunni gegn einelti. Vísir/Vilhelm „Þetta gefur manni svolítinn auka kraft til að halda áfram baráttunni við þetta ljóta mein sem einelti kann að skilja eftir í sálinni manns,“ segir Unnur Edda Björnsdóttir. Hún steig fram í viðtali á Vísi síðastliðinn miðvikudag og greindi frá hrottalegu einelti sem hún varð fyrir í grunn- og framhaldsskóla. Í viðtalinu rifjaði Unnur meðal annars upp að á meðan hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi hún ítrekað orðið fyrir grófu einelti og áreiti af hálfu samnemenda sinna. Viðbrögð skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Eineltið leiddi til þess að Unnur flosnaði upp úr námi og átti hún ekki eftir að setjast aftur á skólabekk fyrr en 16 árum síðar. Í kjölfar þess að viðtalið birtist á Vísi fékk Unnur sendan tölvupóst frá Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í bréfinu biðst Olga Lísa afsökunar á framferði fyrrverandi nemenda og starfsfólks FSu veturinn 2005-2006. „Það var erfitt að lesa frásögn þína af því einelti og framkomu sem þú máttir þola. Ég dáist styrk þínum að tjá þig um málið og vona innilega að sem flestir af gerendum eineltisins lesi viðtalið og iðrist hegðunar sinnar.“ segir meðal annars í bréfinu. Hefur fengið ótal skilaboð Í samtali við Vísi segir Unnur að viðbrögðin við viðtalinu hafi farið framúr öllum hennar væntingum. „Athugasemdirnar sem ég fékk bæði á fréttina og í einkaskilaboðum voru öll falleg og gáfu mér mikið,“ segir hún. Aðspurð segir að hún enn sem komið er hafi enginn af gerendunum úr FSu haft samband en hins vegar hafi hún fengið skilaboð frá nokkrum af fyrrum samnemendum sem á sínum tíma horfðu upp á eineltið án þess að grípa inn í. „Ég fékk skilaboð frá fólki úr öllum áttum. Ég var svo meyr yfir því að fá hjartnæm skilaboð frá fólki sem þekkir mig ekki neitt og einnig fólki úr öllum áttum úr lífi mínu. Margir sem að ég eyddi tíma með í FSu og í Stykkishólmi, bæði nemendur og kennarar.“ Unnur Edda hefur fengið fjölmörg skilaboð úr öllum áttum eftir að viðtalið birtist.Vísir/Vilhelm Hún segist gífurlega ánægð með viðbrögð skólameistara FSu. „Ég varð ótrúlega meyr og mjúk eftir skilaboðin þar sem að hún bað mig innilegrar afsökunar á meðferðinni sem ég mátti þola á þeim tíma sem ég sótti nám í skólanum. Hún baðst því afsökunar fyrir hönd fyrrum starfsfólks og nemenda FSu. Ég hef alltaf ætlað mér að nota reynsluna mína til góðs og mér finnst þessi viðbrögð sem ég hef fengið veitt mér þann vettvang til þess. Ég hef fengið ótal skilaboð sem tengjast einnig því að fólk sjái ljósið þegar það veit að ég hef rifið mig upp úr því ofbeldi sem ég lenti í og það gefur mér svo bjarta von að hlutirnir gætu breyst fyrir einhvern þarna úti. Ég veit það eru margir þarna úti sem hafa verið beitt þessu ljóta ofbeldi sem að einelti er og ég vona að ég hafi ýtt fleirum til að opna sig hvort sem það er við náinn einstakling eða á opinberum vettvangi.“ Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Í viðtalinu rifjaði Unnur meðal annars upp að á meðan hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi hún ítrekað orðið fyrir grófu einelti og áreiti af hálfu samnemenda sinna. Viðbrögð skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Eineltið leiddi til þess að Unnur flosnaði upp úr námi og átti hún ekki eftir að setjast aftur á skólabekk fyrr en 16 árum síðar. Í kjölfar þess að viðtalið birtist á Vísi fékk Unnur sendan tölvupóst frá Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í bréfinu biðst Olga Lísa afsökunar á framferði fyrrverandi nemenda og starfsfólks FSu veturinn 2005-2006. „Það var erfitt að lesa frásögn þína af því einelti og framkomu sem þú máttir þola. Ég dáist styrk þínum að tjá þig um málið og vona innilega að sem flestir af gerendum eineltisins lesi viðtalið og iðrist hegðunar sinnar.“ segir meðal annars í bréfinu. Hefur fengið ótal skilaboð Í samtali við Vísi segir Unnur að viðbrögðin við viðtalinu hafi farið framúr öllum hennar væntingum. „Athugasemdirnar sem ég fékk bæði á fréttina og í einkaskilaboðum voru öll falleg og gáfu mér mikið,“ segir hún. Aðspurð segir að hún enn sem komið er hafi enginn af gerendunum úr FSu haft samband en hins vegar hafi hún fengið skilaboð frá nokkrum af fyrrum samnemendum sem á sínum tíma horfðu upp á eineltið án þess að grípa inn í. „Ég fékk skilaboð frá fólki úr öllum áttum. Ég var svo meyr yfir því að fá hjartnæm skilaboð frá fólki sem þekkir mig ekki neitt og einnig fólki úr öllum áttum úr lífi mínu. Margir sem að ég eyddi tíma með í FSu og í Stykkishólmi, bæði nemendur og kennarar.“ Unnur Edda hefur fengið fjölmörg skilaboð úr öllum áttum eftir að viðtalið birtist.Vísir/Vilhelm Hún segist gífurlega ánægð með viðbrögð skólameistara FSu. „Ég varð ótrúlega meyr og mjúk eftir skilaboðin þar sem að hún bað mig innilegrar afsökunar á meðferðinni sem ég mátti þola á þeim tíma sem ég sótti nám í skólanum. Hún baðst því afsökunar fyrir hönd fyrrum starfsfólks og nemenda FSu. Ég hef alltaf ætlað mér að nota reynsluna mína til góðs og mér finnst þessi viðbrögð sem ég hef fengið veitt mér þann vettvang til þess. Ég hef fengið ótal skilaboð sem tengjast einnig því að fólk sjái ljósið þegar það veit að ég hef rifið mig upp úr því ofbeldi sem ég lenti í og það gefur mér svo bjarta von að hlutirnir gætu breyst fyrir einhvern þarna úti. Ég veit það eru margir þarna úti sem hafa verið beitt þessu ljóta ofbeldi sem að einelti er og ég vona að ég hafi ýtt fleirum til að opna sig hvort sem það er við náinn einstakling eða á opinberum vettvangi.“
Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira