Biðja Unni Eddu afsökunar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 07:00 Unnur Edda vonar að reynslusaga hennar geti nýst í baráttunni gegn einelti. Vísir/Vilhelm „Þetta gefur manni svolítinn auka kraft til að halda áfram baráttunni við þetta ljóta mein sem einelti kann að skilja eftir í sálinni manns,“ segir Unnur Edda Björnsdóttir. Hún steig fram í viðtali á Vísi síðastliðinn miðvikudag og greindi frá hrottalegu einelti sem hún varð fyrir í grunn- og framhaldsskóla. Í viðtalinu rifjaði Unnur meðal annars upp að á meðan hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi hún ítrekað orðið fyrir grófu einelti og áreiti af hálfu samnemenda sinna. Viðbrögð skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Eineltið leiddi til þess að Unnur flosnaði upp úr námi og átti hún ekki eftir að setjast aftur á skólabekk fyrr en 16 árum síðar. Í kjölfar þess að viðtalið birtist á Vísi fékk Unnur sendan tölvupóst frá Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í bréfinu biðst Olga Lísa afsökunar á framferði fyrrverandi nemenda og starfsfólks FSu veturinn 2005-2006. „Það var erfitt að lesa frásögn þína af því einelti og framkomu sem þú máttir þola. Ég dáist styrk þínum að tjá þig um málið og vona innilega að sem flestir af gerendum eineltisins lesi viðtalið og iðrist hegðunar sinnar.“ segir meðal annars í bréfinu. Hefur fengið ótal skilaboð Í samtali við Vísi segir Unnur að viðbrögðin við viðtalinu hafi farið framúr öllum hennar væntingum. „Athugasemdirnar sem ég fékk bæði á fréttina og í einkaskilaboðum voru öll falleg og gáfu mér mikið,“ segir hún. Aðspurð segir að hún enn sem komið er hafi enginn af gerendunum úr FSu haft samband en hins vegar hafi hún fengið skilaboð frá nokkrum af fyrrum samnemendum sem á sínum tíma horfðu upp á eineltið án þess að grípa inn í. „Ég fékk skilaboð frá fólki úr öllum áttum. Ég var svo meyr yfir því að fá hjartnæm skilaboð frá fólki sem þekkir mig ekki neitt og einnig fólki úr öllum áttum úr lífi mínu. Margir sem að ég eyddi tíma með í FSu og í Stykkishólmi, bæði nemendur og kennarar.“ Unnur Edda hefur fengið fjölmörg skilaboð úr öllum áttum eftir að viðtalið birtist.Vísir/Vilhelm Hún segist gífurlega ánægð með viðbrögð skólameistara FSu. „Ég varð ótrúlega meyr og mjúk eftir skilaboðin þar sem að hún bað mig innilegrar afsökunar á meðferðinni sem ég mátti þola á þeim tíma sem ég sótti nám í skólanum. Hún baðst því afsökunar fyrir hönd fyrrum starfsfólks og nemenda FSu. Ég hef alltaf ætlað mér að nota reynsluna mína til góðs og mér finnst þessi viðbrögð sem ég hef fengið veitt mér þann vettvang til þess. Ég hef fengið ótal skilaboð sem tengjast einnig því að fólk sjái ljósið þegar það veit að ég hef rifið mig upp úr því ofbeldi sem ég lenti í og það gefur mér svo bjarta von að hlutirnir gætu breyst fyrir einhvern þarna úti. Ég veit það eru margir þarna úti sem hafa verið beitt þessu ljóta ofbeldi sem að einelti er og ég vona að ég hafi ýtt fleirum til að opna sig hvort sem það er við náinn einstakling eða á opinberum vettvangi.“ Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Í viðtalinu rifjaði Unnur meðal annars upp að á meðan hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi hún ítrekað orðið fyrir grófu einelti og áreiti af hálfu samnemenda sinna. Viðbrögð skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Eineltið leiddi til þess að Unnur flosnaði upp úr námi og átti hún ekki eftir að setjast aftur á skólabekk fyrr en 16 árum síðar. Í kjölfar þess að viðtalið birtist á Vísi fékk Unnur sendan tölvupóst frá Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í bréfinu biðst Olga Lísa afsökunar á framferði fyrrverandi nemenda og starfsfólks FSu veturinn 2005-2006. „Það var erfitt að lesa frásögn þína af því einelti og framkomu sem þú máttir þola. Ég dáist styrk þínum að tjá þig um málið og vona innilega að sem flestir af gerendum eineltisins lesi viðtalið og iðrist hegðunar sinnar.“ segir meðal annars í bréfinu. Hefur fengið ótal skilaboð Í samtali við Vísi segir Unnur að viðbrögðin við viðtalinu hafi farið framúr öllum hennar væntingum. „Athugasemdirnar sem ég fékk bæði á fréttina og í einkaskilaboðum voru öll falleg og gáfu mér mikið,“ segir hún. Aðspurð segir að hún enn sem komið er hafi enginn af gerendunum úr FSu haft samband en hins vegar hafi hún fengið skilaboð frá nokkrum af fyrrum samnemendum sem á sínum tíma horfðu upp á eineltið án þess að grípa inn í. „Ég fékk skilaboð frá fólki úr öllum áttum. Ég var svo meyr yfir því að fá hjartnæm skilaboð frá fólki sem þekkir mig ekki neitt og einnig fólki úr öllum áttum úr lífi mínu. Margir sem að ég eyddi tíma með í FSu og í Stykkishólmi, bæði nemendur og kennarar.“ Unnur Edda hefur fengið fjölmörg skilaboð úr öllum áttum eftir að viðtalið birtist.Vísir/Vilhelm Hún segist gífurlega ánægð með viðbrögð skólameistara FSu. „Ég varð ótrúlega meyr og mjúk eftir skilaboðin þar sem að hún bað mig innilegrar afsökunar á meðferðinni sem ég mátti þola á þeim tíma sem ég sótti nám í skólanum. Hún baðst því afsökunar fyrir hönd fyrrum starfsfólks og nemenda FSu. Ég hef alltaf ætlað mér að nota reynsluna mína til góðs og mér finnst þessi viðbrögð sem ég hef fengið veitt mér þann vettvang til þess. Ég hef fengið ótal skilaboð sem tengjast einnig því að fólk sjái ljósið þegar það veit að ég hef rifið mig upp úr því ofbeldi sem ég lenti í og það gefur mér svo bjarta von að hlutirnir gætu breyst fyrir einhvern þarna úti. Ég veit það eru margir þarna úti sem hafa verið beitt þessu ljóta ofbeldi sem að einelti er og ég vona að ég hafi ýtt fleirum til að opna sig hvort sem það er við náinn einstakling eða á opinberum vettvangi.“
Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu