Lilja Guðrún leikkona er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 16:39 Lilja Guðrún var 73 ára í sumar. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikkona er látin 73 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Lilja Guðrún fæddist 7. júlí 1950 á Akranesi, dóttir Ingunnar Valgerðar Hjartardóttur og Þorvaldar Steinasonar. Átta ára gömul flutti hún með foreldrum sínum á ættaróðalið Narfastaði í Hvalfjarðasveit hvar foreldrar hennar tóku við búskap fjölskyldunnar. Um tólf ára aldur fluttist fjölskyldan svo í Kópavoginn og festi þar rætur. Lilja lauk námi frá gagnfræðaskólanum við Lindargötu og síðan tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum leiklistarskólans SÁL árið 1972 og ein af fáum sem komst í gegnum nálaraugað í inntökuprófi að Leiklistarskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún 1978. Fyrsta hlutverk Lilju í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Mörtu í Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson árið 1979 undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Það verk ferðaðist á leikhátíðir víða um heim. Í Þjóðleikhúsinu lék hún hvert burðarhlutverkið af öðru, allt fram til starfsloka við 70 aldur, svo sem Mörtu í Hver er hræddur við Virginíu Wolf, og Höllu í Fjalla-Eyvindi og Höllu. Hún lék einnig burðarhlutverk í uppsetningum Leikfélags Akureyrar og Útvarpsleikhússins og uppsetningum sjálfstæðra leikhópa eins Alþýðuleikhússins og Lab Loka. Síðustu tvo áratugina lék hún aðal- og aukahlutverk í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta. Af bíómyndum má nefna myndirnar Börn og Foreldrar í leikstjórn Ragnar Bragason, Okkar eigin Osló í leikstjórn Reyni Lyngdal, Vonarstræti og Óróa eftir Baldvin Z, Strákunum okkar í leikstjórn Róberts Douglas, Sumarlandinu í leiksjórn Gríms Hákonarsonar og Köld slóð í leikstjórn Björns Brynjúlfs en fyrir hlutverk sitt í síðastnefndu myndinni hlaut Lilja tilnefningu til íslensku kvikmyndaverðlaunanna. Þá lék hún fjölda hlutverka í sjónvarpi eins og í Fangavaktinni, Rétti, Mannaveiðum og nú síðast Flateyjargátunni. Barátta fyrir réttlátari heimi var Lilju Guðrúnu í blóð borin. Hún var virk í verkalýðsbaráttu, sinnti trúnaðarstörfum fyrir BSRB og SFR (nú Sameyki) og tók þátt í skipulagningu verkfallsviðburða. Þá sat hún á lista Alþýðubandalagsins fyrir alþingiskosningarnar árið 1995. Lilja tók þátt í ýmsum átaksverkefnum svo sem gegn umferðarslysum og fyrir foreldra barna í vímuefnaneyslu, friðargöngum, viðburðum verkafólks og gegn kjarnorkuvá. Þá átti hún hlutabréf í Hlaðvarpanum, miðstöð kvenna gegn kynferðisofbeldi. Lilja Guðrún var fjallkona Íslands á þjóðhátíðardeginum 17. júní árið 2013, þar sem hún flutti ljóð Péturs Gunnarssonar. Dætur Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur eru Karen María Jónsdóttir f. 10. desember 1975 og Inga Valgerður Henriksen f. 20. maí 1985. Útförin verður auglýst síðar Andlát Leikhús Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Lilja Guðrún fæddist 7. júlí 1950 á Akranesi, dóttir Ingunnar Valgerðar Hjartardóttur og Þorvaldar Steinasonar. Átta ára gömul flutti hún með foreldrum sínum á ættaróðalið Narfastaði í Hvalfjarðasveit hvar foreldrar hennar tóku við búskap fjölskyldunnar. Um tólf ára aldur fluttist fjölskyldan svo í Kópavoginn og festi þar rætur. Lilja lauk námi frá gagnfræðaskólanum við Lindargötu og síðan tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum leiklistarskólans SÁL árið 1972 og ein af fáum sem komst í gegnum nálaraugað í inntökuprófi að Leiklistarskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún 1978. Fyrsta hlutverk Lilju í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Mörtu í Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson árið 1979 undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Það verk ferðaðist á leikhátíðir víða um heim. Í Þjóðleikhúsinu lék hún hvert burðarhlutverkið af öðru, allt fram til starfsloka við 70 aldur, svo sem Mörtu í Hver er hræddur við Virginíu Wolf, og Höllu í Fjalla-Eyvindi og Höllu. Hún lék einnig burðarhlutverk í uppsetningum Leikfélags Akureyrar og Útvarpsleikhússins og uppsetningum sjálfstæðra leikhópa eins Alþýðuleikhússins og Lab Loka. Síðustu tvo áratugina lék hún aðal- og aukahlutverk í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta. Af bíómyndum má nefna myndirnar Börn og Foreldrar í leikstjórn Ragnar Bragason, Okkar eigin Osló í leikstjórn Reyni Lyngdal, Vonarstræti og Óróa eftir Baldvin Z, Strákunum okkar í leikstjórn Róberts Douglas, Sumarlandinu í leiksjórn Gríms Hákonarsonar og Köld slóð í leikstjórn Björns Brynjúlfs en fyrir hlutverk sitt í síðastnefndu myndinni hlaut Lilja tilnefningu til íslensku kvikmyndaverðlaunanna. Þá lék hún fjölda hlutverka í sjónvarpi eins og í Fangavaktinni, Rétti, Mannaveiðum og nú síðast Flateyjargátunni. Barátta fyrir réttlátari heimi var Lilju Guðrúnu í blóð borin. Hún var virk í verkalýðsbaráttu, sinnti trúnaðarstörfum fyrir BSRB og SFR (nú Sameyki) og tók þátt í skipulagningu verkfallsviðburða. Þá sat hún á lista Alþýðubandalagsins fyrir alþingiskosningarnar árið 1995. Lilja tók þátt í ýmsum átaksverkefnum svo sem gegn umferðarslysum og fyrir foreldra barna í vímuefnaneyslu, friðargöngum, viðburðum verkafólks og gegn kjarnorkuvá. Þá átti hún hlutabréf í Hlaðvarpanum, miðstöð kvenna gegn kynferðisofbeldi. Lilja Guðrún var fjallkona Íslands á þjóðhátíðardeginum 17. júní árið 2013, þar sem hún flutti ljóð Péturs Gunnarssonar. Dætur Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur eru Karen María Jónsdóttir f. 10. desember 1975 og Inga Valgerður Henriksen f. 20. maí 1985. Útförin verður auglýst síðar
Andlát Leikhús Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira