Olíufélögin fjarlægjast Costco Bjarki Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2023 22:33 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Vísir/Ívar Fannar Það munar fimmtán krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni á markaði skýra aukinn verðmun. Dýrasti bensínlítrinn á höfuðborgarsvæðinu fæst á um það bil 327 krónur en ódýrasta bensínið hefur alla jafna mátt finna á bensínstöð Costco. Þú þarft þó að vera Costco meðlimur til að taka þar bensín. Aukist um fjórtán krónur á einu ári Afsláttarstöðvar bensínstöðvanna hafa haldið í við Costco síðustu ár þegar kemur að því að halda bensínverðinu lágu. Munurinn hefur þó aukist upp á síðkastið og er nú tæpar fimmtán krónur samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni. Í byrjun síðasta árs munaði tæpri krónu á verði ódýrustu afsláttarstöðvarinnar og Costco. Saman hækkuðu allar bensínstöðvarnar verðið í byrjun þess árs og náði verðið hámarki í júlí en rætt hefur verið um að innrás Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra hafi valdið þessari hækkun á þessu tímabili. Munurinn milli Costco og ódýrustu afsláttarstöðvarinnar var þá tæpar fimm krónur. Síðan fór verðið á bensínlítranum að lækka hjá öllum stöðvum. Í nóvember á síðasta ári verða hins vegar einhver skil milli stöðvanna og fer munurinn úr tveimur krónum í átta krónur. Munurinn hefur síðan haldið áfram að aukast á þessu ári, farið í tíu krónur, tólf og er nú í nýjum hæðum, tæpar fimmtán krónur. Landsbyggðin í verri málum En hvað gæti skýrt þessa aukningu? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að mögulega sé það skortur á samkeppni á markaðinum. „Hin félögin hafa auðvitað sömu burði til þess að lækka. Þau hafa verið að fjölga þessum lággjaldastöðvum sínum en eftir sem áður erum við með stóran hluta landsins sem ekki býður nema upp á hæstu verð. Og þá er munurinn miklu meira en fimmtán krónur, þá getur hann verið fimmtíu krónur,“ segir Runólfur. Hann segir bensínverð ekki á niðurleið á komandi árum. „Stjórnvöld eru með áform um að hækka skatta á eldsneyti um komandi áramót. Þannig það á ekki að hætta heldur halda áfram á meðan nágrannalöndin stefna í aðrar áttir, til dæmis til að sporna gegn verðbólgu,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Skattar og tollar Costco Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Dýrasti bensínlítrinn á höfuðborgarsvæðinu fæst á um það bil 327 krónur en ódýrasta bensínið hefur alla jafna mátt finna á bensínstöð Costco. Þú þarft þó að vera Costco meðlimur til að taka þar bensín. Aukist um fjórtán krónur á einu ári Afsláttarstöðvar bensínstöðvanna hafa haldið í við Costco síðustu ár þegar kemur að því að halda bensínverðinu lágu. Munurinn hefur þó aukist upp á síðkastið og er nú tæpar fimmtán krónur samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni. Í byrjun síðasta árs munaði tæpri krónu á verði ódýrustu afsláttarstöðvarinnar og Costco. Saman hækkuðu allar bensínstöðvarnar verðið í byrjun þess árs og náði verðið hámarki í júlí en rætt hefur verið um að innrás Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra hafi valdið þessari hækkun á þessu tímabili. Munurinn milli Costco og ódýrustu afsláttarstöðvarinnar var þá tæpar fimm krónur. Síðan fór verðið á bensínlítranum að lækka hjá öllum stöðvum. Í nóvember á síðasta ári verða hins vegar einhver skil milli stöðvanna og fer munurinn úr tveimur krónum í átta krónur. Munurinn hefur síðan haldið áfram að aukast á þessu ári, farið í tíu krónur, tólf og er nú í nýjum hæðum, tæpar fimmtán krónur. Landsbyggðin í verri málum En hvað gæti skýrt þessa aukningu? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að mögulega sé það skortur á samkeppni á markaðinum. „Hin félögin hafa auðvitað sömu burði til þess að lækka. Þau hafa verið að fjölga þessum lággjaldastöðvum sínum en eftir sem áður erum við með stóran hluta landsins sem ekki býður nema upp á hæstu verð. Og þá er munurinn miklu meira en fimmtán krónur, þá getur hann verið fimmtíu krónur,“ segir Runólfur. Hann segir bensínverð ekki á niðurleið á komandi árum. „Stjórnvöld eru með áform um að hækka skatta á eldsneyti um komandi áramót. Þannig það á ekki að hætta heldur halda áfram á meðan nágrannalöndin stefna í aðrar áttir, til dæmis til að sporna gegn verðbólgu,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Skattar og tollar Costco Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira