„Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2023 19:07 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands við eftirlit þegar eldgos varð við Litla-Hrút. vísir/vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir stöðuna benda til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna. Veðurstofan situr á fundi með almannavörnum í Öskju. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að í morgun hafi orðið breyting í skjálftavirkni sem jókst nokkuð seinni partinn. „Núna erum við að sjá mjög ákafa virkni og óróa sem bendir mjög sterkt til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna,“ sagði hann í kvöldfréttum. Miðað við þessa atburðarás séu auknar líkur á eldgosi. „Hversu langan tíma það tekur ef svo fer er ómögulegt að segja. Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar. Það verður bara að koma í ljós.“ Hann segir óvíst hvar það myndi gerast en líklega nálægt gossprungunni. „Ef það yrði þar sem virknin hefur verið mest þá myndi hraun sem kemur þar upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi. Þannig ef það kemur til goss er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum ekkert hver þróunin verður.“ Gosið yrði þá í líkingu við þau sem urðu undanfari þrjú ár. Erum við mögulega að fara að sjá gos í kvöld? „Það er ekki hægt að útiloka það, það varð síðast gos á þessum hluta fyrir mörg hundrað árum og því höfum við ekki upplýsingar um það en ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti og Fagradalseldarnir þá mun þetta taka sennilega töluverðan tíma en það er ómögulegt að segja.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að í morgun hafi orðið breyting í skjálftavirkni sem jókst nokkuð seinni partinn. „Núna erum við að sjá mjög ákafa virkni og óróa sem bendir mjög sterkt til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna,“ sagði hann í kvöldfréttum. Miðað við þessa atburðarás séu auknar líkur á eldgosi. „Hversu langan tíma það tekur ef svo fer er ómögulegt að segja. Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar. Það verður bara að koma í ljós.“ Hann segir óvíst hvar það myndi gerast en líklega nálægt gossprungunni. „Ef það yrði þar sem virknin hefur verið mest þá myndi hraun sem kemur þar upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi. Þannig ef það kemur til goss er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum ekkert hver þróunin verður.“ Gosið yrði þá í líkingu við þau sem urðu undanfari þrjú ár. Erum við mögulega að fara að sjá gos í kvöld? „Það er ekki hægt að útiloka það, það varð síðast gos á þessum hluta fyrir mörg hundrað árum og því höfum við ekki upplýsingar um það en ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti og Fagradalseldarnir þá mun þetta taka sennilega töluverðan tíma en það er ómögulegt að segja.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira