Flúði með börnin í bæinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. nóvember 2023 22:20 Halldóra Birtu var ekki lengur sama þegar hlutir byrjuðu að hrynja úr hillum svo hún yfirgaf Grindavík eins og margir aðrir hafa gert í kvöld. Halldóra Birta og fjölskylda hennar búa í Grindavík og fundu rækilega fyrir skjálftunum í dag. Þegar hlutir voru farnir að hrynja úr hillum ákvað Halldóra að fara til Reykjavíkur með börn sín tvö. Hún segir bílaröð hafa myndast á Nesvegi eftir að Grindavíkurvegur lokaði. „Þetta byrjaði upp úr þrjú. Þá fór þetta að aukast og stigmagnaðist með hverri mínútunni. Ég var löngu hætt að telja skjálftanna þetta var orðið svo mikið. Það var orðið þannig að það voru stöðugir skjálftar,“ segir Halldóra um skjálftavirknina í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndband af íbúð hennar nötra í dag. „Maður fann kannski stóra skjálfta á mínútu eða tveggja mínútu fresti. Svo voru það þessir litlu, skjálftar upp í þrjá að stærð, sem finnast ekki í Reykjavík og nágrenni en finnast mjög vel í Grindavík. Það var eins og að vera á sjó, mér leið eins og ég væri drukkin eða komin með sjóriðu.“ „Svo var bara að reyna að halda kúlinu fyrir börnin. Þegar það var orðið það mikið að það var farið að hrynja úr hillum þá ákváðum við að pakka í töskur,“ segir Halldóra. Bílaröð út úr bænum Á þeim tímapunkti leið Halldóru eins og fjölskyldan væri ekki örugg lengur. Sérstaklega ekki vegna litlu barnanna hennar tveggja. „Maðurinn minn varð reyndar eftir. Hann fór að hjálpa pabba sínum af því það voru farnir að losna skápar af veggjunum og það þurfti að laga það. Hann ætlar að taka stöðuna á eftir. En með tvö lítil börn var þetta ekki hægt lengur,“ segir Halldóra. „Þá var Grindavíkurvegurinn lokaður þannig við þurftum að fara Nesveginn,“ segir Halldóra en sú leið er þó nokkuð lengri en leiðin um Grindavíkurveginn en honum var lokað eftir að sprunga myndaðist á veginum. Var mikið af fólki á Nesveginum? „Já, það var alveg bílaröð og líka rosalega mikil hálka þannig þetta gekk hægt. Miðað við að það eru ekki margir sem keyra þennan veg venjulega var alveg röð af bílum út úr bænum. Ég sá að einhverjir fóru Suðurstrandarleiðina en ég treysti mér ekki í hana út af Krýsuvíkurleiðinni upp á grjóthrun,“ segir hún. Þið eruð þá komin í bæinn? „Ég er mjög heppin að eiga foreldra í bænum þannig ég flúði til þeirra,“ sagði Halldóra. Hún sagðist ekki þekkja marga sem hefðu ákveðið að yfirgefa bæinn en miðað við umferðina var hún nokkuð viss um að það væru ansi margir farnir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þetta byrjaði upp úr þrjú. Þá fór þetta að aukast og stigmagnaðist með hverri mínútunni. Ég var löngu hætt að telja skjálftanna þetta var orðið svo mikið. Það var orðið þannig að það voru stöðugir skjálftar,“ segir Halldóra um skjálftavirknina í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndband af íbúð hennar nötra í dag. „Maður fann kannski stóra skjálfta á mínútu eða tveggja mínútu fresti. Svo voru það þessir litlu, skjálftar upp í þrjá að stærð, sem finnast ekki í Reykjavík og nágrenni en finnast mjög vel í Grindavík. Það var eins og að vera á sjó, mér leið eins og ég væri drukkin eða komin með sjóriðu.“ „Svo var bara að reyna að halda kúlinu fyrir börnin. Þegar það var orðið það mikið að það var farið að hrynja úr hillum þá ákváðum við að pakka í töskur,“ segir Halldóra. Bílaröð út úr bænum Á þeim tímapunkti leið Halldóru eins og fjölskyldan væri ekki örugg lengur. Sérstaklega ekki vegna litlu barnanna hennar tveggja. „Maðurinn minn varð reyndar eftir. Hann fór að hjálpa pabba sínum af því það voru farnir að losna skápar af veggjunum og það þurfti að laga það. Hann ætlar að taka stöðuna á eftir. En með tvö lítil börn var þetta ekki hægt lengur,“ segir Halldóra. „Þá var Grindavíkurvegurinn lokaður þannig við þurftum að fara Nesveginn,“ segir Halldóra en sú leið er þó nokkuð lengri en leiðin um Grindavíkurveginn en honum var lokað eftir að sprunga myndaðist á veginum. Var mikið af fólki á Nesveginum? „Já, það var alveg bílaröð og líka rosalega mikil hálka þannig þetta gekk hægt. Miðað við að það eru ekki margir sem keyra þennan veg venjulega var alveg röð af bílum út úr bænum. Ég sá að einhverjir fóru Suðurstrandarleiðina en ég treysti mér ekki í hana út af Krýsuvíkurleiðinni upp á grjóthrun,“ segir hún. Þið eruð þá komin í bæinn? „Ég er mjög heppin að eiga foreldra í bænum þannig ég flúði til þeirra,“ sagði Halldóra. Hún sagðist ekki þekkja marga sem hefðu ákveðið að yfirgefa bæinn en miðað við umferðina var hún nokkuð viss um að það væru ansi margir farnir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira