Daníel Leó á skotskónum þökk sé Kristali Mána Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2023 23:05 Daníel Leó skoraði sitt fyrsta mark fyrir Sönderjyske í kvöld. @SEfodbold Fjöldi íslenskra knattspyrnumanna var á ferð og flugi í Evrópu í kvöld. Íslendingalið Sönderjyske stefnir á dönsku úrvalsdeildina. Þá virðist Rúnar Þór Sigurgeirsson vera í góðum málum hjá Willem II í Hollandi. Í dönsku úrvalsdeildinni var Stefán Teitur Gíslason í byrjunarliði Silkeborg sem gerði 1-1 jafntefli við Randers. Silkeborg er í 3. sæti með 27 stig að loknum 15 leikjum. Í dönsku B-deildinni vann Sönderjyske 4-1 útisigur á HB Köge. Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu Kristals Mána Ingasonar. Ásamt þeim var Atli Barkarson í byrjunarliði Sönderjyske í kvöld. Kristall Máni var tekinn af velli á 64. mínútu en Daníel Leó og Atli spiluðu allan leikinn. Daníel Grétarsson (f.1995) Kristall Ingason (f.2002) Sønderjyske Køge #Íslendingavaktin pic.twitter.com/yaBx4ZF0Ow— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) November 10, 2023 Aron Sigurðarson skoraði eina mark AC Horsen í 1-1 jafntefli við Fredericia. Markið kom úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Aron var tekinn af velli á 88. mínútu þegar AC Horsen var enn að vinna 1-0. Sönderjyske er á toppi dönsku B-deildarinnar með 39 stig. Horsen er í 7. sæti með 21 stig. Daniel Grétarsson scorede sit første mål for Sønderjyske Fodbold og satte sejrssangen i gang pic.twitter.com/FZh8ggbeVZ— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) November 10, 2023 Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn Rovers sem tapaði 1-2 á heimavelli gegn Preston North End í ensku B-deildinni. Arnór var tekinn af velli á 77. mínútu þegar staðan var enn 1-1. Blackburn er í 10. sæti með 22 stig að loknum 16 leikjum. Albert Guðmundsson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Genoa á Hellas Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Genoa er í 13. sæti með 14 stig eftir 12 leiki. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia sem lagði Catanzaro 2-1 í Serie B. Mikael Egill var tekinn af velli fyrir Bjarka Stein Bjarkason á 65. mínútu. Bjarki Steinn kláraði hins vegar ekki leikinn þar sem hann fékk beint rautt spjald á 88. mínútu. Venzia er í 2. sæti með 27 stig að loknum 13 leikjum, tveimur minna en topplið Parma sem á leik til góða. Rúnar Þór Sigurgeirsson lagði upp fyrra mark Willem II í 2-1 sigri á Jong Utrecht í hollensku B-deildinni. Willem II er í 1. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki. Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Í dönsku úrvalsdeildinni var Stefán Teitur Gíslason í byrjunarliði Silkeborg sem gerði 1-1 jafntefli við Randers. Silkeborg er í 3. sæti með 27 stig að loknum 15 leikjum. Í dönsku B-deildinni vann Sönderjyske 4-1 útisigur á HB Köge. Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu Kristals Mána Ingasonar. Ásamt þeim var Atli Barkarson í byrjunarliði Sönderjyske í kvöld. Kristall Máni var tekinn af velli á 64. mínútu en Daníel Leó og Atli spiluðu allan leikinn. Daníel Grétarsson (f.1995) Kristall Ingason (f.2002) Sønderjyske Køge #Íslendingavaktin pic.twitter.com/yaBx4ZF0Ow— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) November 10, 2023 Aron Sigurðarson skoraði eina mark AC Horsen í 1-1 jafntefli við Fredericia. Markið kom úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Aron var tekinn af velli á 88. mínútu þegar AC Horsen var enn að vinna 1-0. Sönderjyske er á toppi dönsku B-deildarinnar með 39 stig. Horsen er í 7. sæti með 21 stig. Daniel Grétarsson scorede sit første mål for Sønderjyske Fodbold og satte sejrssangen i gang pic.twitter.com/FZh8ggbeVZ— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) November 10, 2023 Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn Rovers sem tapaði 1-2 á heimavelli gegn Preston North End í ensku B-deildinni. Arnór var tekinn af velli á 77. mínútu þegar staðan var enn 1-1. Blackburn er í 10. sæti með 22 stig að loknum 16 leikjum. Albert Guðmundsson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Genoa á Hellas Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Genoa er í 13. sæti með 14 stig eftir 12 leiki. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia sem lagði Catanzaro 2-1 í Serie B. Mikael Egill var tekinn af velli fyrir Bjarka Stein Bjarkason á 65. mínútu. Bjarki Steinn kláraði hins vegar ekki leikinn þar sem hann fékk beint rautt spjald á 88. mínútu. Venzia er í 2. sæti með 27 stig að loknum 13 leikjum, tveimur minna en topplið Parma sem á leik til góða. Rúnar Þór Sigurgeirsson lagði upp fyrra mark Willem II í 2-1 sigri á Jong Utrecht í hollensku B-deildinni. Willem II er í 1. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki.
Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira