Ræða Víðis í heild sinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2023 00:19 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, upplýsti um rýmingu Grindavíkur á blaðamannafundi Almannavarna fyrr í kvöld og stóð fyrir svörum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, greindi frá því á upplýsingafundi upp úr ellefu að Almannavarnir hafi lýst yfir neyðarstigi og að í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum hafi verið tekin ákvörðun um að rýma Grindavík. Hér fyrir neðan má sjá ræðu Víðis í heild sinni með viðbættum kaflaskiptingum: „Núna á ellefta tímanum upplýsti Veðurstofa Íslands Almannavarnir um að ekki væri hægt að útiloka að kvikugangurinn sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. Vegna þessa hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tekið ákvörðun, í samráði við Almannavarnir að rýma Grindavíkurbæ og Almannavarnir hafa samhliða lýst yfir neyðarstigi. Nýjustu gögn Veðurstofunnar sýna talsverða færslu og stóran kvikugang sem er að myndast og gæti opnast, og legið þá frá suðvestri til norðausturs. Ákvörðun þessi er tekin með öryggi íbúa í huga. Mikilvægt er að allir sýni stillingu, því við höfum ágætan tíma til að bregðast við,“ sagði Víðir í ræðu sinni. Íbúum skylt að yfirgefa bæinn „Athugið að íbúum er SKYLT að rýma hús sín og yfirgefa bæinn. Þetta er ekki neyðarrýming,“ tók Víðir sérstaklega fram. „Það er beiðni okkar til íbúa Grindavíkur að yfirgefa bæinn án óðagots. Það er ekki bráð hætta yfirvofandi, rýmingin er fyrst og fremst fyrirbyggjandi með öryggi allra Grindvíkinga í fyrirrúmi. Allar leiðir eru nú lokaðar til Grindavíkur, nema fyrir neyðartilfelli og þarf fólk að gefa sig fram á lokunarpóstum. Er það gert til að liðka fyrir umferð frá Grindavík. Er um að ræða Suðurstrandaveg og Nesveg. Grindavíkurvegur er enn lokaður. Akið varlega, það er dimmt, og margir verða á ferðinni. Förum okkur að engu óðslega.“ Leiðbeiningar til íbúa Grindavíkur „Samkvæmt rýmingaráætlun Grindavíkur er nauðsynlegt að: Allir fjölskyldumeðlimir séu með það sem þarf, m.a. lyf og aðrar nauðsynjar. Einnig er gott að taka eigin kodda og sæng, sérstaklega ef þið áætlið að gista í fjöldahjálparstöð Neyðarlínan sendir SMS, kemur frá 112, ekki er öruggt að SMS berist öllum. Lokið gluggum, aftengið rafmagnstæki og gangið tryggilega frá heimilinu Setjið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út að götu sem sýnir að húsið sé rýmt Hugið að nágrönnum ykkar og samstarfsfólki ef hægt er Akið varlega, innanbæjar og eftir að komið er út úr bænum Takið upp gangandi fólk ef þarf og rými er í bílnum Hlustið á útvarp og fylgist með fjölmiðlum“ Nauðsynlegt að íbúar skrái sig í síma 1717 „Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur er í íþróttamiðstöðinni ef fólk þarf aðstoð út úr bænum, þar er ekki skráning. Því er ekki nauðsynlegt að koma við á söfnunarmiðstöð ef ekki er þörf á aðstoð við rýmingu. Einnig er hægt að hafa samband við 112 til að fá aðstoð. Ef ekki er símasamband, setjið hvíta veifu á hurð eða glugga ef ykkur vantar aðstoð. Skráning verður í fjöldahjálparstöðvum í Kórnum, Vallaskóla á Selfossi og í íþróttamiðstöðinni á Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þau sem vilja fara beint til vina og ættingja geta hringt í 1717 til að skrá sig. Þau sem hafa nú þegar farið út úr bænum en hafa ekki skráð sig þurfa að hafa samband við 1717 og skrá sig. Við minnum á hjálparsíma Rauða krossins, 1717, þangað er hægt að hringja til að fá upplýsingar,“ sagði Víðir Almannavarnir hafa ítrekað sérstaklega að þeir íbúar sem yfirgáfu bæinn fyrr í kvöld þurfi líka að skrá sig í síma 1717. Lokaáminning til fólks „Við viljum ítreka að íbúum er SKYLT að rýma hús sín og yfirgefa bæinn. En við viljum líka ítreka að þetta er ekki neyðarrýming, það er nægur tími til að undirbúa sig, ganga frá og keyra út úr bænum í rólegheitum. Við minnum aftur á að fjöldahjálparstöðvar eru í Vallaskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Vegna rýminganna hefur verið ákveðið að fara á neyðarstig Almannavarna. Það er ljóst að við erum að fást við atburði sem við Íslendingar höfum ekki upplifað áður, allavega ekki síðan gaus í Vestmannaeyjum. Við tókumst á við það saman, við tökumst á við þetta saman og látum ekki hugfallast,“ sagði Víðir að lokum. Almannavarnir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Hér fyrir neðan má sjá ræðu Víðis í heild sinni með viðbættum kaflaskiptingum: „Núna á ellefta tímanum upplýsti Veðurstofa Íslands Almannavarnir um að ekki væri hægt að útiloka að kvikugangurinn sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. Vegna þessa hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tekið ákvörðun, í samráði við Almannavarnir að rýma Grindavíkurbæ og Almannavarnir hafa samhliða lýst yfir neyðarstigi. Nýjustu gögn Veðurstofunnar sýna talsverða færslu og stóran kvikugang sem er að myndast og gæti opnast, og legið þá frá suðvestri til norðausturs. Ákvörðun þessi er tekin með öryggi íbúa í huga. Mikilvægt er að allir sýni stillingu, því við höfum ágætan tíma til að bregðast við,“ sagði Víðir í ræðu sinni. Íbúum skylt að yfirgefa bæinn „Athugið að íbúum er SKYLT að rýma hús sín og yfirgefa bæinn. Þetta er ekki neyðarrýming,“ tók Víðir sérstaklega fram. „Það er beiðni okkar til íbúa Grindavíkur að yfirgefa bæinn án óðagots. Það er ekki bráð hætta yfirvofandi, rýmingin er fyrst og fremst fyrirbyggjandi með öryggi allra Grindvíkinga í fyrirrúmi. Allar leiðir eru nú lokaðar til Grindavíkur, nema fyrir neyðartilfelli og þarf fólk að gefa sig fram á lokunarpóstum. Er það gert til að liðka fyrir umferð frá Grindavík. Er um að ræða Suðurstrandaveg og Nesveg. Grindavíkurvegur er enn lokaður. Akið varlega, það er dimmt, og margir verða á ferðinni. Förum okkur að engu óðslega.“ Leiðbeiningar til íbúa Grindavíkur „Samkvæmt rýmingaráætlun Grindavíkur er nauðsynlegt að: Allir fjölskyldumeðlimir séu með það sem þarf, m.a. lyf og aðrar nauðsynjar. Einnig er gott að taka eigin kodda og sæng, sérstaklega ef þið áætlið að gista í fjöldahjálparstöð Neyðarlínan sendir SMS, kemur frá 112, ekki er öruggt að SMS berist öllum. Lokið gluggum, aftengið rafmagnstæki og gangið tryggilega frá heimilinu Setjið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út að götu sem sýnir að húsið sé rýmt Hugið að nágrönnum ykkar og samstarfsfólki ef hægt er Akið varlega, innanbæjar og eftir að komið er út úr bænum Takið upp gangandi fólk ef þarf og rými er í bílnum Hlustið á útvarp og fylgist með fjölmiðlum“ Nauðsynlegt að íbúar skrái sig í síma 1717 „Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur er í íþróttamiðstöðinni ef fólk þarf aðstoð út úr bænum, þar er ekki skráning. Því er ekki nauðsynlegt að koma við á söfnunarmiðstöð ef ekki er þörf á aðstoð við rýmingu. Einnig er hægt að hafa samband við 112 til að fá aðstoð. Ef ekki er símasamband, setjið hvíta veifu á hurð eða glugga ef ykkur vantar aðstoð. Skráning verður í fjöldahjálparstöðvum í Kórnum, Vallaskóla á Selfossi og í íþróttamiðstöðinni á Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þau sem vilja fara beint til vina og ættingja geta hringt í 1717 til að skrá sig. Þau sem hafa nú þegar farið út úr bænum en hafa ekki skráð sig þurfa að hafa samband við 1717 og skrá sig. Við minnum á hjálparsíma Rauða krossins, 1717, þangað er hægt að hringja til að fá upplýsingar,“ sagði Víðir Almannavarnir hafa ítrekað sérstaklega að þeir íbúar sem yfirgáfu bæinn fyrr í kvöld þurfi líka að skrá sig í síma 1717. Lokaáminning til fólks „Við viljum ítreka að íbúum er SKYLT að rýma hús sín og yfirgefa bæinn. En við viljum líka ítreka að þetta er ekki neyðarrýming, það er nægur tími til að undirbúa sig, ganga frá og keyra út úr bænum í rólegheitum. Við minnum aftur á að fjöldahjálparstöðvar eru í Vallaskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Vegna rýminganna hefur verið ákveðið að fara á neyðarstig Almannavarna. Það er ljóst að við erum að fást við atburði sem við Íslendingar höfum ekki upplifað áður, allavega ekki síðan gaus í Vestmannaeyjum. Við tókumst á við það saman, við tökumst á við þetta saman og látum ekki hugfallast,“ sagði Víðir að lokum.
Almannavarnir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira