Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 13:01 Florentino Perez Real Madrid Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. Tilkynnt var um stofnun og endalok Ofurdeildarinnar í dramatískri þriggja daga atburðarás í apríl 2021. Tólf félög komu sér saman um stofnun deildarinnar, keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli fjárhagsstöðu sinnar. Mikil og hávær gagnrýni rigndi yfir þátttökufélögin, fyrrum leikmenn, þjálfarar, blaðamenn, lýsendur og fleiri sem koma að íþróttinni stigu fram og mótmæltu. Ofurdeildin var eins og áður segir blásin af nánast samstundis en þrjú lið börðust áfram fyrir stofnun hennar, Juventus, Barcelona og Real Madrid. Juventus dró sig svo úr þeim hópi í sumar og skildi spænsku stórveldin eftir ein á báti. Florentino Perez flutti ávarp á ársfundi Real Madrid í dag þar sem hann lýsti yfir óbilandi trú á verkefninu. Hann sagði knattspyrnu á alþjóðavísu vera að bregðast aðdáendum sínum og til þess að fá sem mest áhorf væri nauðsynlegt að koma Ofurdeildinni á fót. Áhorfendur í sal stóðu upp eftir ræðuna og klöppuðu. 📸 A standing ovation for Florentino Perez after he talks about UEFA, La Liga president, Negreira and Madridismo. pic.twitter.com/lljGbvbJc4— Madrid Xtra (@MadridXtra) November 11, 2023 Hann gagnrýndi svo í kjölfarið bæði UEFA og spænska knattspyrnusambandið, sagði þau stöðnuð í verklagi og benti á að mörg fyrirtæki hafi áður litið á sig sem ósigrandi en farið á hausinn að endingu. Nýtt fyrirkomulag var kynnt síðastliðinn febrúar til að svara gagnrýnendum deildarinnar. Þar var kynnt lagskipt deildarkeppni milli 60-80 liða, liðin gætu þá fallið niður og komist upp um deild eftir árangri, engum yrði tryggð staða í efstu deild. Ofurdeildin lagði fram ákæru á hendur UEFA á síðasta ári þar sem samtökin voru sökuð um ólöglega einokun á evrópskum fótbolta. Dómur verður kveðinn í málinu þann 21. desember og vænta má frétta af frekari áformum Ofurdeildarinnar í kjölfarið. Ofurdeildin Spænski boltinn Tengdar fréttir Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun og endalok Ofurdeildarinnar í dramatískri þriggja daga atburðarás í apríl 2021. Tólf félög komu sér saman um stofnun deildarinnar, keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli fjárhagsstöðu sinnar. Mikil og hávær gagnrýni rigndi yfir þátttökufélögin, fyrrum leikmenn, þjálfarar, blaðamenn, lýsendur og fleiri sem koma að íþróttinni stigu fram og mótmæltu. Ofurdeildin var eins og áður segir blásin af nánast samstundis en þrjú lið börðust áfram fyrir stofnun hennar, Juventus, Barcelona og Real Madrid. Juventus dró sig svo úr þeim hópi í sumar og skildi spænsku stórveldin eftir ein á báti. Florentino Perez flutti ávarp á ársfundi Real Madrid í dag þar sem hann lýsti yfir óbilandi trú á verkefninu. Hann sagði knattspyrnu á alþjóðavísu vera að bregðast aðdáendum sínum og til þess að fá sem mest áhorf væri nauðsynlegt að koma Ofurdeildinni á fót. Áhorfendur í sal stóðu upp eftir ræðuna og klöppuðu. 📸 A standing ovation for Florentino Perez after he talks about UEFA, La Liga president, Negreira and Madridismo. pic.twitter.com/lljGbvbJc4— Madrid Xtra (@MadridXtra) November 11, 2023 Hann gagnrýndi svo í kjölfarið bæði UEFA og spænska knattspyrnusambandið, sagði þau stöðnuð í verklagi og benti á að mörg fyrirtæki hafi áður litið á sig sem ósigrandi en farið á hausinn að endingu. Nýtt fyrirkomulag var kynnt síðastliðinn febrúar til að svara gagnrýnendum deildarinnar. Þar var kynnt lagskipt deildarkeppni milli 60-80 liða, liðin gætu þá fallið niður og komist upp um deild eftir árangri, engum yrði tryggð staða í efstu deild. Ofurdeildin lagði fram ákæru á hendur UEFA á síðasta ári þar sem samtökin voru sökuð um ólöglega einokun á evrópskum fótbolta. Dómur verður kveðinn í málinu þann 21. desember og vænta má frétta af frekari áformum Ofurdeildarinnar í kjölfarið.
Ofurdeildin Spænski boltinn Tengdar fréttir Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31