„Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. nóvember 2023 13:04 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá fólkinu sínu í Grindavík vegna atburða gærkvöldsins. Hann segir um að ræða ofboðslegt áfall og er þakklátur fyrir aðstoðina. „Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu í Grindavík. Ég reyni bara að standa með því. Sjálfum líður mér ekki illa en þetta er ofboðslegt áfall fyrir sveitarfélagið, íbúa þess og við reynum bara að standa saman um það að gera það besta úr hlutunum,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Fram kom á upplýsingafundum almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Kvikugangur undir Grindavík væri stærri en áður hefði sést í jarðhræringum á Reykjanesi. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim á næstu dögum. Hann segir kerfið hafa virkað gríðarlega vel. Það hafi verið magnað að fylgjast með almannavörnum og vísindamönnum að störfum. Það hafi sýnt sig í nótt að Grindvíkingar eru í góðum höndum. Enginn hafi neitað að yfirgefa heimili sitt í gær. Hvernig er hljóðið í Grindvíkingum? „Ég hef nú ekki náð að tala við marga en mér heyrist svona að fólk sé ótrúlega æðrulaust í þessari stöðu og rýmingin gekk vel og það verður húsaskjól fyrir alla og það verður haldið áfram að gera eins og hægt er til þess að koma til aðstoðar,“ segir Fannar. „Við erum til dæmis að vinna að því að það verði svona kyrrðar-og friðarstund núna um helgina, þannig að fólk geti hist og við reynum að hlúa að börnunum, það tókst mjög vel til í því að flytja sjúka og aldraða í burtu samkvæmt rýmingaráætlunum. Það tókst afskaplega vel. Síðan er auðvitað andlega hliðin sem við þurfum að reyna einhvern veginn að takast á við með okkar fólki.“ Þið hafið fengið mikinn stuðning frá nærsveitungum og fólki á höfuðborgarsvæðinu. Ertu hrærður yfir stuðningnum? „Já. Við náttúrulega höfum gengið í gegnum þrjú eldgos og vitum alveg hversu mikilvæg öll þessi aðstoð er. Það getur ekkert sveitarfélag og ekki af þeirri stærðargráðu sem Grindavík er gert neina hluti sem skipta máli í svona stóru verkefni nema að fá alla þessa aðstoð. Allstaðar að á landinu, lögregluembættin, björgunarsveitirnar, vísindamennirnir, Rauði krossinn og svo framvegis. Þetta er ofboðslega flott net, það eru mörghundruð manns sem koma að þessu, bara hér í Skógarhlíð eru tugir manns og allt baklandið er miklu öflugra en ég vissi áður en ég fór að koma að þessum málum á sínum tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30 Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36 Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu í Grindavík. Ég reyni bara að standa með því. Sjálfum líður mér ekki illa en þetta er ofboðslegt áfall fyrir sveitarfélagið, íbúa þess og við reynum bara að standa saman um það að gera það besta úr hlutunum,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Fram kom á upplýsingafundum almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Kvikugangur undir Grindavík væri stærri en áður hefði sést í jarðhræringum á Reykjanesi. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim á næstu dögum. Hann segir kerfið hafa virkað gríðarlega vel. Það hafi verið magnað að fylgjast með almannavörnum og vísindamönnum að störfum. Það hafi sýnt sig í nótt að Grindvíkingar eru í góðum höndum. Enginn hafi neitað að yfirgefa heimili sitt í gær. Hvernig er hljóðið í Grindvíkingum? „Ég hef nú ekki náð að tala við marga en mér heyrist svona að fólk sé ótrúlega æðrulaust í þessari stöðu og rýmingin gekk vel og það verður húsaskjól fyrir alla og það verður haldið áfram að gera eins og hægt er til þess að koma til aðstoðar,“ segir Fannar. „Við erum til dæmis að vinna að því að það verði svona kyrrðar-og friðarstund núna um helgina, þannig að fólk geti hist og við reynum að hlúa að börnunum, það tókst mjög vel til í því að flytja sjúka og aldraða í burtu samkvæmt rýmingaráætlunum. Það tókst afskaplega vel. Síðan er auðvitað andlega hliðin sem við þurfum að reyna einhvern veginn að takast á við með okkar fólki.“ Þið hafið fengið mikinn stuðning frá nærsveitungum og fólki á höfuðborgarsvæðinu. Ertu hrærður yfir stuðningnum? „Já. Við náttúrulega höfum gengið í gegnum þrjú eldgos og vitum alveg hversu mikilvæg öll þessi aðstoð er. Það getur ekkert sveitarfélag og ekki af þeirri stærðargráðu sem Grindavík er gert neina hluti sem skipta máli í svona stóru verkefni nema að fá alla þessa aðstoð. Allstaðar að á landinu, lögregluembættin, björgunarsveitirnar, vísindamennirnir, Rauði krossinn og svo framvegis. Þetta er ofboðslega flott net, það eru mörghundruð manns sem koma að þessu, bara hér í Skógarhlíð eru tugir manns og allt baklandið er miklu öflugra en ég vissi áður en ég fór að koma að þessum málum á sínum tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30 Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36 Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30
Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36
Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23