„Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2023 19:11 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem fór yfir stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði að umræddur sigdalur og dýpt hans sé í samræmi við GPS mælingar Veðurstofunnar. Þessi sigdalur væri vísbendinga um að kvikugangurinn undir Grindavík væri kominn nálægt yfirborðinu. „Það bendir til þess að það styttist í gos og að því miður, bendir til þess að gosið komi innan bæjarmarka Grindavíkur.“ „Það er svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Þorvaldur. Jarðskjálftarnir síðustu daga virðast hafa farið eftir um tvö þúsund ára gamalli gígaröð og það bendir til þess að kvikan sé að nýta veikleika sem sé fyrir í skorpunni. Þorvaldur sagði hana enda um átta hundrað metrum norður af Grindavík og því hafi hann talið ólíklegt að gjósa myndi í bænum. Síðan þá hafi skjálftarnir teygt sig undir bæinn og út á grynningarnar fyrir sunnan bæinn. „Hann er búinn að lengjast sem því nemur. Eins og ég sagði áðan bendir allt til þess að Grindavík fái að sjá gos sem er helst til nálægt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ef hraunið kæmi upp þar sem siggengið sé, muni það að öllum líkindum renna til vesturs að mestu og þá frá bænum. Eitthvað muni fara til austurs en líklega ekki mikið, miðað við greiningar. „Svo er bara spurningin um hvers miklar skemmdir verða á bænum og hve stór hluti hans fer undir hraun, ef þetta allt saman raungerist,“ sagði Þorvaldur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07 Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07 Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31 „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ 12. nóvember 2023 12:58 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem fór yfir stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði að umræddur sigdalur og dýpt hans sé í samræmi við GPS mælingar Veðurstofunnar. Þessi sigdalur væri vísbendinga um að kvikugangurinn undir Grindavík væri kominn nálægt yfirborðinu. „Það bendir til þess að það styttist í gos og að því miður, bendir til þess að gosið komi innan bæjarmarka Grindavíkur.“ „Það er svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Þorvaldur. Jarðskjálftarnir síðustu daga virðast hafa farið eftir um tvö þúsund ára gamalli gígaröð og það bendir til þess að kvikan sé að nýta veikleika sem sé fyrir í skorpunni. Þorvaldur sagði hana enda um átta hundrað metrum norður af Grindavík og því hafi hann talið ólíklegt að gjósa myndi í bænum. Síðan þá hafi skjálftarnir teygt sig undir bæinn og út á grynningarnar fyrir sunnan bæinn. „Hann er búinn að lengjast sem því nemur. Eins og ég sagði áðan bendir allt til þess að Grindavík fái að sjá gos sem er helst til nálægt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ef hraunið kæmi upp þar sem siggengið sé, muni það að öllum líkindum renna til vesturs að mestu og þá frá bænum. Eitthvað muni fara til austurs en líklega ekki mikið, miðað við greiningar. „Svo er bara spurningin um hvers miklar skemmdir verða á bænum og hve stór hluti hans fer undir hraun, ef þetta allt saman raungerist,“ sagði Þorvaldur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07 Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07 Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31 „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ 12. nóvember 2023 12:58 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07
Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07
Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31