Fyrrum landsliðskona í íshokkí segir frá kynferðislegu ofbeldi þjálfara síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 08:58 Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Skjámynd/RÚV Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir lék um árabil með íslenska kvennalandsliðinu í íshokkí og er nú varaformaður Íshokkísambandsins. Hún segir frá því í viðtali við Ríkissjónvarpið að röð atvika hafi breytt ferli hennar í martröð. Guðlaug Ingibjörg kemur fram með sögu sína og vonast til að hún geti með því opnað augu fólks um að aðstoða betur íþróttafólk sem lenda í mjög erfiðum andlegum aðstæðum. Saga hennar er vissulega sláandi. Erlendur leikmaður, sem Guðlaug nefnir ekki á nafn, var að spila með Skautafélagi Akureyrar eins og hún þegar þau fóru að draga sig saman veturinn 2012. Guðlaug var nítján ára og hann átta árum eldri. Skömmu síðar var hann ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins. Lifði tvöföldu lífi Hún flutti suður til Reykjavíkur árið 2013 og skráði sig í íþróttafræði við HR. Þá hóf hún æfingar með íshokkíliði Bjarnarins. Þá kom í ljós að maðurinn var að lifa tvöföldu lífi. Hann var í annarri sambúð og sambandi hans og Guðlaugar var því lokið. Þegar leið á veturinn var maðurinn ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins hjá Birninum og Guðlaug Ingibjörg segir frá þeim aðstæðum sem hún var þá komin í. „Hann náttúrulega vissi alveg hvar ég bjó. Hann vissi hvernig ég vann. Hann vissi hvenær ég var búin í skólanum. Þannig að hann gerði sig heimboðinn heim til mín og misnotaði mig. Fyrir sína leiki eða mína leiki. Eða nauðgaði mér, og þetta var alltaf einhvern veginn á þeim forsendum að ‚ef þú gerir þetta ekki fyrir mig núna þá spila ég ekki vel í leiknum sem er í kvöld, eða er á morgun. Eða er um helgina.' Þetta voru ekki eitt skipti og ekki tvö. Þetta var samt ekki fyrir hvern leik,“ sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Bitnaði á mínum leiktíma „Hann lagði aldrei hendur á mig en fer samt þessa leið. Þetta voru mjög krefjandi aðstæður. Ef ég streittist á móti honum í þessum aðstæðum, þegar hann bauð sér heim til mín. Þá varð það til þess að ég spilaði ekki leiki. Eða það bitnaði á mínum leiktíma,“ sagði Guðlaug. Guðlaug talar einnig um þunglyndi sitt í framhaldinu og hvernig heimurinn hennar hrundi í landsliðsverkefni á HM í íshokkí sem fram fór í Reykjavík árið 2014. Í framhaldinu tók við sjálfsvinna hjá Guðlaugu en mesti bati hennar varð þegar maðurinn flutti brott af landi en hún segist hafa fengið hjálp. Ein stór fjölskylda „Íshokkísambandið steig upp á móti, með aðkomu stjórnarmanna úr Birninum á þessum tíma. Ég er líka bara rosalega heppin. Hreyfingin er lítil en þetta er ein stór fjölskylda. Ég held ég hafi aldrei þakkað fólkinu nógu mikið sem kom að mínum málum,“ sagði Guðlaug. Það má horfa á allt viðtalið hér. Íshokkí Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
Guðlaug Ingibjörg kemur fram með sögu sína og vonast til að hún geti með því opnað augu fólks um að aðstoða betur íþróttafólk sem lenda í mjög erfiðum andlegum aðstæðum. Saga hennar er vissulega sláandi. Erlendur leikmaður, sem Guðlaug nefnir ekki á nafn, var að spila með Skautafélagi Akureyrar eins og hún þegar þau fóru að draga sig saman veturinn 2012. Guðlaug var nítján ára og hann átta árum eldri. Skömmu síðar var hann ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins. Lifði tvöföldu lífi Hún flutti suður til Reykjavíkur árið 2013 og skráði sig í íþróttafræði við HR. Þá hóf hún æfingar með íshokkíliði Bjarnarins. Þá kom í ljós að maðurinn var að lifa tvöföldu lífi. Hann var í annarri sambúð og sambandi hans og Guðlaugar var því lokið. Þegar leið á veturinn var maðurinn ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins hjá Birninum og Guðlaug Ingibjörg segir frá þeim aðstæðum sem hún var þá komin í. „Hann náttúrulega vissi alveg hvar ég bjó. Hann vissi hvernig ég vann. Hann vissi hvenær ég var búin í skólanum. Þannig að hann gerði sig heimboðinn heim til mín og misnotaði mig. Fyrir sína leiki eða mína leiki. Eða nauðgaði mér, og þetta var alltaf einhvern veginn á þeim forsendum að ‚ef þú gerir þetta ekki fyrir mig núna þá spila ég ekki vel í leiknum sem er í kvöld, eða er á morgun. Eða er um helgina.' Þetta voru ekki eitt skipti og ekki tvö. Þetta var samt ekki fyrir hvern leik,“ sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Bitnaði á mínum leiktíma „Hann lagði aldrei hendur á mig en fer samt þessa leið. Þetta voru mjög krefjandi aðstæður. Ef ég streittist á móti honum í þessum aðstæðum, þegar hann bauð sér heim til mín. Þá varð það til þess að ég spilaði ekki leiki. Eða það bitnaði á mínum leiktíma,“ sagði Guðlaug. Guðlaug talar einnig um þunglyndi sitt í framhaldinu og hvernig heimurinn hennar hrundi í landsliðsverkefni á HM í íshokkí sem fram fór í Reykjavík árið 2014. Í framhaldinu tók við sjálfsvinna hjá Guðlaugu en mesti bati hennar varð þegar maðurinn flutti brott af landi en hún segist hafa fengið hjálp. Ein stór fjölskylda „Íshokkísambandið steig upp á móti, með aðkomu stjórnarmanna úr Birninum á þessum tíma. Ég er líka bara rosalega heppin. Hreyfingin er lítil en þetta er ein stór fjölskylda. Ég held ég hafi aldrei þakkað fólkinu nógu mikið sem kom að mínum málum,“ sagði Guðlaug. Það má horfa á allt viðtalið hér.
Íshokkí Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira