Skjálftarnir aftur á nokkurra kílómetra dýpi Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 09:52 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir jarðskjálftana við Grindavík aftur komna á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Það geti falið í sér að kvikan muni ekki ná upp á yfirborðið að svo stöddu. Hann segir þó erfitt að spá um framhaldið. Rætt var við Þorvald í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að þó svo að þessi hrina gengi yfir án eldgoss, væri ekki útilokað að fá svipaðar hrinur í náinni framtíð og þær gætu endað með eldgosi. „Þetta getur náttúrlega líka náð sér upp aftur. Kannski er enn þá innflæði neðarlega í ganginn, þar sem skjálftarnir eru dýpra og þá er kannski kerfið að hlaðast upp aftur,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði almannavarnir þurfa að svara fyrir það hvort og hvenær Grindvíkingar gætu farið aftur heim. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Þorvaldur sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eftir að sigdalur greindist í Grindavík, að mögulega væri kvikugangurinn þar undir kominn nálægt yfirborðinu, innan bæjarmarka Grindavíkur. Sjá einnig: „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Hann segir atburðarásina síðan þá, sérstaklega í gær og í morgun gefa til kynna að staðan væri önnur. „Maður vonar náttúrulega að þetta sé bara að deyja út, fjara út, en við getum ekki útilokað hinn möguleikann. Að þetta fari aftur á hreyfingu og það gæti þá endað í gosi inn í Grindavík.“ Þorvaldur sagði gos einnig geta orðið norðar í gígaröðinni og það væri óskandi, ef eldgos á sér stað. Þorvaldur sagði að skjálftar hefðu oft minnkað fyrir gos og það gæti alveg verið staðan núna. Mögulega sé það óskhyggja í honum að þetta sé að fjara út. Því miður væri ekki hægt að útiloka eldgos enn. Þorvaldur sagði Íslendinga mögulega þurfa að læra að lifa með þeim nýja veruleika að Reykjanesið væri „komið aftur í gang“. Við værum komin inn í nýtt eldgosatímabil. „Þessir atburðir geta endurtekið sig nokkuð oft á næstu nokkur hundruð árum,“ sagði Þorvaldur. „Reynslan segir okkur að þegar þetta fer í gang, fer allt í gang.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00 Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Sjá meira
Rætt var við Þorvald í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að þó svo að þessi hrina gengi yfir án eldgoss, væri ekki útilokað að fá svipaðar hrinur í náinni framtíð og þær gætu endað með eldgosi. „Þetta getur náttúrlega líka náð sér upp aftur. Kannski er enn þá innflæði neðarlega í ganginn, þar sem skjálftarnir eru dýpra og þá er kannski kerfið að hlaðast upp aftur,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði almannavarnir þurfa að svara fyrir það hvort og hvenær Grindvíkingar gætu farið aftur heim. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Þorvaldur sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eftir að sigdalur greindist í Grindavík, að mögulega væri kvikugangurinn þar undir kominn nálægt yfirborðinu, innan bæjarmarka Grindavíkur. Sjá einnig: „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Hann segir atburðarásina síðan þá, sérstaklega í gær og í morgun gefa til kynna að staðan væri önnur. „Maður vonar náttúrulega að þetta sé bara að deyja út, fjara út, en við getum ekki útilokað hinn möguleikann. Að þetta fari aftur á hreyfingu og það gæti þá endað í gosi inn í Grindavík.“ Þorvaldur sagði gos einnig geta orðið norðar í gígaröðinni og það væri óskandi, ef eldgos á sér stað. Þorvaldur sagði að skjálftar hefðu oft minnkað fyrir gos og það gæti alveg verið staðan núna. Mögulega sé það óskhyggja í honum að þetta sé að fjara út. Því miður væri ekki hægt að útiloka eldgos enn. Þorvaldur sagði Íslendinga mögulega þurfa að læra að lifa með þeim nýja veruleika að Reykjanesið væri „komið aftur í gang“. Við værum komin inn í nýtt eldgosatímabil. „Þessir atburðir geta endurtekið sig nokkuð oft á næstu nokkur hundruð árum,“ sagði Þorvaldur. „Reynslan segir okkur að þegar þetta fer í gang, fer allt í gang.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00 Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Sjá meira
Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46
„Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00
Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08