David Cameron nýr utanríkisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 10:27 David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra. AP/Alberto Pezzali David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra. Rishi Sunak, forsætisráðherra, rak Suella Braverman úr embætti innanríkisráðherra í morgun og réði James Celverly, fyrrverandi utanríkisráðherra, í stað hennar. Braverman hafði gagnrýnt það hvernig lögregluyfirvöld í Bretlandi tóku á mótmælum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Sakaði hún lögregluna um að taka á vinstri sinnuðum mótmælendum með silkihönskum og taka á hægri sinnuðum mótmælendum af meiri hörku. David Cameron var forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn frá 2010 til 2016. Hann hefur ekki setið á þingi en þar sem ráðherrar þurfa að vera þingmenn mun Cameron taka sæti í Lávarðadeild breska þingsins, samkvæmt frétt Guardian. The Rt Hon @David_Cameron has been appointed Secretary of State for Foreign, Commonwealth and Development Affairs @FCDOGovUK pic.twitter.com/r9fL9dIgzs— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 13, 2023 Cameron sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því að Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu. Cameron var andvígur því en samþykkti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að þagga niður í háværum hópi þingmanna Íhaldsflokksins. Hann barðist fyrir því að Bretar yrðu áfram í Evrópusambandinu. Athygli hefur vakið að undanfarin ár hefur Cameron komið að stjórn fjárfestinasjóðs sem talinn er tengjast yfirvöldum í Kína. Cameron hefur skrifað yfirlýsingu á X (áður Twitter) þar sem hann segist hafa glaður orðið við þeirri beðni um að taka við embættinu. Hann segir Breta standa frammi fyrir ýmsum áskorununm á alþjóðasviðinu og þar á meðal séu stríðin í Úkraínu og á Gasaströndinni. Hann segir að á þessum róstursömu tímum sé mikilvægt fyrir Breta að standa við bak bandamanna sinna, styrkja vinasambönd og tryggja að raddir þeirra heyrist á alþjóðasviðinu. „Þó ég hafi ekki verið viðloðinn stjórnmál undanfarin sjö ár, vona ég að reynsla mín, sem leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, muni reynast mér vel í að aðstoða forsætisráðherrann í að takast á við áðurnefndar áskoranir,“ skrifaði Cameron meðal annars. The Prime Minister has asked me to serve as his Foreign Secretary and I have gladly accepted.We are facing a daunting set of international challenges, including the war in Ukraine and the crisis in the Middle East. At this time of profound global change, it has rarely been more — David Cameron (@David_Cameron) November 13, 2023 Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Braverman hafði gagnrýnt það hvernig lögregluyfirvöld í Bretlandi tóku á mótmælum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Sakaði hún lögregluna um að taka á vinstri sinnuðum mótmælendum með silkihönskum og taka á hægri sinnuðum mótmælendum af meiri hörku. David Cameron var forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn frá 2010 til 2016. Hann hefur ekki setið á þingi en þar sem ráðherrar þurfa að vera þingmenn mun Cameron taka sæti í Lávarðadeild breska þingsins, samkvæmt frétt Guardian. The Rt Hon @David_Cameron has been appointed Secretary of State for Foreign, Commonwealth and Development Affairs @FCDOGovUK pic.twitter.com/r9fL9dIgzs— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 13, 2023 Cameron sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því að Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu. Cameron var andvígur því en samþykkti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að þagga niður í háværum hópi þingmanna Íhaldsflokksins. Hann barðist fyrir því að Bretar yrðu áfram í Evrópusambandinu. Athygli hefur vakið að undanfarin ár hefur Cameron komið að stjórn fjárfestinasjóðs sem talinn er tengjast yfirvöldum í Kína. Cameron hefur skrifað yfirlýsingu á X (áður Twitter) þar sem hann segist hafa glaður orðið við þeirri beðni um að taka við embættinu. Hann segir Breta standa frammi fyrir ýmsum áskorununm á alþjóðasviðinu og þar á meðal séu stríðin í Úkraínu og á Gasaströndinni. Hann segir að á þessum róstursömu tímum sé mikilvægt fyrir Breta að standa við bak bandamanna sinna, styrkja vinasambönd og tryggja að raddir þeirra heyrist á alþjóðasviðinu. „Þó ég hafi ekki verið viðloðinn stjórnmál undanfarin sjö ár, vona ég að reynsla mín, sem leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, muni reynast mér vel í að aðstoða forsætisráðherrann í að takast á við áðurnefndar áskoranir,“ skrifaði Cameron meðal annars. The Prime Minister has asked me to serve as his Foreign Secretary and I have gladly accepted.We are facing a daunting set of international challenges, including the war in Ukraine and the crisis in the Middle East. At this time of profound global change, it has rarely been more — David Cameron (@David_Cameron) November 13, 2023
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira