Týndu afkvæmin Ynda Eldborg skrifar 16. nóvember 2023 08:00 Svo virðist sem afstaða íslenskra myndlistarstofnana til þess að hinsegja (e. queering) safneignirnar sem þar eru geymdar fyrir hönd fólksins í landinu þeim til upplýsingar og fræðslu um listmenningu þjóðarinnar sé passíf. Í framhaldi af þessu er í ljósi safnasögu augljóst að afstaða safnafólks til safneigna hérlendis sé órjúfanlega bundin cis og hetrónormatífri afstöðu til listafólks, listmuna og annarar efnismenningar sem fyllir lagera safnanna. Að þessu leiti ráfa íslensk söfn í myrkviðum þar sem starfsfólk sér hvorki trén fyrir skóginum né býr yfir reynslu og þekkingu á hinsegin fræðum til að varpa ljósi nýrrar og hýrrar þekkingar inn í geymslurnar. Ljósleysið rænir söfnin vilja til að draga fram í dagsljósið reynslu og myndheim hinsegin myndlistarfólks. Þetta er ákaflega bagalegt í ljósi þess að Nýlistasafnið hefur nú þegar rutt brautina með því að opna safngeymslur sínar fyrir hinseginleikanum með sýningunni Til sýnis: Hinsegin umfram aðra sem var stýrt af Viktoríu Guðnadóttur og undirritaðri haustið 2022. Þetta framfaraskref virðist hinsvegar hafa farið framhjá þeim sem stýra söfnum í dag. Annað dæmi er verkefnið Regnbogaþráður sem opnaður var í Þjóðminjasafninu árið 2018 á fjörutíu ára afmæli Samtakanna ´78. Þráðurinn fagnar því 5 ára afmæli um þessar mundir. Þó okkur sem að verkefninu stóðum hafi ekki boðist að að fara í gegnum lagera safnsins til að lesa líf og tilveru hinsegin fólks í munina og búa til veglega hinsegin sýningu þá stendur þetta framtak uppi sem mikilvæg varða í hinsegin sögu þjóðarinnar. Það tókst að draga fram brot úr hinsegin sögunni með því að lesa grunnsýningu safnsins meðal annars í ljósi hinsegin safnafræða. Í þessu tilviki var næst besti kosturinn tekinn að sinni í þeirri von að áður en langt um líður skapist möguleiki til þess að hinsegja safneignamuni svo um munar og efna til viðamikillar og löngu tímabærrar sýningar. Reynsla og þekking hinsegin fræðafólks er þegar tiltæk. Þegar drög að Regnbogaþræðinum tóku að mótast vorið 2016 og í umræðum sem spunnust um áhugaleysi safna á borð við Þjóðminjasafnið á sögu hinsegin fólks fullyrti virt safnastýra hér á landi að samkvæmt siðareglum ICOM (e. International Council Of Museums) bæri söfnum engin skylda til að safna menningarminjum um sögu hinsegin fólks. Þessi afstaða virðist hafa orðið að áhrínsorðum á meðal safnafólks hér á landi nema Nýlistasafnsins því þess hefur ekki orðið vart að söfnin hafi sinnt þessu varðveisluverkefni eða hleypt hinsegin sýningarstýrum inn í geymslur sínar. Á meðan týnast þessar menningarminjar nema það sem varðveitt er í einkasöfnum. Fleira þessu líkt kom svo smátt og smátt í ljós hjá forstöðufólki safnanna eftir því sem árin hafa liðið, til dæmis það að virt safnsýra sagði að hér á landi væri engin hinsegin lista sena þegar safninu var boðið í samtal um að efna til veglegrar sýningar á íslenskri hinsegin myndlist. Í öðru tilviki var tekið líklega í slíka sýningu en um leið tilkynnt að það mætti ekki vera neitt kynferðislegt í verkunum. Svo var líka áhrifamikilli þögn beitt af einu leiðandi safni sem svaraði aldrei. Til hvers er ég að ryfja þetta upp núna mörgum árum seinna? Jú, það er vegna þess að það hefur ekkert breyst í söfnunum annað en að munum hefur fjölgað og sífellt færri hlutir dregnir fram í dagsljósið og allra síst það sem hægt væri að tengja við sögu, menningu, reynslu og myndlist hinsegin fólks. Hér væri hægt að líta til franska heimspekingsins Michael Foucault og kenningar hans um fornleifafræði þekkingarinnar, tengja þær við rannsóknir á safneignum og líta á þær sem fornleifauppgröft þar sem ný þekking og skilgreiningar á sögu og reynslu minnihlutahópa birtist í hverju nýju jarðlagi sem grafið er upp. Vandinn er hinsvegar sá að þrátt fyrir stöðugan uppgröft kemur starfsfólk safnanna alltaf upp sama cis-gagnkynhneigða söguþráðinn og staðfestir þannig og réttlætir viðtekna þekkingu sem aftur veitir þeim passíva staðfestingu á því að sem betur fer sé allt í föstum skorðum cis-hetisma og forréttinda þegar þau líta stolt yfir frammistöðu sína. Hvort sem söfnin sinna myndlistararfinum eða annarri efnismenningu eru þau fangar í sinni eigin Bastillu vélgengrar þekkingar, kynþátta fordóma og cis-hetrónormatífs skírlífis. Störf þeirra sýna vanhæfni til að gæða safneignir nýju lífi. Ofangreinda vankanta væri til dæmis auðvelt að laga með því að söfnin stofni rýnihópa fólks sem tilheyrir minnihluta hópum svo sem svörtu og brúnu fólki, fötluðu fólki, hinsegin fólki og innflytjendum sem tala allskyns tungumál til þess að þau geti sagt sínar sögur í samtali við safneignirnar í stað þess að segja stöðugt sömu yfirsögurnar ofan frá. Gott dæmi um nútímaleg vinnubrögð í þessum anda er sýningin How Dear You Make Me Feel This Way sem stendur til 14. maí næstkomandi í Museum Arnhem í Hollandi, sjá hér. Yfirlýst stefna safnsins er að vinna sýningar í samvinnu við ýmsa þjóðfélagshópa og er verkefnið kallað „Public-in-Residence“. Verkefninu er ætlað að kynna og skapa vetvang fyrir nýja þekkingu og framsetningu á sögum, reynslu og fjölbreytni minnihluta hópa. Þetta leiðir til lifandi sögu, inngildingar og samtvinnunar (e. intersectionality) sem við getum öll notað til að jarðtengja okkur og viðurkenna forréttindi, mismunun, kynþætti, stéttarmun, kyn og kynvitund. Með þessu móti getum við skoðað hvað er líkt og ólíkt með okkur og að hver einstaklingur getur verið í fleiri en einum minnihlutahópi og að við eigum meira sameiginlegt en við höldum í fljótu bragði. -Þetta þarf að hljóma skírt og greinilega í nútíma söfnum sem vilja tala við fjölmenningarsamfélög og koma í veg fyrir að dót sem hefur fjölþætta merkingu týnist og gleymist. Dr. Ynda Eldborg, sýningarstýri, listfræða og safnafræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Söfn Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem afstaða íslenskra myndlistarstofnana til þess að hinsegja (e. queering) safneignirnar sem þar eru geymdar fyrir hönd fólksins í landinu þeim til upplýsingar og fræðslu um listmenningu þjóðarinnar sé passíf. Í framhaldi af þessu er í ljósi safnasögu augljóst að afstaða safnafólks til safneigna hérlendis sé órjúfanlega bundin cis og hetrónormatífri afstöðu til listafólks, listmuna og annarar efnismenningar sem fyllir lagera safnanna. Að þessu leiti ráfa íslensk söfn í myrkviðum þar sem starfsfólk sér hvorki trén fyrir skóginum né býr yfir reynslu og þekkingu á hinsegin fræðum til að varpa ljósi nýrrar og hýrrar þekkingar inn í geymslurnar. Ljósleysið rænir söfnin vilja til að draga fram í dagsljósið reynslu og myndheim hinsegin myndlistarfólks. Þetta er ákaflega bagalegt í ljósi þess að Nýlistasafnið hefur nú þegar rutt brautina með því að opna safngeymslur sínar fyrir hinseginleikanum með sýningunni Til sýnis: Hinsegin umfram aðra sem var stýrt af Viktoríu Guðnadóttur og undirritaðri haustið 2022. Þetta framfaraskref virðist hinsvegar hafa farið framhjá þeim sem stýra söfnum í dag. Annað dæmi er verkefnið Regnbogaþráður sem opnaður var í Þjóðminjasafninu árið 2018 á fjörutíu ára afmæli Samtakanna ´78. Þráðurinn fagnar því 5 ára afmæli um þessar mundir. Þó okkur sem að verkefninu stóðum hafi ekki boðist að að fara í gegnum lagera safnsins til að lesa líf og tilveru hinsegin fólks í munina og búa til veglega hinsegin sýningu þá stendur þetta framtak uppi sem mikilvæg varða í hinsegin sögu þjóðarinnar. Það tókst að draga fram brot úr hinsegin sögunni með því að lesa grunnsýningu safnsins meðal annars í ljósi hinsegin safnafræða. Í þessu tilviki var næst besti kosturinn tekinn að sinni í þeirri von að áður en langt um líður skapist möguleiki til þess að hinsegja safneignamuni svo um munar og efna til viðamikillar og löngu tímabærrar sýningar. Reynsla og þekking hinsegin fræðafólks er þegar tiltæk. Þegar drög að Regnbogaþræðinum tóku að mótast vorið 2016 og í umræðum sem spunnust um áhugaleysi safna á borð við Þjóðminjasafnið á sögu hinsegin fólks fullyrti virt safnastýra hér á landi að samkvæmt siðareglum ICOM (e. International Council Of Museums) bæri söfnum engin skylda til að safna menningarminjum um sögu hinsegin fólks. Þessi afstaða virðist hafa orðið að áhrínsorðum á meðal safnafólks hér á landi nema Nýlistasafnsins því þess hefur ekki orðið vart að söfnin hafi sinnt þessu varðveisluverkefni eða hleypt hinsegin sýningarstýrum inn í geymslur sínar. Á meðan týnast þessar menningarminjar nema það sem varðveitt er í einkasöfnum. Fleira þessu líkt kom svo smátt og smátt í ljós hjá forstöðufólki safnanna eftir því sem árin hafa liðið, til dæmis það að virt safnsýra sagði að hér á landi væri engin hinsegin lista sena þegar safninu var boðið í samtal um að efna til veglegrar sýningar á íslenskri hinsegin myndlist. Í öðru tilviki var tekið líklega í slíka sýningu en um leið tilkynnt að það mætti ekki vera neitt kynferðislegt í verkunum. Svo var líka áhrifamikilli þögn beitt af einu leiðandi safni sem svaraði aldrei. Til hvers er ég að ryfja þetta upp núna mörgum árum seinna? Jú, það er vegna þess að það hefur ekkert breyst í söfnunum annað en að munum hefur fjölgað og sífellt færri hlutir dregnir fram í dagsljósið og allra síst það sem hægt væri að tengja við sögu, menningu, reynslu og myndlist hinsegin fólks. Hér væri hægt að líta til franska heimspekingsins Michael Foucault og kenningar hans um fornleifafræði þekkingarinnar, tengja þær við rannsóknir á safneignum og líta á þær sem fornleifauppgröft þar sem ný þekking og skilgreiningar á sögu og reynslu minnihlutahópa birtist í hverju nýju jarðlagi sem grafið er upp. Vandinn er hinsvegar sá að þrátt fyrir stöðugan uppgröft kemur starfsfólk safnanna alltaf upp sama cis-gagnkynhneigða söguþráðinn og staðfestir þannig og réttlætir viðtekna þekkingu sem aftur veitir þeim passíva staðfestingu á því að sem betur fer sé allt í föstum skorðum cis-hetisma og forréttinda þegar þau líta stolt yfir frammistöðu sína. Hvort sem söfnin sinna myndlistararfinum eða annarri efnismenningu eru þau fangar í sinni eigin Bastillu vélgengrar þekkingar, kynþátta fordóma og cis-hetrónormatífs skírlífis. Störf þeirra sýna vanhæfni til að gæða safneignir nýju lífi. Ofangreinda vankanta væri til dæmis auðvelt að laga með því að söfnin stofni rýnihópa fólks sem tilheyrir minnihluta hópum svo sem svörtu og brúnu fólki, fötluðu fólki, hinsegin fólki og innflytjendum sem tala allskyns tungumál til þess að þau geti sagt sínar sögur í samtali við safneignirnar í stað þess að segja stöðugt sömu yfirsögurnar ofan frá. Gott dæmi um nútímaleg vinnubrögð í þessum anda er sýningin How Dear You Make Me Feel This Way sem stendur til 14. maí næstkomandi í Museum Arnhem í Hollandi, sjá hér. Yfirlýst stefna safnsins er að vinna sýningar í samvinnu við ýmsa þjóðfélagshópa og er verkefnið kallað „Public-in-Residence“. Verkefninu er ætlað að kynna og skapa vetvang fyrir nýja þekkingu og framsetningu á sögum, reynslu og fjölbreytni minnihluta hópa. Þetta leiðir til lifandi sögu, inngildingar og samtvinnunar (e. intersectionality) sem við getum öll notað til að jarðtengja okkur og viðurkenna forréttindi, mismunun, kynþætti, stéttarmun, kyn og kynvitund. Með þessu móti getum við skoðað hvað er líkt og ólíkt með okkur og að hver einstaklingur getur verið í fleiri en einum minnihlutahópi og að við eigum meira sameiginlegt en við höldum í fljótu bragði. -Þetta þarf að hljóma skírt og greinilega í nútíma söfnum sem vilja tala við fjölmenningarsamfélög og koma í veg fyrir að dót sem hefur fjölþætta merkingu týnist og gleymist. Dr. Ynda Eldborg, sýningarstýri, listfræða og safnafræða.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun