„Það verður erfiðara og erfiðara að fara um svæðið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:11 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir fjölmörg verkefni nú í vinnslu hjá Almannavörnum, bæði í samhæfingarstöðinni og í aðgerðarstjórninni. Stöð 2 Land heldur áfram að síga í Grindavík og nýjar sprungur myndast í sífellu að sögn sviðsstjóra Almannavarna. Breytingarnar séu sýnilegar á milli daga og því þurfi að gera auknar öryggiskröfur í dag til þeirra sem fái að sækja nauðsynjar og verðmæta í bæinn í dag. Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesi í nótt á svipuðu róli og daginn áður. Stærsti skjálftinn í nótt var 3,1 að stærð. Í nótt samþykkti Alþingi frumvarp um vernd innviða á Reykjanesskaga sem hefur nú þegar tekið gildi. Ríkinu er nú heimilt að ráðast í gerð varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi auk þess að vernda aðra mikilvæga innviði. Fyrirtæki og þeir íbúar í Grindavík sem komust ekki í bæinn í gær fá tækifæri í dag til að bjarga nauðsynjum og verðmætum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að miðað við nýjasta hættumatið sé ljóst að gera þurfi auknar öryggiskröfur til þeirra sem fara inn í bæinn í dag frá því í gær. Grindavík hafi verið skipt í þrjú svæði eftir hættu og hættulegasta svæðið sé sigdalurinn svokallaði. „Það svæði heldur áfram að síga og þar eru sífellt að myndast nýjar sprungur á yfirborðinu. Við skilgreinum þetta svæði svolítið eins og skriðjökul sem er mikið sprunginn og jafnvel snjóað aðeins yfir þannig það er verulega hættulegt að vera inni á því svæði. Það er stefnt að því að þeir sem ekki komust heim til sín í gær, á tveimur fyrrnefndu svæðunum fái að fara þangað í dag og síðan er unnið að því að hægt verði að fara á einhvern hluta á hinu svæðinu þá í fygld viðbragðsaðila og þá í sérstöku viðbragði,“ segir Víðir. Hvert heimili fái um fimm mínútur til að sækja nauðsynjar. Því styttra sem fólk er inni í bænum því minni sé áhættan. „Þetta er engin bein verðmætabjörgun í fjármálaskilningi en þetta er auðvitað verðmætabjörgun meira í tilfinningalegum skilningi sem er að fara fram þarna,“ segir Víðir og bætir við að fyrirtækin sem fái að fara inn séu í meiri verðmætabjörgun. „Þá sérstaklega frystigeymslurnar sem verið er að tæma.“ Víðir segir ómögulegt að segja til um framhaldið næstu daga, óvissan sé mikil á meðan land heldur áfram að síga. „Við það eykst með hverjum deginum hættan þarna og við sjáum það svona á milli daga að það eru að opnast fleiri sprungur og breytingin er sýnilega á milli daga. Það verður erfiðara og erfiðara að minnsta kosti að fara um svæðið.“ Líkur á gosi séu óbreyttar og segir Víðir áskoranirnar fram undan vera gríðarlegar. Komi til neyðarrýmingar í bænum sé sá tímarammi skammur og viðbúnaðurinn sé í takt við það. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sig og sprungur við íþróttahúsið: „Þetta er það versta sem við höfum séð í dag“ Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og jörð sigið töluvert. Björgunarsveitarfólk kannaði aðstæður á svæðinu í dag. 13. nóvember 2023 14:46 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesi í nótt á svipuðu róli og daginn áður. Stærsti skjálftinn í nótt var 3,1 að stærð. Í nótt samþykkti Alþingi frumvarp um vernd innviða á Reykjanesskaga sem hefur nú þegar tekið gildi. Ríkinu er nú heimilt að ráðast í gerð varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi auk þess að vernda aðra mikilvæga innviði. Fyrirtæki og þeir íbúar í Grindavík sem komust ekki í bæinn í gær fá tækifæri í dag til að bjarga nauðsynjum og verðmætum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að miðað við nýjasta hættumatið sé ljóst að gera þurfi auknar öryggiskröfur til þeirra sem fara inn í bæinn í dag frá því í gær. Grindavík hafi verið skipt í þrjú svæði eftir hættu og hættulegasta svæðið sé sigdalurinn svokallaði. „Það svæði heldur áfram að síga og þar eru sífellt að myndast nýjar sprungur á yfirborðinu. Við skilgreinum þetta svæði svolítið eins og skriðjökul sem er mikið sprunginn og jafnvel snjóað aðeins yfir þannig það er verulega hættulegt að vera inni á því svæði. Það er stefnt að því að þeir sem ekki komust heim til sín í gær, á tveimur fyrrnefndu svæðunum fái að fara þangað í dag og síðan er unnið að því að hægt verði að fara á einhvern hluta á hinu svæðinu þá í fygld viðbragðsaðila og þá í sérstöku viðbragði,“ segir Víðir. Hvert heimili fái um fimm mínútur til að sækja nauðsynjar. Því styttra sem fólk er inni í bænum því minni sé áhættan. „Þetta er engin bein verðmætabjörgun í fjármálaskilningi en þetta er auðvitað verðmætabjörgun meira í tilfinningalegum skilningi sem er að fara fram þarna,“ segir Víðir og bætir við að fyrirtækin sem fái að fara inn séu í meiri verðmætabjörgun. „Þá sérstaklega frystigeymslurnar sem verið er að tæma.“ Víðir segir ómögulegt að segja til um framhaldið næstu daga, óvissan sé mikil á meðan land heldur áfram að síga. „Við það eykst með hverjum deginum hættan þarna og við sjáum það svona á milli daga að það eru að opnast fleiri sprungur og breytingin er sýnilega á milli daga. Það verður erfiðara og erfiðara að minnsta kosti að fara um svæðið.“ Líkur á gosi séu óbreyttar og segir Víðir áskoranirnar fram undan vera gríðarlegar. Komi til neyðarrýmingar í bænum sé sá tímarammi skammur og viðbúnaðurinn sé í takt við það.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sig og sprungur við íþróttahúsið: „Þetta er það versta sem við höfum séð í dag“ Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og jörð sigið töluvert. Björgunarsveitarfólk kannaði aðstæður á svæðinu í dag. 13. nóvember 2023 14:46 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Sig og sprungur við íþróttahúsið: „Þetta er það versta sem við höfum séð í dag“ Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og jörð sigið töluvert. Björgunarsveitarfólk kannaði aðstæður á svæðinu í dag. 13. nóvember 2023 14:46
Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44
Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24
Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05
Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08