Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. nóvember 2023 17:31 „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona,“ segir fréttaljósmyndarinn Ragnar Visage. Vísir/Vilhelm Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. „Mér líður ömurlega yfir þessu. Þetta var gert í algjöru óðagoti,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að hann hafi líklega verið síðasti fjölmiðlamaðurinn eftir í Grindavík skömmu fyrir rýmingu í dag, þegar hann hafi verið beðinn um að ná myndefni innan úr húsi. „Ég er beðinn um að reyna að koma mér inn í eitthvað hús, og þar var algjörlega átt við hús þar sem að eitthvað fólk væri, en ég ákveð bara að tékka á næsta húsi í öllum þessar hasar,“ segir Ragnar sem tekur fram að þarna hafi verið sérstakar aðstæður, sem afsaki þó ekki hegðun sína. „Og í allri þessari geðveiki þá einhvern veginn að tékka á þessu. Ég sé auðvitað eftir á að þetta er algjörlega galið hjá mér.“ Ragnar segist ætla að læra af þessu, að hugsa fyrst í streituvaldandi aðstæðum. „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona. Það sem ég vil gera er bara að „documentera“ og miðla efni,“ segir hann. Ragnar segist vera búinn að biðja björgunarsveitirnar og húseigendur afsökunar á þessari hegðun sinni. Jafnframt hefur Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, gefið út að atvikið sé ekki í anda fréttastofu RÚV og biður alla Grindvíkinga afsökunar. Ragnar hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook síðustu sinni. Þar sér hann sig knúinn til að afsaka hegðun sína þar sem hann er „sennilega óvinsælasti maður dagsins“. Grindavík Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Mér líður ömurlega yfir þessu. Þetta var gert í algjöru óðagoti,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að hann hafi líklega verið síðasti fjölmiðlamaðurinn eftir í Grindavík skömmu fyrir rýmingu í dag, þegar hann hafi verið beðinn um að ná myndefni innan úr húsi. „Ég er beðinn um að reyna að koma mér inn í eitthvað hús, og þar var algjörlega átt við hús þar sem að eitthvað fólk væri, en ég ákveð bara að tékka á næsta húsi í öllum þessar hasar,“ segir Ragnar sem tekur fram að þarna hafi verið sérstakar aðstæður, sem afsaki þó ekki hegðun sína. „Og í allri þessari geðveiki þá einhvern veginn að tékka á þessu. Ég sé auðvitað eftir á að þetta er algjörlega galið hjá mér.“ Ragnar segist ætla að læra af þessu, að hugsa fyrst í streituvaldandi aðstæðum. „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona. Það sem ég vil gera er bara að „documentera“ og miðla efni,“ segir hann. Ragnar segist vera búinn að biðja björgunarsveitirnar og húseigendur afsökunar á þessari hegðun sinni. Jafnframt hefur Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, gefið út að atvikið sé ekki í anda fréttastofu RÚV og biður alla Grindvíkinga afsökunar. Ragnar hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook síðustu sinni. Þar sér hann sig knúinn til að afsaka hegðun sína þar sem hann er „sennilega óvinsælasti maður dagsins“.
Grindavík Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira