Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. nóvember 2023 17:31 „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona,“ segir fréttaljósmyndarinn Ragnar Visage. Vísir/Vilhelm Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. „Mér líður ömurlega yfir þessu. Þetta var gert í algjöru óðagoti,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að hann hafi líklega verið síðasti fjölmiðlamaðurinn eftir í Grindavík skömmu fyrir rýmingu í dag, þegar hann hafi verið beðinn um að ná myndefni innan úr húsi. „Ég er beðinn um að reyna að koma mér inn í eitthvað hús, og þar var algjörlega átt við hús þar sem að eitthvað fólk væri, en ég ákveð bara að tékka á næsta húsi í öllum þessar hasar,“ segir Ragnar sem tekur fram að þarna hafi verið sérstakar aðstæður, sem afsaki þó ekki hegðun sína. „Og í allri þessari geðveiki þá einhvern veginn að tékka á þessu. Ég sé auðvitað eftir á að þetta er algjörlega galið hjá mér.“ Ragnar segist ætla að læra af þessu, að hugsa fyrst í streituvaldandi aðstæðum. „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona. Það sem ég vil gera er bara að „documentera“ og miðla efni,“ segir hann. Ragnar segist vera búinn að biðja björgunarsveitirnar og húseigendur afsökunar á þessari hegðun sinni. Jafnframt hefur Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, gefið út að atvikið sé ekki í anda fréttastofu RÚV og biður alla Grindvíkinga afsökunar. Ragnar hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook síðustu sinni. Þar sér hann sig knúinn til að afsaka hegðun sína þar sem hann er „sennilega óvinsælasti maður dagsins“. Grindavík Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Mér líður ömurlega yfir þessu. Þetta var gert í algjöru óðagoti,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að hann hafi líklega verið síðasti fjölmiðlamaðurinn eftir í Grindavík skömmu fyrir rýmingu í dag, þegar hann hafi verið beðinn um að ná myndefni innan úr húsi. „Ég er beðinn um að reyna að koma mér inn í eitthvað hús, og þar var algjörlega átt við hús þar sem að eitthvað fólk væri, en ég ákveð bara að tékka á næsta húsi í öllum þessar hasar,“ segir Ragnar sem tekur fram að þarna hafi verið sérstakar aðstæður, sem afsaki þó ekki hegðun sína. „Og í allri þessari geðveiki þá einhvern veginn að tékka á þessu. Ég sé auðvitað eftir á að þetta er algjörlega galið hjá mér.“ Ragnar segist ætla að læra af þessu, að hugsa fyrst í streituvaldandi aðstæðum. „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona. Það sem ég vil gera er bara að „documentera“ og miðla efni,“ segir hann. Ragnar segist vera búinn að biðja björgunarsveitirnar og húseigendur afsökunar á þessari hegðun sinni. Jafnframt hefur Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, gefið út að atvikið sé ekki í anda fréttastofu RÚV og biður alla Grindvíkinga afsökunar. Ragnar hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook síðustu sinni. Þar sér hann sig knúinn til að afsaka hegðun sína þar sem hann er „sennilega óvinsælasti maður dagsins“.
Grindavík Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira